Álög á örnefninu Bakka ?

Bræðurnir á Bakka í Svarfaðardal reyndu að bera ljós inn í bæinn í húfum sínum og myrkrið út en þetta reyndist vonlaust verk. 

Bærinn Bakki er skammt vestan við Landeyjahöfn og nú er spurningin hvort sami sandurinn verði í sífellu fluttur út úr höfninni og innsiglingarleiðinni til hennar og kemur síðan aftur jafnharðan inn í höfnina. 


mbl.is 350 milljónir í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Steingr. og Jóhanna eru svipuð þeim, þau lofuðu þjóðinni, stórauknum strandveiðum,

og frjálsum handfæraveiðum.

Ómar, fái þjóðinn frjálsar handfæra veiðar, leysir það allan atvinnuvanda

Íslendinga!!!

þú gætir róið út á litlum bát, með sjóstöng, fiskir þú 100. kg. af þorski á dag,

5 daga vikunar, = 2 tonn X 350 kr. kílóið = 700.000. krónur mánaðarkaupið

fyrir að vinna mjög lítið.

Aðalsteinn Agnarsson, 15.10.2010 kl. 21:37

2 identicon

.... og svo er Bakki við Húsavík!

Stefán J. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 21:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ljósið ber hann inn og út,
Árni Johnsen með sinn kút,
og þarna siglir einhver inn,
enn einn Bakkabróðirinn.

Þorsteinn Briem, 15.10.2010 kl. 21:57

4 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Einu sinni kom Hólabiskup á vísitasíuferð að Bakka. Þeir bræður voru heima, vildu buga einhverju að biskupi og buðu honum að drekka. Biskup þáði það, en af því þeir bræður áttu ekkert sélegra ílát til í eigu sinni en nýtt næturgagn færðu þeir biskupi í því rjóma að drekka.

Biskup vildi hvorki taka við ílátinu né drekka úr því; þeir bræður litu þá hver upp á annan og sögðu: "Gísli-Eiríkur-Helgi, hann vill ekki drekka rjómann hér á Bakka; drekki hann þá hland."

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 15.10.2010 kl. 22:39

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Johnsen á engan kút,og hefur aldrei átt.

Sigurgeir Jónsson, 15.10.2010 kl. 22:52

6 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þeir tóku sig því til einn góðan veðurdag þegar glaðast var sólskin um hásumarið og fóru að bera út myrkrið úr húsinu í húfum sínum, sumir segja í trogum, hvolfdu úr þeim myrkrinu, en báru aftur inn í þeim sólskin í húsið og hugðu nú gott til birtunnar eftirleiðis. En þegar þeir hættu um kvöldið og settust að í húsinu sáu þeir ekki heldur en áður handa sinna skil.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 15.10.2010 kl. 23:02

7 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Eitt sumar áttu þeir bræður kálflausa kú; þótti þeim það mikið mein og vildu fá sér naut til að kelfa hana. Einu sinni þegar kýrin var yxna fóru þeir með hana til bónda eins sem átti naut og báðu hann um það. Bóndi leyfði nautið og vísaði þeim til þess út í haga.

Fóru þeir bræður svo með kussu til bola og voru að bauka við þetta lengi dags. Loksins komu þeir heim aftur til bónda og sögðu honum að nautið hans væri ekki kúneytt.

Bóndi innir þá eftir hvernig þeir hafi haldið kúnni og lætur þá skilja á sér að þeir muni hafa farið að því eins og flón, sem þeirra sé von og vísa.

"Ó nei," segja þeir; "við lögðum kúna á hrygginn og héldun henni svo upp í loft."

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 15.10.2010 kl. 23:12

8 identicon

Og svo er Bakki við Húsavík ...

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 23:14

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er ó maklegt Ómar, því Svarvaðadalur er þar sem þú veist og sögurnar góðar og í nútíma heldur til upplyftingar þeim þar fyrir norðan. 

Vestmannaeyjar, vættir þeirra og íbúar bundu miklar væntingar við þessa höfn og það er kjánalegt að blanda þessum tveimur sögum saman, nema á skemmtun á sama stað.   

Ég veit að þessi höfn kemur að gagni þó ekki endilega svo vel sem vænst var, en sjáum til og spilum ekki á blindspil eða sálir Ómar Ragnarsson. 

Mun betra er spaug en nag.  Þessi höfn verður okkur klárlega lærdómur ekki síður en köttur þeirra bræðra sem þú vitnaðir til Ómar.     

Hrólfur Þ Hraundal, 15.10.2010 kl. 23:16

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bera það allt burt í tösku,
bölva því í sand og ösku,
Árni á sig stingur steinum,
staðhæft er í Moggagreinum.

Þorsteinn Briem, 15.10.2010 kl. 23:23

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir ég er frá Fljótsbakka og ekki gengur mér allt of vell núna að feta mig áfram í mótmælum gegn valdstjórninni og bankamafíunni!

Sigurður Haraldsson, 16.10.2010 kl. 00:32

12 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Spurning hvort að það sé til einfölld leið til að bjarga þessu vandamáli. Þarna rétt hjá er stór jökulá, ef það væri hægt að koma vatni frá henni mínus sandur, að þá væri hugsanlega hægt að útbúa kerfi sem hreinsar höfnina sjálfvirkt af þessum sandburði, en stöðugur straumur út gæti hugsanlega bjargað einhverju! Spurning hvort að 350 millur myndu duga í það verkefni?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.10.2010 kl. 00:42

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var nú bara að gamna mér við þessa hugsun en á enn eftir að fá útskýringu á því af hverju garðar verði gerðir út frá Vík til að safna þar að sandi og af hverju garðar eru gerðir út í ár til að safna sandi að bökkum þeirra en síðan eru garðar gerðir út frá höfninni við Bakka sem ekki safni sandi að sér.

Ómar Ragnarsson, 16.10.2010 kl. 00:47

15 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þessi uppsöfnun á sandi hefur virkað vel t.d. í Skagafirði austan megin á leiðinni inn að Öxnadal og svo fyrir neðan Skaftafell eins og sjá má á þessari mynd hér: http://www.photo.is/09/06/5/pages/kps06092245.html

Sem minnir mig á annað, þú varst að fjalla um erfið búsetuskilyrði fyrir stuttu og þá tókstu einn bæ í Öræfasveit sem dæmi. En þessi sveit var að fá sitt fyrsta háhraða ljósleiðaranet fyrir nokkrum vikum síðan á um 50 bæi og má lesa nánar um þá framkvæmd í Bændablaðinu sem var einn af fáum fréttmiðlum sem sýndu málinu áhuga. Enda var þessi framkvæmd að öllu leiti kostuð af heimamönnum og fengu ekki neina styrki frá kerfinu, líklega út af því að pólitíkusar áttu ekki frumkvæði af verkefninu! Lesa má nánar um verkefnið hér: http://www.bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3289

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.10.2010 kl. 01:15

16 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þegar ég lék mér í sandinum sem krakki við fljótsbakkann þá mótaði fljótið sandinn með sandi býsna fljótt sama verður sagt um þessa höfn sem verður kominn á þurrt land eftir nokkur ár.

Sigurður Haraldsson, 16.10.2010 kl. 01:22

17 identicon

Hvað ætli sé djúpt þarna inn núna? Ég skal veðja að það er til fullt af bátum í Eyjum sem komast þarna inn. En það er ekki almennileg aðlega fyrir þá. Og svo skilst mér að þeir hafi verið stoppaðir (einhverjir að prófa) svo að þeir yrðu ekki fyrir Herjólfi.

Gærdagurinn hefði verið góður til prufu, enda blíðviðri framan af.

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 07:53

18 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón Herjólfur á þessa höfn hann hefur einkarétt!

Sigurður Haraldsson, 16.10.2010 kl. 08:26

19 identicon

Landeyjahöfn gæti verið  nýja skjaldamerki Íslands mjög táknrænt að á Íslandi var og er allt byggt á sandi kvótakerfið, fjármálakerfið, umsókn okkar til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og að sjálfsögðu Landeyjarhöfn sem dæmi

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 10:37

20 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í gamla daga söng maður í sunnudagaskólanum " Á SANDI BYGGÐI HEIMSKUR MAÐUR HÚS" ætli textanum verði ekki breytt og sungið "Á SANDI BYGGÐU HEIMSKIR MENN HÖFN".????

Jóhann Elíasson, 16.10.2010 kl. 12:10

21 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Einnig mætti útbúa öflugt hlið sem síðan væri einfaldlega opnað þegar á þyrfti að halda til að hleypa umferð inn og út og færi þá lítill sem enginn sandur inn í sjálfa höfnina! Skipaskurðir eru til út um allan heim með svipaðri útfærslu. Svo er spurning hvað hægt að gera með mjög fínmöskvuðu neti...!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.10.2010 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband