Ekki á móti.

Fyrirsagnir frétta eiga helst að vera réttar. Hið rétta er, ef marka má útvarpsfréttir af þessu máli, að þrír þingmenn VG styðja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar en eru heldur ekki á móti því.

Kórrétt fyrirsögn fréttar um þetta er einfaldlega: Lilja, Atli og Ásmundur styðja ekki fjárlögin, -  eða -  Lilja, Atli og Ásmundur sitja hjá. 

Það hefur hins vegar ekki áður gerst í þingsögunni að stjórnarþingmenn hafi ekki stutt fjárlagafrumvarpið og það telja þau greinilega nóg til þess að láta það koma sem skýrast fram að þau séu óánægð með það. 

Þess ber að geta að fjárlagafrumvarpið er og hefur verið sér á parti í lögum og venjum þingsins. 

Þetta er eina lagafrumvarpið sem er beinlínis skylt að leggja fram og á meðan þingið var tvær deildir nægði að samþykkja frumvarpið í sameinuðu þingi. 

Það er hefð fyrir því að stjórnarandstöðuþingmenn sitji hjá við afgreiðslu frumvarpsins og að því leyti til eru þremenningarnir í VG komin í sömu aðstöðu og stjórnarandstaðan í þessu máli. 

Fyrirsögnin hefði því getað verið þessi: Lilja, Atli og Ásmundur á bekk með stjórnarandstöðunni. 

Það breytir því hins vegar ekki að þau sátu hjá, - voru ekki á móti. 


mbl.is Lilja, Atli og Ásmundur á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband