Stundum rykkökkur í göngunum.

Ég hef þurt að aka um Hvalfjarðargöng að staðaldri af ýmsum ástæðum og á veturna eru aðstæður oft þannig í þeim að svifryk vegna negldra hjólbarða er þar greinilega yfir heilsuverndarmörkum.

Ég hef velt fyrir mér hvort loftræsting í þeim hafi tekið mið af hinni gríðarlegu notkun negldra hjólbarða hér á landi þegar þau voru hönnuð. 

Ef göng í Noregi hafa verið höfð til hliðsjónar er þar um að ræða allt aðrar aðstæður en hér því að negld dekk eru ýmist mjög lítið notuð eða alls ekki. 


mbl.is Næturlokun í Hvalfjarðargöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Oslogöngin sem ég ek nær daglega eru full af svifryki alla daga.. sama má segja um göngin á vegi 23 sem liggur að oslofjarðargöngunum sem sjálf eru alltaf kjaftfull af svifryki alla daga ársins.. 

Óskar Þorkelsson, 22.11.2010 kl. 19:20

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef ekið um norsk göng í mörgum vegtrarferðum mínum og það er vafalaust rétt hjá þér að þar geti líka verið ryk. Hefurðu ekið um Hvalfjarðargöngin við þær aðstæður sem ég lýsi.

Mér finnst þau mun verri en norsku göngin að þessu leyti.

Mér skilst að norsk göng séu höfð til fyrirmyndar við gangagerð hér á landi en mér finnst það ekki afsaka rykmökkinn í Hvalfjarðargöngunum.  

Ómar Ragnarsson, 22.11.2010 kl. 22:52

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nýjustu göngin hér eru eitthvað skárri hvað þetta varðar, en hvalfjarðargöngin eru byggð skv amk 30 ára gamalli norskri aðferð sem ekki mundi vera leifð í dag.   

Ég hef ekið hvalfjarðargöngin og mér finnst þau ömurleg þegar kemur að mengun.  en noregur og ísland eiga það sameiginlegt að margir aka á nagladekkjum.  

Óskar Þorkelsson, 23.11.2010 kl. 04:18

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

.. ég gleymdi auðvitað að taka það með í reikningin að hér í noregi eru margfalt fleiri bílar sem aka í gegnum þessi göng daglega.. oslogöngin ein og sér taka á móti tugumþúsunda bíla daglega svo það er kannski ekki skrítið að þar sé mikil mengun.. 

Óskar Þorkelsson, 23.11.2010 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband