Eru hjónaskilnaðir skemmtilegir ?

Fréttin á mbl.is um leðjuslaginn í Borgarnesi er létt og skemmtileg, - gerir lífið skemmtilegra. Birtist sú frétt þó í fjölmiðli sem tekur það ekkert sérstaklegra að hann sé skemmtilegur. p1011997.jpg

Eini fjölmiðillinn sem tekur það sérstaklega fram um sjálfan sig er "Séð og heyrt" sem hefur letrað á forsíðu sinni og ítrekar í forystugreinum um sjálft sig: "Gerir lífið skemmtilegra". p1011999_999842.jpgp1011999.jpg

Þetta hefur verið kjörorð blaðsins árum saman.  

Í síðustu tveimur tölublöðum eru á forsíðu fréttir af hjónaskilnuðum.

Í tölublaðinu sem flaggar skilnaði Selmu og Rúnars teygir kjörorðið "Gerir lífið skemtilegra" sig yfir í ljósmyndina af Selmu eins og sést á meðfylgjandi myndum. 

Samkvæmt þessu gerir blaðið sér far um að gera lífið skemmtilegra með því að birta "stórfréttir" af hjónaskilnuðum, gjaldþrotum og fleiru sem þeir sem í hlut eiga finnst ekki skemmtilegir. 

Mér er spurn: Fyrir hverja eru hjónaskilnaðir, gjaldþrot og aðrir erfiðleikar í einkalífi fólks svona skemmtilegir að þeir eru flaggskip stórfrétta á forsíðu?  

Bið að afsaka að vegna tæknilegra mistaka er neðri myndin í tveimur stærðum á bloggsíðunni.


mbl.is Fréttamaður og þingmaður í leðjuslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Mæltu manna heilastur Ómar, spurning þín er hvoru tveggja sjálfsögð og eðlileg og slíka fréttamennsku get ég ekki samþykkt nú sem áður.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.6.2010 kl. 01:52

2 identicon

Séð og heyrt er slúður blað. Venjulega gera slík blöð lífið ekki skemmtilegra heldur greina þau gjarnan frá því sem miður fer í einkalífi þekkts fólks. Erlend slúðurblöð hafa úr miklu að moða . Bresku blöðin eru dæmi. Ísland er fábrottnara og þess vegna er þekkt fólk aðallega venjulegt fólk þó hér finnist einstaka milljarðamæringar sem gaman hefur verið að segja frá.  Það er djúp þörf hjá stórum lesendahópi að fylgjast með einkalífi frægs fólks. Séð og heyrt svalar þessari þörf. Stundum eru þetta góðar fréttir; dæmi er brúðkaup. Oftast eru þetta meinlausar fréttir; Ari og Palla fóru út að borða.Oft eru þetta dramatískar fréttir; dæmi eru skilnaðir. Almennt fréttagildi þeirra atburða sem Séð og heyrt segir frá er ákaflega lítið. Blaðið er nefnilega ekki fréttablað heldur slúðurblað.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 08:24

3 identicon

Mer finnst lágkura ad um bord í flugvel iceland express voru bodin til kaups blodin sed og heyrt og vikan.........omurlegt. Ekki var í bodi mbl.

margret S (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 14:37

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Skrif Séð og heyrt eiga ekkert skylt við fréttamennsku. Sóðaskapurinn og ósvífnin eru þar í hávegum höfð.

Haraldur Bjarnason, 13.6.2010 kl. 18:39

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ritstjórinn blaðsins er ef ekki mesti þá þekktasti skíthæll landsins og er stoltur af.

"Hans ferill á sér engan líkan" segir á vef DV sem sér sóma að nota hann.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 14.6.2010 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband