Er virkilega verðmæti í óbeisluðum fossum?

Sigríður frá Brattholti var sannarlega "á móti rafmagni" , "vildi að við værum áfram í torfkofum", kom í veg fyrir stórfelldustu atvinnuppbyggingu Íslandssögunar á þeim tíma sem landið var vegalaust og meirihluta landsmanna hafði ekki rafmagn.

Hún sá verðmæti í Gullfossi sem enginn annar sá.

Nú sjá menn ekkert annað verðmæti í tveimur samliggjandi fossum á stærð við Gullfoss í efsta hluta Þjórsár nema að þeir verði þurrkaðir upp og áin tekin fyrir ofan þá og veitt í Þórisvatn. 

Þetta er talið nauðsynlegt og þeir sem vilja annað taldir vera á móti því að þjóðin noti rafmagn. 

Framleiðir þjóðin þó þegar fimm sinnum meira rafmagn en hún þarf til eigin nota. 

Þess vegna kemur það á óvart að hægt væri að selja myndir af fossum fyrir hundruð milljóna króna.

Að ekki sé nú talað um það að Ólafur Elíasson telst vera í hópi þeirra  sem eru "á móti atvinnuuppbyggingu".


mbl.is Íslenskir fossar á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband