Erfiðasta fíkniefnið.

Alla tíð hafa ríkt fordómar gagnvart þeim sem stríða við ávanabindandi fíkniefni á borð við áfengi og tóbak. Alltof lengi hefur það viðgengist að líta á fólk, sem stríðir við slíkt sem aumingja og ræfla og af bloggi um ummæli borgarstjórans má ráða að enn sé svona á sveimi.

Staðreyndin er sú að það fer ekkert eftir gáfum eða öðru andlegu eða líkamlegu atgerfi hve vel fólki gengur að halda aftur af neyslu fíkniefna, en áfengi og nikótín eru fíkniefni og ekkert annað. 

Tölurnar tala sínu máli: Hér eru prósenttölur þeirra sem missa stjórn á neyslu fíkniefna: 

Hass:  8% 

Áfengi: 13% 

Kókaín  18% 

Heróin:  23% 

Nikótín:  33% 

Það er algerlega persónubundið hvernig fólki gengur.

Ferill Baracks Obama Bandaríkjaforseta sýnir að hann er geysilega viljasterkur og snjall maður.

Hins vegar er það opinbert að hann hefur ekki getað hætt að reykja.

Faðir minn heitinn fór í áfengismeðferð en reykingar höfðu ekki minnstu áhrif á hann.  Hann gat reykt hvað sem honum lysti þegar honum sýndist og látið það vera og hætt því hvenær sem honum datt það í hug og snerti ekki tóbak árum saman. 

Á hinn bóginn gat hin viljasterka móðir mín aldrei ráðið við nikótínið. 

Það er á skjön við staðreyndir að dæma fólk eftir því hvernig því gengur að glíma við erðabundna erfiðleika gagnvart fíkniefnum. 

 


mbl.is Pirringur vegna nikóktínfíknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta held ég að sé eins og margt annað hjá Ómari,

bara alveg rétt.

Robert (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 22:47

2 identicon

Það eru margir sem hafa illan bifur á tölfræði. Telja að hvaðeina megi sanna með tölum.

Hér er maður sem sýnir glögglega hvernig má skoða tölfæði:

http://www.youtube.com/watch?v=hVimVzgtD6w

Góður pistill hjá þér, Ómar.

Jóhann (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 00:51

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.9.2010 kl. 03:19

4 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Eitt er að viðurkenna fýkn annað er að kenna henni um. Takk fyrir þessi orð hef reykt of mikið of lengi en að hætta þessum ósið hlýtur að taka á en það er meðvituð ákvörun að hætta og ekki hægt að nota það til að pönnkast á öðrum.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 1.9.2010 kl. 04:06

5 identicon

Þú gleymir kaffinu (koffíni) !

Eins og hin vitra kona hjá Lyfjaeftirlitinu sagði í fréttum forðum:

"Kaffi væri bannað  ef fundið upp í dag "

Það fór ekki mikið fyrir því í fréttum hér en í USA er verið að taka út af fíknarlistanum spilafíkn og kynlífsfíkn.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 04:24

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ekki hef ég tölu á því hve oft ég hætti að reykja -- en byrjaði svo aftur einhverjum mánuðum eða misserum síðar.

Þangað til

ég fór að útiloka mér staði. Bannaði sjálfum mér fyrst að reykja í bílnum -- það fór greinilega illa í yngsta barnið mitt, sem nú er að verða 36 ára.

Síðan „mátti“ ég ekki reykja í svefnherberginu, síðan ekki innan húss, svo hvergi nema í vinnunni, þá aldrei nema á kaffi og matartímum …

… og á endanum nennti ég þessu ekki lengur og hætti alveg. Þá hafði þetta átakalausa ferli gengið í nokkur misseri.

Hins vegar hef ég helst átt við það áfengisvandamál að stríða að ég er heldur latur við að drekka áfengi. Finnst þó alveg ágætt að finna ylinn af því annað veifið.

Sigurður Hreiðar, 1.9.2010 kl. 12:45

7 identicon

Kannabisefni er skárst af þessu öllu... ég þekki þó nokkuð marga sem hættu víndrykkju og öllu sukki, fóru í kannabis og í framhaldi af því fóru þeir að vinna.

Nú er svo komið að rannsóknir styðja við að kannabis sé "Exit" drug... td fæst varla betra efni til að hætta á sígarettum...

Ríkið á að lögleyfa kannabis og skattleggja það... í stað þess að gera árásir á tugþúsundir íslendinga sem nota kannabis, að gera það fólk að glæpamönnum... að auki getur svona bann bara orðið til óhamingju.. .+ að ýta undir að glæpasamtök skjóti rótum.


doctore (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 13:04

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Einn vinur minn sem var búinn að vera fíkill á öll fíkniefni og neyddist til að bjarga lífi sínu með því að hætta að neyta þeirra allra í einu vetfangi, var ekki hrifinn af hassinu, heldur taldi það þvert á móti að mörgu leyti lúmskasta fíkniefnið.

Hann sagði við mig skömmu eftir að hann hætti og varð að hafa mikið fyrir því að detta ekki í það aftur, að ef einhverjum væri verulega illa við hann myndi brjótast eða laumast inn íbúðina hans þegar hann væri ekki heima og skilja eftir hassköggul í gluggakistunni.

Nikótínið er svo erfitt að það er venjulega skilið eftir þegar menn fara í allsherjar hreinsun eins og þessi vinur minn fór. 

Honum þótti verst hvað það var erfitt að hætta að reykja, tók hann mörg viðbótarár að hætta því. 

Koffein-fíknina þekki ég af eigin raun og á við erfiða fíkn að stríða í því efni. Stend í eilífum slagsmálum við sjálfan mig við að halda drykkju coladrykkja í skefjum. 

"Kók og Prins" er einhver lúmskasta fíknin.  Í cola-drykknum eru koffein og sykur og síðan er þriðjungur súkkulaðikexins hrein fita sem þriðja fíkniefnið, hvítasykur, bætist ofan á.

Sykurlausu drykkirnir eru líka með frekar óholl sætuefni og því líklega litlu skárri.

Kók og prins er búið að kosta þjóðina milljarða í heilstjóni í gegnum áratugina en alltaf er það nú samt jafn gott á "nammidaginn" sem ég hef komið mér upp, að fá sér það einu sinni í viku. 

Ómar Ragnarsson, 1.9.2010 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband