Gott, en jafnast ekki á við raunveruleikann.

Fyrir nokkrum árum fékk ég að prófa nokkurs konar flughermi þar sem hægt var að fljúga í tölvugerðu útsýnisflugi um allt land.

Ég þurfti ekki að fljúga lengi til að sjá að það var afar mismunandi hvað maður fékk út úr þessu flugi. 

Niðurstaðan var sú að það væri helst á Vestfjörðum, Miðnorðurlandi og Austfjörðum sem þetta flug líktist raunverulegu flugi. 

Hins vegar var flug í flatara landslagi sumstaðar algerlega sviplaust og gaf litla mynd af raunverulegu útsýni, svo sem í nágrenni Reykjavíkur, á Suðurlandsundirlendinu og yfir hraunlandslagi. 

Svona tölvugert flug í hermi getur verið mjög gagnlegt og orðið góður undirbúningur fyrir raunverulega flugferð. En enn um sinn mun raunveruleikinn þó taka eftirlíkingunni langt fram. 


mbl.is Í flughermi um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ákveðin vonbrigði varðandi Aerosoft, þeir hefðu frekar átt að gera photoreal Iceland í stað þess að einblína á hæðarpunkta og lögun íslenskra fjalla. Ég nota aðallega gamla flight simulator fs9, þar hef ég photoreal Kanaríeyjar (teknar ljósmyndir af eyjunum og smellt inn í fs9) gerðar af CanarySim. Það besta var að þetta kostaði ekkert, einungis frjáls framlög. Þegar flogið er yfir eyjarnar kemur þessi ótrúlega raunveruleikatilfinning fram. Hvers vegna Aerosoft gerði þetta ekki með Ísland er mér hulin ráðgáta. Hins vegar verður fínt að fá nákvæma eftirlíkingu af helstu flugvöllum landsins.  Aerosoft eru reyndar ágætir á mörgum sviðum, hafa gert margar nákvæmar eftirlíkingar af mörgum stórum flugvöllum í Evrópu fyrir FS9 og FSX (Barcelona, Munchen, Madrid, Arlanda (Stockholm) o.fl.

Þórður Sigurjónsson (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 23:31

2 identicon

Ég hef sótt öll helstu flugfélög í heiminum í Flight Simulator X og flaug einu sinni frá New York JFK til Keflavíkur og ég þurfti sko að bíða lengi... var númer 17 í loftið og þvílíkur hávaði að hafa Lufthansa B747 fyrir framan sig, Virgin A340 fyrir aftan og frekar raunverulegt.

Síðan í take-offinu var þvílík ljósasúpa að sjá Long Island upplýsta í sólarlaginu, skollið á myrkur yfir Machachusetts og svo datt allt í dúnalogn yfir Labrador.

Svo fór að birta við hvarf á Grænlandi og lent í Keflavík kl 6:20 og þá voru 8 Icelandair-vélar og 2 IEX að undirbúa evrópuflugið

Allt eins og í raunveruleikanum :)

(notabene ég var með flesnu og hafði ekkert betra að gera)

Ingþór (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 00:54

3 identicon

Ég prófaði líka gamla flugherminn hjá Flugskólanum fyrir rétt um áratug, þá var Það blár himinn, græn jörð og grátt strik fyrir flugbraut. Held ég hafi aldrei átt flughermi sem var svo "slæmur" en þessi var nú víst aðallega notaður í blindflugið svo útlitið skipti ekki öllu.

Líttu á þetta myndband sem er tekið úr þessu umhverfi.

http://www.youtube.com/watch?v=nJWdt7zf8Qs

karl (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 01:52

4 Smámynd: Þór Sigurðsson

Það verður að segjast Ómar, að þú yrðir hissa ef þú prófaðir. Það sem Microsoft gerði fyrir SubLogic flugherminn var ap færa hann úr tölvuleikjaformi yfir í tól sem hægt er að læra af og njóta.

Sjálfur er ég ekki með flugpróf, en bróðir minn er með atvinuflugmannsréttindi, og ég hef fengið að sitja í hjá honum í flugi á smærri vélum. Microsoft flughermirinn gefur að vísu ekki "fílínginn", en það er engu að síður mjög raunverulegt að fljúga á mörgum stöðum (Ísland var að vísu mjög útundan þar).

Persónulega er ég mjög spenntur fyrir að sjá afurð þjóðverja og þykir svolítið miður að íslensk ríkisfyrirtæki skuli vera svo stíf á eignarhaldi og verðmati opinberra gagna (Landmælingar, Orkustofnun mfl) að við gátum ekki gert þetta sjálfir.

Þór Sigurðsson, 15.11.2010 kl. 03:28

5 identicon

Þetta var nú samt nokkuð flott. Vantaði uppfærslu á Eyjafjallajökul, hehe, en verður þá áfram flogið á hann í alvörunni.

Kunningi minn smíðaði sinn eigin flughermi. Hann notaði klabb úr flaki ásamt eigin smíði, þannig að hann er virkilega staddur í einskonar klefa. Stjórnunin er pinni, pedalar og inngjöf sem er mekanísk, svo tengt við lyklaborð. Hann notar skjávarpa í dimmu rými, og hefur svona sæmilegt "sánd" tengt við þetta. Sætið er úr flygildinu.

Hann flýgur eiginlega eingöngu í svona combat-sim frá Hitechcreations.com, hvar senan er seinna stríðið. Flugvélarnar eru ca 50, og maður er í "talstöðvarsambandi"

 Það er orðinn óhugnanlegur "fílingur" í "simmanum", og varla hægt að lýsa því hvað þetta getur verið mikið fjör. Við "hittumst" stundum þarna inni og höfum gaman að, og svo er samfélagið þarna fullt af skemmtilegu flugdellufólki. Meðal meðreiðarsveina í gegnum tíðina voru m.a. Orrustuflugmenn, einkaflugmenn, listflugmenn, einn gamall áhafnarmeðlimur af Lancaster meir að segja, og slatti af atvinnuflugmönnum.

Þetta þarftu að sjá Ómar, og prófa. Veðja á að það verður erfitt að ná þér úr sætinu ;)

En raunveruleikinn er það aldrei, jafnvel þótt að framsetningin á flugeiginleikum þessara gömlu fáka sé með ólíkindum góð. Það góð, að ég get alls ekki apað það eftir sem ég hef séð á flugsýningum til að mynda.....

Must see Ómar....meir að segja Frúnni minni fannst það gaman að hún fór margar bunur.

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband