Styðjum hvert annað.

Í dag, tveimur árum eftir Hrunið, er ekki síður þörf á samstöðu, skilningi og hjálp en þá. Fólk, sem stundar hjálp og sálgæslu er afar mikilvægt í þessu efni.

Fyrir tveimur árum koma saman hópur tónlistarfólks sem söng lagið "Styðjum hvert annað" sem var sett á disk sem seldur var og rann allt kaupverðið óskipt til Mæðrastyrksnefndar. 

Þetta lag er hér til vinstri á tónlistarspilaranum á bloggsíðunni og var sungið fólki til hugarhægðar og uppövrunar. 


mbl.is Mikið álag hjá prestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þú ekki sýna mikla "samstöðu, skilningi og hjálp " með einstæðri 3 barna móður í pistli á Eyjunni núna.

Hún þurfti stórt húsnæði með 3 börn og aðeins bitamunur en ekki fjár á 5 herbergja blokkaríbúð eða hóflega einbýli í úthverfi Hfj.

Hún átti sjálf 40% af kaupverðinu þannig að það er ekki um það að ræða að taka 100% lán. Hún hefur eflaust lagt dæmið niður fyrir sig  með sínum banka og átt að geta klofið afborganir af restinni mv. þær forsendur sem lagt var upp með.

En svo brustu forsendurnar....

Sjálfur varstu nýlega skorin niður úr skuldasnörunni með söfnun á meðal almennings á Íslandi. Maður myndi halda að smá líttillæti og skilningur væri ekki úr vegi ?!?

ps. Ég hefði commentað á Eyjunni ef þú leyfðir óþvegnum almenningnum að gera það en ekki bara innvíkluðun Eyjubloggurum...klassí

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 12:09

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég áfellist ekki konuna fyrir það að trúa fagurgala bankanna og stjórnmálamannanna sem blésu upp spilaborg Gróðabólunnar.

Ég er hins vegar að benda á að dæmi hennar er eitt af mörgum um það hvernig heimilin í landinu fjórfölduðu skuldir sínar þegar það var óeðlilegt. 

Þegar litið er yfir þúsundir ofurjeppa og lúxushúsnæðis sem stór hluti þessa lánsfjár var notaður í, sést að þetta getur ekki hafa verið eðlilegt. 

Hvað mig sjálfan snertir, úr því að minnst er á það, hef ég hef reynt að sinna þeirri frumskyldu í lýðræðisþjóðfélagi að gera nauðsynlegar heimildarmyndir sem aðrir hafa ekki haft áhuga á að gera og orðið að fórna fyrir það nær öllum eigum mínum

Síðan það gerðist að vegna ótrúlegs þrýstings svo að enginn þorði að styðja þetta hef ég búið í 70 fermetra leiguíbúð í blokk og mun væntanlega ekki flytja þaðan fyrr en fótafúi gerir mér ókleyft að ganga stigana upp á þriðju hæð.

Ég lofaði gefendum að nota féð til að ljúka dýrri heimildarmynd í fullri lengd sem ég vona að í framtíðinni fái þau ummæli að ekki hefði mátt farast fyrir að gera hana. 

Við það mun ég standa, halda áfram að sofa í bíldruslum á hálendinu og lifa spart til að sinna þessu. 

Ómar Ragnarsson, 7.10.2010 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband