Og nú þurfa verk og samstaða að fylgja í kjölfarið.

Ef mótmælin á Austurvelli hafa átt þátt í því að "gott samtal" hafi átt sér stað milli ráðherra og forráðamanna Hagsmunasamtaka heimilanna hafa þau ekki verið til einskis.

Orð eru til alls fyrst. En verk, samstaða og áframhaldandi samráð verða að fylgja í kjölfarið og það strax. Fréttirnar af nauðungaruppboðum á Suðurnesjum eru uggvænlegar.  Það er ekki eftir neinu að bíða.


mbl.is „Þetta var gott samtal“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Tek undir með þér, Ómar.  Orð eru til alls fyrst og vonandi koma þau miklu til leiðar.

Ég er eiginlega í sjokki yfir því að nauðungarsölurnar séu allar að fara í gang á Suðurnesjum og skora á kröfuhafa að leita annarra leiða til að leysa úr þessum málum.  Það getur ekki verið gott fyrir þá að eiga hátt í eitt hundarð eignir á svæðinu.

Marinó G. Njálsson, 6.10.2010 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband