Litlar framfarir frá því í frumskóginum.

Ég hef komið á slóðir afar einangraðs og frumstæðs þjóðflokks í fjöllum í Eþíópíu þar sem ríkti djöflatrú um aldir þess efnis að veður, drepsóttir og hvers kyns óáran væri vegna reiði djöflanna sem réðu öllu og þyrfti að blíðka með fórnum.

Sérstakir töfralæknar réðu þar öllu um líf fólksins og þurfti að hafa þá góða til að fást við djöflana.

Merkilegt er að sjá að menn á okkar tímum vera enn á svipuðu róli í sambandi við reiði Guðs sem birtist í fyrirbærum sem engan veginn er hægt að tengja við mannlega hegðun.

Tvennt er þó sem athugavert er við þetta:

1."Hverju reiddust goðin þegar hraunið brann á Þingvöllum?

2. Ljóst er að þegar frá líður mun eldgosið í Eyjafjallajökli verða Íslendingum til góðs ef þeir kunna að notfæra sér það. Hvað hafa Íslendingar gert sem lætur þá verðskulda að Guð sé þeim góður á sama tíma og hann er reiður öllum öðrum? 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Gosið endurspeglaði reiði Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Ómar, já þetta er alveg merkilegur hugsanaháttur þarna finnst mér. En það hefur að vísu hvarlað að manni hver er tilgangurinn með þessu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.7.2010 kl. 00:49

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Trú er eitt en höndlarar með trú er annað.  Það eru þessir kaupmenn trúarbragðanna sem krefjast lotningar, ekki fyrir guðum heldur sjálfum sér.  

Það að hafa þor til að skamma guð sinn þá hann breytir ósæmilega er þroska merki.  Það er svo annað að sumt það sem er í mannlegum mæti er ljóslega ekki í guðlegum mætti.

Ísland væri ekki svona spennandi eins og það er ef það væri ekki svona lifandi og orkuríkt.   Þakka þér tækifærið Ómar

Hrólfur Þ Hraundal, 24.7.2010 kl. 09:51

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Til hamingju Ómar með þetta framtak góðra manna og kvenna til handa þér, en að því sem þú talar um, kannski er þetta aðferð Guðs til að halda mannmergðinni í skefjum á þessari plánetu okkar með því að slá niður þar sem mannfólkið er flest og fátæktin eftir því, því það virðist sem ávalt séu hörmungar að skella á fjölmenn og fátæk svæði á jörðinni. Hálfgert syndaflóð, nema að fátækir verða oft fyrir þessu.

Guðmundur Júlíusson, 24.7.2010 kl. 17:29

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég held að það geti verið viss skynsemishugsun í því að almættið refsi okkur þegar við með gjörðum okkar gerum eitthvað sem kemur okkur sannanlega í koll.

Að því leyti til má til dæmis velta vöngum yfir því hvort Leirhnjúkur hafi ekki verið að refsa þeim sem ákváðu að bora einvherja mikilvægustu tilraunaholu allra tíma svo nálægt hnjúknum að þeir máttu vita að stórhætta var á því að koma þar niður á heita kviku og eyðileggja með því tilraun upp á milljarð króna sem útlendingar gáfu að megninu til í góðri trú. 

Við hliðina á hölunni er misheppnuð borhola frá 1975 sem fékk nafnið Sjálfskaparvíti á sinni tíð. 

Ómar Ragnarsson, 24.7.2010 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband