Kapítalismi andskotans ?

Það skyldi þó ekki vera að mun fleira fólk komi nú saman til mótmæla á Austurvelli en flestir áttu von á vegna þess að daglega berast okkur fréttir af því hvernig bankarnir fara silkihönskum um þá sem voru innstu koppar í aðdraganda Hrunsins á sama tíma sem venjulegt fólk er keyrt í þrot ? 

Upphæðirnar, sem þessar fréttir greina  eftirgjafir frá varðandi sægreifa og auðmenn, eru svo háar, að venjulegt fólk á erfitt með að ná upp í þær.

Upplýst er að Bjarni Ármannsson hafi eina milljón króna í tekjur á dag en samt fékk hann 800 milljóna króna eftirgjöf frá Glitni!

Upplýst er að hinar miklu tekjur hans fáist vegna vel heppnaðra fjárfestinga.  Hins vegar hafi ein fjárfestingin mistekist hjá honum. 

Ef rétt er hermt um hagi Bjarna og lögmálin sem hann ætti að hlíta á markaðstorgi fjárfestinganna, ætti það að vera eðlilegt að hann tæki á sig tapið af þessari einu mislukkuðu fjárfestingu, enda gæti hann greitt þessar 800 milljónir upp á þremur árum ef rétt er hermt um tekjur hans af hinum fjárfestingunum. 

En svo virðist sem um þetta mál gildi aðeins helmingur markaðslögmálanna, sem sé það að viðkomandi eigi rétt á að njóta óhemju arðs af því sem vel gengur, en hins vegar eigi hann að sleppa við afleiðingarnar af rangri fjárfestingu sinni.

Sama á við um fjölskyldufyrirtæki sægreifafjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar á Hornafirði. 

Þar komst þetta forréttindafólk upp með það að skammta sér 600 milljóna króna arð af fyrirtæki, sem stefndi í þrot, með því að taka fé að láni, ef rétt er eftir hermt. 

Bankinn, sem lét það viðgangast að gefa þessum sægreifum þar að auki eftir 2600 milljónir króna, er í eigu ríkisins, það er í eigu almennings. 

Er furða að þúsundir fólks, sem teljast eigendur þessa banka, sé reitt þegar því er sagt að éta það sem úti frýs og missa húsnæði sitt og taka um leið þátt í því að gefa auðgreifum þúsundir milljóna króna á silfurfati ?

Þau útgjöld bankans eru á kostnað allra eigenda hans, líka þeirra sem nú er hundsað að liðsinna í þrengingum þeirra.

Það vantaði ekki að fljótt og vel væri brugðist við varðandi auðgreifana en þúsundir fólks þurfa hins vegar enn að bíða eftir því að eitthvað sé gert í þeirra málum. 

Ég ítreka það sem ég hef áður sagt og Valgerður Bjarnadóttir var að segja nú rétt áðan í þingræðu, að það verður að útskýra það strax og afdráttarlaust hvers vegna svona ákvarðanir eru teknar í ríkisbönkum.

Ef það er ekki hægt verður að breyta lögum án tafar til þess að ráðast gegn þeim þeim kapítalistma andskotans, sem fólki finnst vera slegið utan í sig daglega eins og blautri tusku þessa dagana.


mbl.is Bankarnir hafa dregið lappirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það eru ekki bara bankarnir sem reiði fólksins beinist að, Ómar. Þolinmæði fólks vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar er þrotin. Og nú þegar það stendur frammi fyrir þvi að Steingrímur og Jóhanna hafa samþykkt að hleypa uppboðshundunum lausum á heimilin, þá ver það sig á þann eina hátt sem það getur. Það mótmælir. 

Steingrímur og Jóhanna kenndu þeim vinnubrögðin.

Ragnhildur Kolka, 4.10.2010 kl. 22:40

2 identicon

Vel orðað Ómar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 22:42

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það var góð ræða hjá Valgerði Bjarnadóttur, hún hitti beint í mark. Ég er mjög sammála þér, Ómar, eins og oft áður.

Úrsúla Jünemann, 4.10.2010 kl. 22:45

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það var rétt hjá þér Ómar að hafa fyrirvara á frétt þinni um "fjölskyldufyrirtæki " Halldórs Ásgrímssonar eins og þú orðar það.Þú segir að það fyrirtæki hafi stefnt í þrot.Það er einfaldlega rangt. Og reyndar á Halldór trúlega ekki nema tæpt % í Skinney Þinganes sem hann fékk í arf. Skinney Þinganes á 90% í því fyrirtæki sem var að fara í þrot og enginn arður var greiddur af því.Lán þess hækkaði úr tveim milljörðum í fimm við hrunið.Skinney Þinganes kom með aukið hlutafé í það, og bankinn   græddi einfaldlega á því að það fór ekki í þrot, sem hefði örugglega verið best fyrir Skinney Þinganes.Þú getur fengið ársreikninga fyrirtækjanna hjá ríkisskattstjóra.Gamlir fréttamenn eiga ekki að fara eftir kjaftasögum.Sér í lagi ekki gamlir góðir fréttamenn.

Sigurgeir Jónsson, 4.10.2010 kl. 22:55

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Með því að leika sér með kennitölur er hægt að fá ýmislegt út í þessu dæmi og setja fjámuni, skuldir, eignir og eignahluta þannig upp að allt virðist með felldu.

Þú segir að Halldór eigi "trúlega" ekki nema tæpt % í Skinney Þinganesi, sem hann hafi fengið í arf. 

Aðrar heimildir hef ég fyrir því að eignarhluturinn sé nær því að vera 25%. 

En jafnvel þótt Halldór eigi aðeins % myndi það þýða 6 milljónir króna í arð. 

Fólki svíður að sjá hvernig helstu skaparar Bólunnar og Hrunsins ekki aðeins sleppa, heldur fitna á meðan aðrir verða að taka á sig byrðar. 

Á meðan Geir fær einn rauða spjaldið sitja þeir Davíð og Halldór uppi í stúku og horfa á, Davíð meira að segja í blaðamannastúkunni. 

Ómar Ragnarsson, 5.10.2010 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband