Það þarf sterk bein til að þola góða daga.

Ofangreint orðtak á vel við það að heilsufari Bandaríkjamanna hrakar og meðalaldur þeirra lækkar.

Meginástæðan er óhollt mataræði og lífstíll.  Fyrir 60 árum voru reykingar afar útbreiddar þar en afleiðingar þeirra koma fram mörgum áratugum síðar. 

Við Íslendingar verðum að fara að skoða okkar ástand. Íslendingar eru núna orðnir þyngri en frændþjóðir okkar og nágrannaþjóðir og við erum meira að segja þyngri og feitari en stórþjóðir, sem hafa verið álitnar mikið fyrir mat eins og Þjóðverjar og Frakkar. 

Ég hef áður minsúkkulaði.nst á varasaman mat sem aldrei er nefndur sem uppspretta heilsufarsvandamáls, en það er .......

súkkulaði.

Ef menn lesa það sem stendur á kókflösku, sést að í hverjum 100 grömmum eru rúmar 100 hitaeiningar sem koma frá fíkniefninu hvítasykri. 

En á öllum umbúðum um súkkulaði má lesa að auk sykurs eru 30 prósent af súkkulaðinu fita.

Æ, hvað þetta er nú hastarlegt fyrir þjóð sem tók upp þjóðarréttinn kók og prins fyrir rúmri hálfri öld!

Og hastarlegt fyrir mann eins og mig sem hefur fátt getað ímyndað sér betra en gos og súkkulaði. 

 Já, ég viðurkenni að ég berst við fíkn í súkkulaði og hef tekið það til bragðs að bragða aðeins eitt Prins póló á viku á nammidögum, sunnudögum, í stað þess að innbyrða þrjú til fjögur á dag. 


mbl.is Bandaríkjamenn lifa skemur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alkóhólið var fundið upp áður en maðurinn var fundinn upp, segir Helgi frændi minn Briem, líffræðingur.

Við erum fjórmenningar. Hann veit því hvað hann syngur en að vísu syngur hann ekkert sérstaklega vel. Hann er í Fræbbblunum.

Þess vegna sátu apar á barnum og drukku frá sér allt vit frameftir öllum laugardagsmorgnum, löngu áður en maðurinn hafði vit á því.

En það gleymdist að minnast á þetta atriði í Biblíunni, enda í mörg horn að líta á þeim bæ.

Og þá er ég ekki að tala um Fræbbblana, heldur áfengið og fíkngenið.

Ef fíkngenið væri tekið úr okkur öllum myndu öll hagkerfi heimsins hreinlega hrynja, því þetta gen stjórnar allri fíkn, til dæmis fíkn í áfengi, kynlíf, eiturlyf, sígarettur, skrif hér á Moggablogginu, sjónvarp, fótbolta, útivist, súkkulaði, ferðalög og skemmtanir.

Fíkn getur því birst í ýmsum myndum og
við verðum að læra að hafa stjórn á okkar fíknsortum.

Maður sem er sólginn í útivist getur líka verið mikill kynlífsunnandi og þetta getur farið ágætlega saman, en náttúrlega farið úr böndunum, eins og dæmin sanna.

Og sumir verða að láta útivist alveg eiga sig, sem og áfengi.

Það held ég nú.

Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband