Hið tónlistarlega gildi jólanna.

Við sitjum hérna hjónin ásamt Erni syni okkar og hlýðum í annað sinn á jólatónleika Cortes-fjölskyldunnar, sem haldnir voru í Háskólabíói 2007 og voru svo mikið "2007" - Lexus-auglýsingar myndu ekki vera aðalprýðin nú, - en um leið voru þessir tónleikar svo einstaklega hátíðlegir og jólalegir, vel heppnaðir og yndislegir. 

Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á hinu gríðarlega mikla tónlistarlega gildi, sem jólin hafa. 

Á öðrum árstímum ráða tískubylgjur ríkjum, og mörg árin myndi tónlist í stíl við jólalögin með útsetningum og blæ, sem kemur aftan úr bandarískum söngvamyndum frá því fyrir fimmtíu árum þykja alveg út í hött.. 

Útsetningarnar, hljómarnir, yfirbragðið, allt í gamla stílnum. 

En á jólunum breytist þetta, þá er allt í lagi að spila, syngja og hlusta á lög sem á öðrum árstíðum myndu þykja gamaldags og jafnvel hallærisleg. 

Þetta er mjög mikilvægt, því að um þessa tónlist gildir, að það sem einu sinni var gott, verður að klassík og ævinlega gott aftur. 

Nú er komið að því að ganga til dagskrár og tekið fyrir eina málið sem er á dagskrá, pakkastandið, sem hefur verið fastur liður hjá okkur í bráðum 50 ár.  

Og seinna í kvöld troðfyllist litla íbúðin hjá okkur á Háaleitisbrautinni af fjölskyldufólkinu og jólin ríkja í öllu sínu veldi! 

Gleðileg jól, öllsömul ! 


mbl.is Jólin eru einstök reynsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Sendi þér og þínum mínar einlægu jólakveðjur...

Kveðja.. 

Halldór Jóhannsson, 24.12.2010 kl. 20:06

2 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Gleðilegra jóla óska ég ykkur Helgu og öllum afkomendum ykkar sem væntanleg eru í kvöld á  Háaleitisbrautina. Það væri tilvalið hjá þér að telja í ,,Mér er skemmt" með látbragði. Barnabörnunum yrði áreiðanlega fekilega skemmt við þau ósköp. Hafðu það sem allra, allra best elsku karlinn.  

Óttar Felix Hauksson, 24.12.2010 kl. 22:55

3 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Gleðileg Jól , Ekki má gleymast aðá þessum degi var frelsari fæddur.Sem síðan dó fyrir syndir okkar. Ekki gleyma þessu.

Árni Björn Guðjónsson, 24.12.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband