Undir koddanum, ef það er eitthvað ?

Allt frá föstudeginum eftirminnilega þegar fólk flykktist á Íslandi til að ná peningum út úr bönkunum, hefur ríkt ástand fáránleikans hér á landi í þessum málum.

Svo mjög brenndu flestir sig á viðskiptum við fjármálastofnanir að mörg ár munu líða þar til von á að vera um eðlilegt ástand í þessum efnum. 

Gríðarleg tortryggni hefur breiðst út um þjóðfélagið þegar upplýst er um stórfellda mismunun hvað varðar það hvernig bankarnir umgangast viðskiptavini sína.

Nú síðast í dag er upplýst að átta sjávarútvegsfyrirtæki hafi fengið afskrifaðar skuldir upp á tæpar 55 milljarða króna og þegar horft er á það að svona fyrirtæki skulda víst um 400 milljarða virkar hálf einkennilega allt talið um hagkvæmni útgerðarinnar. 

Einkum virkar hún sérkennilega þegar í ljós kemur að allt önnur og skárri staða er hjá vinnslufyrirtækjunum. 

Skýringin skyldi þó ekki vera sú að kvótagreifarnir margir hverjir hafi braskað með kvótann og flutt stór verðmæti í aðra starfsemi eða jafnvel úr landi? 

Þegar horft er yfir allt sviðið skal engan undra að upp úr sjóði þegar þrýstingurinn er orðinn svo mikill að lokið lyftist af potti hinnar kraumandi óánægju þúsunda fólks. 

Vantraust á fjármálakerfið verður síðan til þess að margt fólk reynir að koma eigum og peningum undan og geyma peningana kannski frekar undir koddanum heldur en að láta þá inn í bankann þar sem óvíst er um ávöxtun en skattmann hins vegar nærri til að næla sér í sneið. 

 

 

 

 

 


mbl.is „Viðhorf bankanna hafa breyst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, og svo er Atli Gísla bara í fríi. Sýnist hann vera að leika lögregluforinga í breskum sakamálaþætti (Trial and Retribution)

Hrúturinn (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 22:34

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú ferð ekki rétt með fréttina Ómar, hvort sem það er viljandi eða óviljandi.Lestu hana betur.Mér sínist að þú látir pólitík ráða túlkun þinni á fréttinni.

Sigurgeir Jónsson, 5.10.2010 kl. 22:39

3 identicon

Það er sameiginlegt með öllum þeim fyrirtækju í sjávarútvegi sem eru að fá niðurfellingu á milljónum í hundruða og jafnvel þúsunda vís að þegar fréttamenn leita til forráðamanna, er svarið alltaf það sama. "Ég vil ekki tjá mig um þetta".Bankinn segir "við getum ekki talað um einstak viðskiptavini". Þú Sigurgeir ert síðan með ótrúlegustu athugasemdir og hikar ekki við að vega jafnvel að starfsheiðri jafn ágæts fréttamanns eins og Ómars Ragnarssonar . Manns sem fórnaði fréttamennskunni fyrir hugsjón sína. Í mínum huga nærð þú ekki Ragnari Reykhás í mitti í þínum athugasemdum. Ég og eflaust fleiri værum tilbúnir að hlusta á skýringar mann sem eru tengdir þessum niðurfellingum á stórum upphæðum. En frá þeim kemur aðeins eitt "við tjáum okkur ekki". KRAFAN VAR OG ER ALLT UPP Á BORÐIÐ. En í niðurfellingu á kvótaskuldum þá er reglan. Höfum þetta undir borðinu.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 23:46

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skuldir íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru aðallega í erlendri mynt og þær voru 543 milljarðar króna í árslok 2008, eða 81% meiri í íslenskum krónum en í árslok 2007 en þá voru þær 300,3 milljarðar króna, samkvæmt Tíund, fréttabréfi Ríkisskattstjóra.

Þorsteinn Briem, 6.10.2010 kl. 00:41

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvernig stóð á því að útgerðin skuldaði 543 milljarða í lok mestu gróðabólu Íslandsssögunnar og að minnst af þeim skuldum var hjá fiskvinnslunni?

Af hverju keypti einstæð móðir með þrjú börn 40 milljóna króna einbýlishús á þessum tíma eins og sýnt af í fréttum Stöðvar tvö í kvöld?  

Ómar Ragnarsson, 6.10.2010 kl. 19:43

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pólverjar, sem eru í Evrópusambandinu, hafa lánað okkur Íslendingum háar upphæðir, meðal annars til að við getum greitt gömul erlend lán með raunverulegum gjaldeyri.

Þúsundir útlendinga starfa hér á Íslandi í til að mynda fiskvinnslu, verslun og ræstingum og halda því íslensku þjóðfélagi gangandi.

Þannig vinna þeir störf sem Íslendingar vilja ekki vinna, þar sem þau eru ekki nógu fín fyrir Mörlandann eða nógu vel launuð.

Erlent fiskvinnslufólk traust undirstaða í bankaútrásinni og kvótakaupunum.

Greiðir reikninginn með bros á vör.

Þorsteinn Briem, 6.10.2010 kl. 20:45

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Bankamafían er að stela öllu sem hægt er því verður ekkert eftir nema rjúkandi rústir ef við stoppum ekki strax!

Sigurður Haraldsson, 7.10.2010 kl. 02:10

8 identicon

Eitt má ekki gleymast með þá sem nú í dag standa í útgerð. Það er það, að margir hverjir hafa keypt kvóta (þar sem fyrirtækjum hefur fækkað) og þar með skuldsett sig til að borga öðrum. Þessir "aðrir" sem fóru út úr greininni gerðu eitt eða tvennt, - að borga upp gamlar skuldir, eða að fjárfesta utan greinar fyrir hagnaðinn.

ERGO,  -útgerðin í dag er með nokk stórum tölum skuldsett upp á pening sem er farinn annað, - annað hvort inn í bankakerfið eða í fjárfestingar sem tengjast ekki útgerð yfirleitt.

Við megum ekki gleyma því að okkar mestu nettó útflutningsverðmæti eru enn sem áður fiskur. No 2...ferðaþjónusta. Og bara svona fyrir forvitna, - Íslendingar selja ekki ál, þó að e.t.v. seljist nokkrir álar.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband