Hálfvitinn skal hann heita.

Þegar tákn Græðgisbólunnar reis og olli tjóni í öryggismálum sjófarenda sem kostar tugi milljóna að bæta, ef reynt verður, gaf ég þessum Babelsturni heitið Hálfvitinn.

Því að sú er staða hans miðað við vitann í Sjómannaskólaturninum. Bygging Hálfvitans var lögbrot en þó er hann fyrst og fremst tákn um siðbrot Græðgisbólunnar.

Hans vegna var molað mélinu smærra hið fallega hornhús á mótum Skúlagötu og Skúlatúns og Hálfvitinn,  ómerkilegasta hús borgarinnar, yfirgnæfir svo mjög merkilegasta og jafnframt eitt fallegasta hús hennar, Höfða, að fundarstaður leiðtoga heimsins verður eins og dúfnakofi í samanburðinum.

En verðugra minnismerki um oflæti, græðgi, frekju og yfirgang Græðgisbólunnar er vandfundið.

Ekki hefur álit mitt á Hálfvitanum vaxið við það að hann skyggir á útsýnið til Snæfellsjökuls úr blokkinni sem ég bý í og mörgum öðrum húsum. 


mbl.is Fáviti og hálfviti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hálfvitinn er gott nafn á thessa húsómynd. Ljótari gerast thau varla. Hún er ordin frekar dapurleg ásýnd Reykjavíkur, séd utan af sundunum bláum. Hálfvitinn rís thar haest í austri, sídan koma nokkrir fárádlingar í Skuggahverfinu og ad lokum Herfan í höfninni, sem verid er ad reyna ad klára. Reyndar getur hún ekki klárast eins og til stód, thví glerdraslid utanum húsid stenst engan veginn burdarlega, en thad er nú bara eins og annad sem eftir stendur úr hrundansinum.   

Halldór Egill Guðnason, 20.10.2010 kl. 09:00

2 identicon

Þegar ég skoða þau hús sem byggð hafa verið í þessari bólu þá get ég ekki annað en raulað Litla Kassa sem Þokkabót söng hér um árið. Litlir kassar, litlir kassar allir eins. - Þessi kassi er reyndar stór, en hugsunin á bak við hann er lítil og takmörkuð.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 09:09

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Tek heilshugar undir með þér hér ÓMar; Þegar tákn Græðgisbólunnar reis og olli tjóni í öryggismálum sjófarenda sem kostar tugi milljóna að bæta, ef reynt verður, gaf ég þessum Babelsturni heitið Hálfvitinn.

Kannið nú hverjir eru fluttir í "hálfvitann" og stýra þaðan rekstri

Ef út í hart væri farði þá samkv siglingalögum ætti þessi "Hálfviti" að vera fjarlægður og það á skostnað þeirra sem byggðu - umburðarlindi sjómanna er mikið og stórt - næg eru sjóslysin fyrir

Jón Snæbjörnsson, 20.10.2010 kl. 09:19

4 Smámynd: Einar Steinsson

Íslendingar sitja uppi með fullt af byggingum frá þessum tíma sem vonandi eiga eftir að nýtast í framtíðinni en það eru nokkur atriði sem eru áhyggjuefni:

  • Mikið af þessum byggingum eru herfileg ljótar.
  • Menn tóku aftur upp á því að byggja flöt þök á Íslandi þrátt fyrir slæma reynslu.
  • Menn byggðu glerhallir í sjórokinu niður við strönd. (Góðir tímar framundan hjá gluggaþvottarmönnum)
  • Mikið af þessum húsum voru byggð í miklum flýti af óvönum verktökum með óvönum mannskap.

Það má örugglega bæta mörgu við listann. Ég er allavega viss um að ég mun í framtíðinni hugsa mig um tvisvar áður en ég kaupi eitthvað sem er byggt á bólutímabilinu.

Einar Steinsson, 20.10.2010 kl. 10:05

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Er það ekki vitinn á Sjómannaskólanum sem er orðinn að hálfvita eftir að Turninn var reistur?  Þar sem Turninn ber hinn ofurliði ætti kannski að nefna hann OFVITA.

Axel Jóhann Axelsson, 20.10.2010 kl. 10:28

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tjarnargatan er fallegasta gatan í Reykjavík, enda eru þar gömul hús sem eigendurnir hafa haldið vel við, en ekki einhverjar steypu- og glerhallir í líkingu við klump þann við Aðalstræti sem kallaður er Morgunblaðshúsið, ellegar hrákasmíðina á milli Gamla Reykjavíkurapóteks og Hótels Borgar sem eru fögur hús að flestra mati, hefði ég haldið.

Ætli flestallir vilji nú ekki halda í eitthvað af bílunum, sem nú eru kallaðir fornbílar, sama hversu merkilegir eða ómerkilegir þeir þóttu í upphafi, og það kosti peninga að gera þá upp?!

Hér á Íslandi er nóg landrými, þrír íbúar á hvern ferkílómetra. Samt rembast menn eins og rjúpan við staurinn við að búa hér til meira land, bæði í Reykjavík og Kópavogi, trúlega vegna þess að þeim finnst þessi bæjarfélög vera asnaleg í laginu, sumsé aflöng í staðinn fyrir að vera kringlótt eins og öll bæjarfélög í heiminum eiga trúlega að vera.

Í gamla miðbænum í Reykjavík er hins vegar nú þegar fjöldi hótela og um eitt hundrað veitingastaðir, sem moka inn gjaldeyri frá erlendum ferðamönnum árið um kring, ítem til að mynda skartgripa-, fata- og bókabúðir.

Í 101 Reykjavík eru einnig útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækin Grandi og Fiskkaup, ítem tölvuleikjafyrirtækið CCP með sinn landburð af erlendum gjaldeyri í hverjum mánuði, jafnvirði um 600 milljóna íslenskra króna.

Ekkert póstnúmer á landinu aflar því eins mikils gjaldeyris og 101 Reykjavík, þrátt fyrir sína almennt frekar lágreistu byggð, og þar eru um 630 fyrirtæki, sem er svipaður fjöldi og í öllum Hafnarfirði og öllum Reykjanesbæ.

Vilji menn reisa hér svo stórar hallir að enginn komist yfir þær nema fuglinn fljúgandi geta þeir gert það í Laugarnesinu, þar sem nú stendur hús Hrafns Gunnlaugssonar, reist eitt háhýsi í hverju bæjarfélagi, sem rúma myndi alla íbúana, og hækkað það jafnóðum og íbúunum fjölgaði.

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 11:28

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Höll Orkuveitunnar er efni í umfjöllun út af fyrir sig. Hún er þannig hönnuð að hún hallar út á við þannig að hver hæð verður stærri en hæðin fyrir neðan.

Í þessu kann að felast sú leynda óskhyggja að ef þetta hús yrði hækkað og hækkað myndi það á lokum hallast yfir alla borgina og Reykjavíkursvæðið gæti fræðilega séð lent undir henni!

Væri það reyndar í stíl við þá græðgi, skammsýni og óskhyggju sem skín í gegnum það hvernig menn vaða hér áfram í álverum og virkjunum án þess að huga hið minnsta að endingu jarðvarmasvæðanna eða því, hvaða náttúruundir þarf að eyðileggja til að koma þessu fram. 

Ómar Ragnarsson, 20.10.2010 kl. 12:03

8 identicon

Hrunadans er betra heiti en hálfviti.

Manst þú ekki eftir viðtali Svavars Gests, þar sem að hann var að ræða við hávaxinn mann. Svavar kallaði manninn "vita" vegna stærðar hans. Þá svarðaði maðurinn því til að Svavar væri "hálfviti". Ekki manst þú eftir því hver svaraði svo vel fyrir sig?

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 12:53

9 identicon

Svo skil ég ekki að glerhýsið í Smáranum heitir Turninn...

..glerhýsið í Borgartúni heitir líka Turninn...

Er það í lögum að ef háhýsi fer yfir 19 hæðir á Íslandi að þá skulu hann heita Turninn?

Hvar er hugmyndaflugið?

Ingþór (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 16:44

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Ég sé þessa óhugnanlegu ofurbyggingu á sama hátt og þú. Hálfviti er kannski of væg nafngift á svona geðveikislegri græðgibyggingu sem kostuð hefur verið af utanaðkomandi ræningjum með lokkandi innistæðulausum mattador-peningum píramída-svindlara heimsins? Græðgin lætur alltaf glepjast af slíkum lokkandi svikum!

Vanviti eða óviti væri kannski nær sannleikanum og í samræmi við hvernig sjúkleg græðgi-fíkn sumra Íslenskra auðjöfra hefur fengið næringu og hvatningu frá utanaðkomandi auðjöfrum?

Og nú skal alþýða þessa lands skorin niður í bókstaflegri merkingu til að auðjöfrar svika-byggingar-mafíunnar geti haldið áfram að stela "græða" á kostnað heiðarlegs fólks!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.10.2010 kl. 16:44

11 identicon

Sæll Omar og takka ter fyrir godar greinar. Tu numer 8 ,tessi madur het Teodor Kristjånsson, låtinn fyrir nokkrum årum, var rafvirki og bjo i Borgarnesi . med kv. frå Noregi

einar olafsson (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 17:21

12 identicon

Æ hættið nú þessum kommúníska söng örlaga aumingjanna, það þarf að byggja og rífa. Það heyrðust ekki margir kvarta undan því að fá borguð laun við að byggja í uppsveiflunni, nei þá var gott að fá í gogginn.

Þetta er ekkert annað en öfundsýki út í þá sem þora að lifa eins og þeir vilja, þá sem hafa reist sér minnisvarða sem tekið verður eftir löngu eftir að torfkofarnir ykkar verða marðir undir hælinn.

Eina ástæðan fyrir því að fólk er eitthvað ósátt í dag er af því að það var ekki nógu duglegt að stinga undan fyrir erfiðu árin, well þar skilur á milli manna og drengja.

Verktaki með peninga. (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 17:29

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verktaki með peninga.

Svo mikill aumingi ert þú að ekki þorir þú að segja hér til nafns, enda að sjálfsögu byggt ónýt hús, sem flísarnar hrynja utan af.

Þú getur verið stoltur af þeim "kapítalisma".

Konan farin frá þér og börn þín fyrirlíta þig fyrir allar þínar hrákasmíðar í gróðærinu.

Lokaður inni á Litla-Hrauni vegna illa fengins fjár.

Vinsæll í sturtunni.

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 18:04

14 identicon

Mér finnst Höfðatorgssvæðið sjálft vera mjög fallegt. Byggingarefnin eru vel valin og byggingarnar mjög snyrtilegar ef svo má að orði komast.  Ég held að Höfðatorgið sjálft komi til með að vera tiltölulega sjarmerandi staður þegar líf hefur færst í svæðið.

 Hinsvegar er skipulagið í Borgartúninu öllu skelfilegt svo vægt sé til orða tekið. Um það bil jafnstórt svæði fer undir bílastæði og byggingar sem gerir það að verkum að það myndast engin götustemning á Borgartúninu. Það er einfaldlega ekkert gaman að labba hana. Eina leiðin til þess að bjarga svæðinu er að þétta götuna með fleiri byggingum ( og þá í vinarlegum stærðum) og minka umferð.

Daníel (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 18:36

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Glerturninn á Höfðatorgi er alltof hár, enda voru nágrannarnir ekki par hrifnir af því að fá þetta ferlíki á þessum stað.

Feyki nóg byggingarland úti um allar koppagrundir á höfuðborgarsvæðinu.

Og Reykjavík er ekki Manhattan, ef einhver skyldi halda það.

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 18:52

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flest hús í miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur eru ekki hærri en fjórar hæðir.

"Fyrsta fólkslyfta í íbúðarhúsi hér á landi var tekin í notkun 11. febrúar 1960.

Þá voru gangsettar þrjár lyftur sama daginn í Prentarablokkinni, Kleppsvegi 2-6."

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 19:21

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í engu öðru póstnúmeri á landinu eru skapaðar meiri gjaldeyristekjur en 101.

Í 101 Reykjavík eru um 630 fyrirtæki og póstnúmeri 105 (Hlíðum og Túnum) um 640. Í þessum tveimur póstnúmerum eru því um 1.300 fyrirtæki.

Í 101 Reykjavík eru um 7.400 heimili, í póstnúmeri 107 um fjögur þúsund og póstnúmeri 105 um 6.600. Samtals eru því í göngufjarlægð frá Kvosinni um átján þúsund heimili og þar búa um 40 þúsund manns, þriðjungur allra Reykvíkinga, sem eru um 118 þúsund.

Í póstnúmeri 101 búa 15 þúsund manns, í 107 um 9.300 og í 105 um 15.800. Og Seltirningar eru 4.400 en þeir vinna flestir og stunda nám í miðbæ Reykjavíkur.

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 19:26

18 identicon

Piqturesque medieval european towns and villages.

http://ellerg.blogspot.com/2010/05/picturesque-european-towns.html

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 19:35

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjalakötturinn var fyrsta kvikmyndahúsið á Íslandi og var í sama sal og Breiðfjörðsleikhúsið, Aðalstræti 8, Reykjavík.

Þar var tekið að sýna kvikmyndir 2. nóvember 1906 og tók salurinn 300 manns í sæti."

"Þrátt fyrir að þarna hafi verið rekið sögufrægt leikhús og síðar kvikmyndahús, sem sagt var elsta uppistandandi kvikmyndahús í heimi, var Fjalakötturinn rifinn árið 1985 í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar.

Nú stendur hús Tryggingamiðstöðvarinnar á sömu lóð.

Ákvörðunin um niðurrif hússins var mjög umdeild og um hana stóð töluverður styr."

Fjalakötturinn
- Wikipedia

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 20:19

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef Fjalakötturinn í Aðalstræti hefði verið gerður upp og fengi nú sömu aðsókn og Bláa lónið, um hálfa milljón gesta á ári, en aðgangseyrir að Fjalakettinum væri fjórum sinnum lægri, eitt þúsund krónur, væru tekjur þar af aðgangseyri um hálfur milljarður króna á ári.

Þorsteinn Briem, 20.10.2010 kl. 20:49

21 identicon

Sammála með Fjalaköttinn. Ég horfði á þegar hann var rifinn 1985.

Svo muna menn væntanlega eftir torfudeilunni um árið. "Bara rífa þessa helv. kofa"!

Annars.....ætli Vestmannaeyingar eigi ekki vinninginn með gjaldeyrisframleiðslu pr póstnúmer Á MANN? Myndi skjóta á það. Svo koma hlutir eins og gjaldeyrisneysla inní. Vona að mín fjölskylda komi út í +, við náum inn einhverjum miljónum af gjaldeyri, meiri en einni á starf ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 07:01

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í engu öðru póstnúmeri á landinu eru skapaðar meiri gjaldeyristekjur en 101.

Í 101 Reykjavík eru um 630 fyrirtæki og póstnúmeri 105 (Hlíðum og Túnum) um 640. Í þessum tveimur póstnúmerum eru því um 1.300 fyrirtæki.

Í 101 Reykjavík eru um 7.400 heimili, í póstnúmeri 107 um fjögur þúsund og póstnúmeri 105 um 6.600. Samtals eru því í göngufjarlægð frá Kvosinni um átján þúsund heimili og þar búa um 40 þúsund manns, þriðjungur allra Reykvíkinga, sem eru um 118 þúsund.

Í póstnúmeri 101 búa 15 þúsund manns, í 107 um 9.300 og í 105 um 15.800. Og Seltirningar eru 4.400 en þeir vinna flestir og stunda nám í miðbæ Reykjavíkur.

Á svæðinu frá Gömlu höfninni að Nauthólsvík eru nú til að mynda Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Landspítalinn, Hótel Loftleiðir, Umferðarmiðstöðin, Norræna húsið, Þjóðminjasafnið, Ráðhúsið, Alþingi, Menntaskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Stjórnarráðið, Seðlabankinn, Borgarbókasafnið, Kolaportið, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands og nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa.

Þar að auki er í Kvosinni fjöldinn allur af veitingastöðum, skemmtistöðum, krám, verslunum og bönkum.

Til landsins kemur nú árlega rúmlega hálf milljón erlendra ferðamanna, um 1.500 manns á dag að meðaltali, og þeir fara langflestir í Kvosina vegna þess að hún er miðbærinn í Reykjavík en ekki til að mynda Kringlan.

Í Kvosinni, á Laugaveginum, sem er mesta verslunargata landsins, og Skólavörðustíg dvelja erlendir ferðamenn á hótelum, fara á veitingahús, krár, skemmtistaði, í bókabúðir, plötubúðir, tískuverslanir, Rammagerðina í Hafnarstræti og fleiri slíkar verslanir til að kaupa ullarvörur og minjagripi, skartgripi og alls kyns handverk.

Margar af þessum vörum eru hannaðar og framleiddar hérlendis, til að mynda fatnaður, bækur, diskar með tónlist og listmunir. Og í veitingahúsunum er selt íslenskt sjávarfang og landbúnaðarafurðir, sem eru þá í reynd orðnar útflutningsvara.

Allar þessar vörur og þjónusta er seld fyrir marga milljarða króna á hverju ári, sem skilar bæði borgarsjóði og ríkissjóði miklum skatttekjum.

Þar að auki fara erlendir ferðamenn í hvalaskoðunarferðir frá gömlu höfninni í Reykjavík. Þar er langmestum botnfiskafla landað hérlendis og jafnvel öllum heiminum, um 87 þúsund tonnum árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í Grindavík og Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði.

Við gömlu höfnina og á Grandagarði eru til dæmis fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækin Grandi og Fiskkaup, Lýsi og CCP sem selur útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem myndi duga til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hérlendis laun og launatengd gjöld.

Hvergi í heiminum eru því að öllum líkindum skapaðar jafn miklar tekjur á hvern vinnandi mann og í 101 Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 21.10.2010 kl. 11:26

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.10.2009:

"Tölvufyrirtækið CCP hefur verið mikið í fréttum og gengur vel. Finnbogi [Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins,] tekur það sem dæmi um fyrirtæki sem þróist í að verða stórveldi í útflutningi. Leikjaiðnaðurinn í heild sinni, sem það er hluti af, skapi yfir 350 störf hér á landi.

Annað dæmi sem nefna megi sé fyrirtækið Marorka, sem þrói orkustjórnunarkerfi í skip. Það geti á næstu árum orðið að svipaðri stærð og CCP.

"Hvert starf í þessum geira, sem við fjárfestum í, kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki.

Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti einn milljarð króna.


Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar.""

Stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi

Þorsteinn Briem, 21.10.2010 kl. 11:41

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 21.10.2010 kl. 11:46

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.


Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu,
einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% flyst úr landi.
"

Þorsteinn Briem, 21.10.2010 kl. 11:50

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið 2009 var seld hér þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna en þjónusta keypt frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna.

Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna."

Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd eftir markaðssvæðum árið 2009


Á
rið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009

Þorsteinn Briem, 21.10.2010 kl. 11:51

29 identicon

Steini Briem:

Það tók á, í góðærisbólunni, að hlusta á greiningardeild eins bankans gefa það út að "vegna árangurríkrar (okur)vaxtastefnu (seðla)banka hafi tekist að draga úr þenslu með því að HEFTA eðlilega nýsköpun" Þetta er greypt í minni mitt, og mig minnir að þetta hafi verið Glitnir. Þetta var altso fréttatilkynning.

Að HEFTA NÝSKÖPUN, - með okurvöxtum??!?!?!?!!?

(svigar eru innskot mín)

En annars, -  ertu búinn að reikna höfuðstöðvar bankanna inní 101?

Og svo að 101 er illgreinanlegra frá nærbyggð sinni en t.a.m. póstnúmerið 900, eða 860, eða 640....o.s.frv.

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 13:14

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í 101 Reykjavík eru um 630 fyrirtæki og póstnúmeri 105 (Hlíðum og Túnum) um 640. Í þessum tveimur póstnúmerum eru því um 1.300 fyrirtæki.

Í 101 Reykjavík eru um 7.400 heimili, í póstnúmeri 107 um fjögur þúsund og póstnúmeri 105 um 6.600. Samtals eru því í göngufjarlægð frá Kvosinni um átján þúsund heimili og þar búa um 40 þúsund manns, þriðjungur allra Reykvíkinga, sem eru um 118 þúsund.

Í póstnúmeri 101 búa 15 þúsund manns, í 107 um 9.300 og í 105 um 15.800. Og Seltirningar eru 4.400 en þeir vinna flestir og stunda nám í miðbæ Reykjavíkur.

Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 15:42

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Höfuðstöðvar Landsbankans eru í Austurstræti 11, 101 Reykjavík, höfuðstöðvar Íslandsbanka eru á Kirkjusandi, 105 Reykjavík, og höfuðstöðvar Arion banka eru í Borgartúni 19, 105 Reykjavík.

Eigendur sparifjár
, fjármagnseigendur, eru aðallega heimilin, einstaklingar sem lána fyrirtækjum í gegnum bankana.

Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 15:59

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið 1928 var fyrsta holan boruð við Þvottalaugarnar, sem höfðu verið notaðar um áratugi til þvotta.

Við borunina jókst vatnsstreymið til yfirborðsins, 14 l/sek af 87°C heitu vatni.

Vatnið var leitt um þriggja km leið að Sundhöllinni, Austurbæjarskólanum, Landsspítala og 60 húsa í nágrenninu."


Orkuveita Reykjavíkur - Hitaveita


"
1943 Hitaveita Reykjavíkur fullgerð að mestu í árslok.

Þjónaði þá byggð innan Hringbrautar, auk Norðurmýrar og hluta Melahverfis. Íbúar í Reykjavík þá um 43 þúsund."

Saga Hitaveitu Seltjarnarness

Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 17:42

33 identicon

Assgoti margt fróðlegt þarna.

Breytir þó ekki því að þegar landsbyggðarskussi eins og ég keyri þarna um, svo og túrhestar í hundruðuþúsundatali, þá höfum við ekki nema grófa hugmynd um þetta póstnúmerasystem, þannig að Kópavogur og Hafnarfjörður, Garðabær, Seltjarnanes, og svo hin póstnúmerin sem eru undir Reykjavík er undir sama hattinum.

"Reykjavik" eða "Reykjavik area".

Og ekki eru sjáanleg landamæri hrunsins eftir póstnúmerum, - 101 eða 105. Þetta er sama klabbið undir sömu stjórnsýslu, og reynist mér oft erfitt að útskýra það fyrir erlendum ferðamönnum að Reykjavík sé ekki Hafnarfjörður. Það eru gleggri skil milli Bochum og Essen í Þýskalandi heldur en Reykjavíkur og nærbyggða, og jafnvel lengri vegalengd milli kjarna.

Annars gott að hafa þessar upplýsingar, því að það er stundum erfitt að ná upp alvöru dagsprógrammi fyrir heimsvanan ferðaling í Reykjavík

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 18:52

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég bý á mörkum þriggja kjördæma, Reykjavíkurkjördæmis suðurs, norðurs og Suðvesturkjördæmis.

Nokkrar mínútur tekur að ganga frá Seltjarnarnesi (Suðvesturkjördæmi) í gegnum Reykjavíkurkjördæmi suður og yfir í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Kjördæmi Íslands
- Wikipedia


Í mörg ár átti ég heima á Grenjaðarstað, bláu húsi á móti Björnsbakaríi við Hringbrautina í Reykjavík. Presturinn á Grenjaðarstað í Aðaldal, Suður-Þingeyjarsýslu, lét byggja fyrir sig þetta hús árið 1928 og fjós í bakgarðinum.

Árið 1930 voru 28 þúsund íbúar í Reykjavík
og sveitabæir fyrir sunnan Hringbrautina en hún lá í kringum Reykjavík og niður að sjó þar sem nú heitir Snorrabraut.

"Grenjaðarstaður í Aðaldal var eitt af bestu brauðum landsins. Var staðurinn lagður til jafns við Odda, sem þótti besta brauð í Sunnlendingafjórðungi."

"Árið 1931 var Grenjaðarstað skipt í fimm býli og prestssetrið er nú aðeins fimmtungur jarðarinnar."

Grenjaðarstaður
- Wikipedia

Þorsteinn Briem, 22.10.2010 kl. 20:56

35 identicon

Einhverja Grenaðarstaðar-klerka hef ég hitt um dagana, en ekki þann sem lét reisa í Reykjavík. Mæli eindregið með heimsókn á þennan merka stað, enda vel uppgert og afar aðlaðandi umhverfi fyrir ferðamenn. Altso, Grenjaðarstað í Aðaldal.

Vissi nú ekki að þessu hefði verið skipt í 5 býli, en veðja þá næstum á að einhver þeirra séu Múli (sem er tvíbýlt), Staðarhóll, Búvellir, Aðalból, Kraunastaðir, veit svo ekki með Grímshús og Helluland.

Þetta er skemmtileg upprifjun á minni fortíðar-tilveru þegar ég eyddi 2 dásamlegum sumrum sem fjósakall o.fl. á 2 bæjum í Grenjaðarstaðarsókn.

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband