Hreint með ólíkindum.

Hvað er hálka í marga daga á götum Reykjavíkur.  Á því hálfa ári sem líður frá miðjum október til miðs apríl eru þetta þegar klukkustundirnar eru taldar saman líklega um tveir dagar af 180.

Þegar naglarnir komu til sögu fyrir tæpri hálfri öld voru þeir bylting. 

Síðan hefur orðið önnur bylting í gerð dekkja með frábæru mynstri og í harðkorna- og loftbóludekkjum, sem gerir það að verkum að þeir dagar á ári, þar sem negld dekk eru betri, eru, þegar klukkustundurnar eru lagðar saman, kannski hálfur dagur. 

Hér byggi ég á mörgum tilraunum sem gerðar hafa verið erlendis við aðstæður sem fyllilega eru sambærilegar aðstæðum hér heima. 

Negldu dekkin rífa tjöruna upp úr götunum svo hún úðast yfir allt og veldur óþarfa sleipu auk þess sem þau eru aðalorsök svifryks og þess að varasöm vatnsfyllt hjólför myndast í malbikinu. 

Úðinn sest á framrúður og gerir útsýni verra. Allir jöklafarar vita, að brýn nauðsyn er að þvo þessa nagladekkjatjöru af dekkjum jöklajeppa ef þeir eiga að fá fullt grip þegar komið er út fyrir hina tjöru þöktu vegi. 

Þrátt fyrir þetta sér maður og heyrir rök fyrir nagladekkjum sem voru gild fyrir hálfri öld en eru löngu fallin úr gildi. Þetta er hreint með ólíkindum, og þó, því að hliðstæðar bábiljur, byggðar á löngu úreltum forsendum má heyra fyrir ýmsu öðru hjá sömu þjóðinni og keypti á annan tug fótanuddtækja á sinni tið til þess eins að láta þau liggja í geymslu eða fara á haugana. 


mbl.is Fleiri á nagladekkjum í ár en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er allt satt og rétt hjá þér Ómar, en hafa verður í huga að margir þurfa oft að keyra út fyrir borgina og þá getur verið betra að hafa naglana.

Ég hef reyndar aldrei keyrt á harðkornadekkjum og hef því ekki samanburðinn, en af því sem maður hefur heyrt, þá eru menn misjafnlega ánægðir með þau. Þungir bílar, að ég tali ekki um fjórhjóladrifs, þurfa sjaldnast nagla

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2010 kl. 16:49

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þegar menn nota ónýtt malbik er þægilegt að kenna nöglum um skemmdirnar. Staðreyndin er samt að of þungir bílar valda miklu meiri skemmdum en nagladekk undir miðlungsfólksbíl.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.11.2010 kl. 16:59

3 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Það treysta sér ekki allir að aka án nagla þar sem ekki er saltað í tæka tíð. Svo má ekki gleyma því að þar sem alls ekki er saltað hefur það jákvæð áhrif á færð fyrir það sem ekki aka á nöglum að sumir geri það þó.

Þótt við séum ekki alveg sammála þarna Ómar, verð ég að segja að ég sakna umferðaþáttanna þinna í sjónvarpinu.

Mér finnst að maður eins og þú ættir að leggjast á sveif með mér með að reyna að vekja áhuga stjórnvalda á því að salta í tæka tíð.

Skúli Guðbjarnarson, 19.11.2010 kl. 17:16

4 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ég get ekki skylið þá menn sem eru að falast eftir því að götur verði saltaðar, þetta er sá mesti helvítis óþverri að fá á bílana sína. Þá kýs ég frekar naglana, þó að þeir úði smá tjöru yfir bílinn. Annars eiga menn bara að haga akstri miðað við aðstæður, þá þarf hvorki salt eða nagla.

Hjörtur Herbertsson, 19.11.2010 kl. 17:36

5 identicon

ég get ekki skilið menn sem að vilja salt, þetta veldur óþarfa tæringu á bremsu og hjólabúnaði bíla og veldur margfalt meiri skaða heldur en gagn. staðreindin er sú að bílar á höfuðborgarsvæðinu er ógeðslegir þegar þarf að gera við þá því það er allt sundurryðgað á 5 ára bílum og þegar þú þarft að skipta um bremsur þarftu þá oftast að skipta um svo mikið meira útaf þessu? á hvern fellur sá kostnaður? JÚ auðvitað hinn eina sanna bíla eiganda

frekar ætti að sanda meira og hvetja fólk til að vera bara á nöglum, þá eru menn allavega öryggir því þetta harðkorna, skelja heilsársdrasl gerir ekkert nema veita falskt öryggi, ég hefði allavega viljað að stelpu kjáninn sem keirði aftan á mig fyrir 10 dögum hefði verið á nöglum....þá hefði hun aldrei lent aftaná bílnum mínum.

gunnar þórólfsson (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 17:57

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér þætti gaman að sjá götur Reykjavíkur ósaltaðar.... bara einn dag. Það verður skrautleg uppákoma

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2010 kl. 18:06

7 identicon

Sæll Ómar og takk fyrir að nefna þetta mál.

 Eins og þú manst, þá vorum við saman á fundi í Iðnó fyrir 2 árum, þar sem ég sýndi krukku með gráu dufti sem ég hafði safnað af bílskúrsgólfinu hjá mér í 1 mánuð.  Þetta var efnið sem sat eftir og ekki slapp í niðurföllin og hafði lekið úr bílnum á þessu tímabili, en það var slabb allan þennan mánuð.  Þetta var meira en 1 líter af efni, allt grátt og mjög fínt.

Það sem hér er um að ræða er íslenskt grágrýti, sem er það sem notað er í malbikið í Reykjavík.  Þegar maður síðan skoðar þetta grjót og ber það saman við kvarts, þá er það með fullt af holum og auðveldara að mylja en kvarts.  Það er efnið sem menn nota erlendis.  Það hefur verið notað í gæðamalbik, t.d. í Hvalfjarðargöngum, en þar er malbikið 13 ára gamalt og sáralítið slitið, þrátt fyrir það að menn aki á því á nagladekkjum.

Naglarnir auka sannanlega slitið á malbikinu og ekki hjálpar síðan saltpækilsblandan, en aðalmálið er að við erum að nota rangt efni í malbikið, sem er grágrýtið, enda stenst það ekki þá staðla sem aðrar þjóðir nota fyrir malbik og við ættum að gera sem aðilar að staðlaráði Evrópu. 

Rásað malbik vegna slits sést ekki í nágranalöndum okkar, en hér kemur það á innan við 2 árum í okkar götur.   Þessu til viðbótar, þá hef ég tekið eftir því, að hérlendis er malbikslagið mun þynnra en gengur og gerist erlendis.  T.d. sá ég malbikunarframkvæmdir í Prag fyrir nokkrum árum og þar voru menn að nota amk. þrisvar sinnum þykkara lag en hér er gert í borgargötum.  Sama sá þegar ég var við gæðaúttekt á vegum í Tansaníu fyrr á þessu ári, en þar notuðu menn þykkt burðarlag fyrst og þunnt slitlag ofaná.  

Aðalmálið er að við erum að nota "ÓNÝTT EFNI" í malbikið á Íslandi.

Ólafur Guðmundsson.

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 18:10

8 identicon

Sæll Omar! Alveg er eg sammåla Olafi Gudmundssyni med ad verid er ad nota "onytt efni i malbik å Islandi. Tetta er nu annar veturinn minn sem eg keyri her i Oslo og her ser madur aldrei råsir i malbiki samt er umferdin mjøg mikil. Her tarf madur ad borga fyrir ad hafa nagladekk undir bilnum, eg veit ekki hvad mikid, og tad eru innan vid 10%, mundi eg giska å, sem eru å nøglum.

En tad er annad sem madur tekur serstaklega eftir, her reykspola menn ekkert af stad i hvert skipti sem teir stoppa,her keyra menn eftir umferdamerkjum, nota stefnuljos tegar teir skipta um akreinar og eru ekkert ad svina å nåuanganum eins og menn halda ad teir turfi ad gera ef bil er ekid å Islandi. Tad er hreinn unadur ad keyra her i Oslo midad vid Reykjavik tar sem madur er fyrir ef madur er undir 100 km. nidur Årtunsbrekkuna. Svo eru menn hissa å slysum i umferdinni. Tad ætti ad senda tessa andskotans økunydinga, sem eru teknir fyrir ofhradan akstur i Reykjavik, til Oslo.

Tad væri buid ad skera af teim bensinfotinn vid øxl eftir  einn klukkutima.

Med godum kvedjum frå Norge

einar olafsson (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 19:17

9 identicon

Sælir aftur.

Eitt sem mig langar til að bæta við og aftur með reynslu frá útlöndum.  Úr því að við sitjum uppi með svifryk og drullu á götum, af ástæðum sem nefndar voru hér að framan, þá er til ráð.  ÞRÍFUM GÖTURNAR!!!

Þetta er gert erlendis og nefni ég í því sambandi Prag, París, London og fleiri borgir.  Þar aka um bílar með háþrýstibúnaði og spúla götur eftir kuldakafla þegar hlýnar.  Það gerir það að verkum, að drullan og þar með hráefni svifryksins, fer í niðurföllin og rennur til sjávar.  Það eina sem mönnum hefur dottið í hug í Reykjavík, er að binda rykið með límefnum, sem er eins og að setja plástur á lekan gaskút.   Ef göturnar væru þrifnar, myndi svifrykið hverfa, hvað svo sem ónýtu malbiki líður.

Ólafur Guðmundsson.

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 19:37

10 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Allt ber þetta að sama brunni. Ekki er gert náog hvað varðar viðhald gatna. Íblöndunarefni í salt eiga að koma í veg fyrir aukningu á ryði ef þau eru notuð. Það súna rannsóknir. Ég hef samt nokkrn skilning á því að við flytjum ekki inn hálendi Noregs í stórum stíl til ísland svo við getum ekið um Ísland. Flest malbik er blandað með norsku graníti. Ég vil trúa því að menn noti það skynsamlega. Síðan er bara að salta rétt. Það þarf ekki alltaf að vera svo mikið. Sjálfur keyri ég ekki á nöglum nema að nauðsyn sé til þess. Enda bílar fjölskyldunnar með ABS, læst drif(þegar svo ber undir) og enginn unglingur á heimilinu sem er að hefja ökuferilinn. Þegar ég þarf hins vegar að stunda fjallvegaakstur eða að vera með aftanívagn reglubundið á veturna þá er glórulaust að vera án nagla. Það hef ég reynt. Ég hef misst heilsuna einu sinni í bílslysi og reyni að forðast að gera það aftur.

Skúli Guðbjarnarson, 20.11.2010 kl. 10:25

11 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Það er eitt sem mér finnst alltaf vanta í svona nagladekkja umræðu, en það er sú staðreynd að fólk Á að miða akstur við aðstæður. Bæði naglarnir og saltið veita falska öryggiskennd og þar af leiðandi fer fólk að aka ósjálfrátt hraðar en aðstæður leyfa.

Það að sjá ökumenn sem eru djúpt inn í 30km hverfi ná ekki beygju eða draga hjól fleiri metra við að "reyna" að stöðva bíl segir mér frekar að ÞAR sé vandinn mestur þegar kemur að aksturslagi og hraða.

Ég ferðast nú svosem ekki mikið út fyrir borgina á veturna, en ég er handviss um að EF menn tjöru hreinsa dekkin vel og að þau hafi enn þó nokkuð eftir af mynstrinu þá eru nú ekki margar aðstæður sem krefjast nagladekkjanna. Síðan eru margir ef ekki allir nýlegir bílar að koma með svökölluðu "ESP" (minnir mig að það sé kallað) sem er  spól og skriðvörn tengt ABS hemlunar aðstoðinni.

Nú ef verstu skilirðin koma upp þá eru til tiltölulega ódýr hjálpartæki svo sem teygjur með einskonar tönnum (ódýra útgáfan af keðjum) sem hægt væri að smella á bílinn með lítilli fyrirhöfn.

M.B.Kv.
EJE

Eggert J. Eiríksson, 21.11.2010 kl. 04:07

12 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Ööö ég á auðvitað við að hraði og aksturslag er vandinn ekki 30km hverfið

ÉG sé núna að það gæti valdið miskilning, afsakið mig

Eggert J. Eiríksson, 21.11.2010 kl. 04:09

13 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Ég ek stundum utanbæjar og stundum með tengivagn og veit að við ákveðnar aðstæður stoppar ekkert bíl án nagla og stundum er stöðvunarvegalengd yfir 100metrar eins og ég upplifði einu sinni á Breiðholtsbrautinni. Á maður ekki að vera nokkuð öruggur þar á vetrardekkjum og 30 km. hraða, kl 4 á virkum degi?

Ég hef lítið að gera nú og get því ennþá látið mig hafa það að vera ekki á ferli í slæmu veðri.  Spurning hvort ég fæ mér nagla í vetur ef ég fer að taka að mér snjómokstur í vetur, því þá þarf ég að komast á milli með vinnuvél. Það fer eftir því hvor það verður saltað. Vonandi verður ekki dýrt að komast að því.

Í hitteðfyrra var ég í Skagafirði og það var þykkt lag af snjó á vegunum. Svo spáði 7 stiga hita um daginn. Ég hringdi í Vegagerðina og bað um að það yrði sandað á varasömun stöðum. Því var alfarið hafnað og sagt að það væri ekki þeirra hlutverk, fólk ætti sjálft að gera ráðstafanir. Ég sótti mér sand hjá Vegagerðinni til að sanda heimreiðina hjá mér, en hún var mjög brött. Ég notaði hins vegar megnið af sandinum til þess að sanda brekkur á leiðinni fyrir fólk sem komst ekki leiðarinnar. Ófært var fyrir óneglda upp úr Héraðsvötnunum. Vegagerðin sjálf var upptekin við að hjálpa fólki með bíla upp á veginn aftur, upp brekkur og stöðva fólk sem ætlaði naglalaust niður brekkur. Allt þetta umstang hefðu þeir losnað við og fólk sparað sér stórtjón, ef það hefði verið sandað. Í 7°hita og svelli dugar "ekkert" annað en naglar eða að vera heima eða eftir í vinnunni. Á meðan ekki er hægt að stóla á að það sé saltað eða sandað munu alltaf einhverjir keyra á nöglum. Ég hef aldrei skilið þessa umræðu um nagladekk á meðan að færðin er slæm kanski 10 sinnum á vetri, ekki er saltað í tæka tíð og maður hefur lítið svigrúm til að bregðast við óvæntum aðstæðum. Ég skil fólk sem er hrætt við hálku en ég skil ekki stjórnvöld sem láta þá sem sjá um vegina bíða með að salta göturnar í tæka tíð til þess að það sé hægt að útrýma nöglum. Það er miklu ódýrara að salta en að malbika. Svo væla stjórnvöld, studd af bloggarabakröddum sem skilja ekki vandann.

Vandinn er hálkan. Þar sem ekki verður mjög hált er mjög lítið um nagla.

Skúli Guðbjarnarson, 21.11.2010 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband