Nauðsyn friðar og hvíldar.

Í meira en öld hafa tækniframfarir mannanna miðast að því að létt þeim lífið, minnka stritið og auka velmegun.

 En þarna er um að ræða fyrirbæri sem líkist peningi á þann hátt að á honum eru tvær hliðar.

Önnur hliðin lýtur að því að auka afköst við framleiðslu og þjónustu á alla lund. Sé eingöngu hugsað um þá hlið mála verður afleiðingin stanslaus törn sem er í raun í andstöðu við markmiðið um að létta lífið og minnka stritið. 

Sífellt kemur fram gagnrýni á svonefndan helgidagafrið undir þeim formerkjum að um sé að ræða úrelt fyrirbrigði sem þjóni öfgafullum og einstrengingslegum sjónarmiðum kirkjunnar. 

En þörf mannsins fyrir hæfilegan skammt af friði og ró er ekki trúarlegt atriði heldur heilsufræðilegt. 

Maðurinn hefur sem sé þörf fyrir að slaka á og gera það á þann hátt að utanaðkomandi áreiti sé sem minnst. Þar haldast í hönd líkamleg slökun og andleg.

Þegar litið er á hvað þessar stundir lögbundins helgidagafriðar eru hlutfallslega örfáar á hverju ári, miðað við það að dagar ársins eru 365, sést vel hve óþarft það er að hafa horn í síðu þessa friðar.

Það er alveg nóg af hraða, hávaða og streitu í nútímaþjóðfélagi. Þessi þrjú atriði eru í raun andstæða þess markmiðs tækni og framfara að auka andlega og líkamlega vyfirellíðan mannsins ef þau ná að verða svo fyrirferðarmikil að allt snúist um þau.


mbl.is Brutu lög um helgidagafrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góð hugleiðing og þörf, sjálf tel ég að maðurinn þurfi að skapa sér

þær aðstæður þar sem friður frá áreiti er hluti af sólarhringnum.

Sem dæmi kveiki ég sjálf á kertum hvert kvöld árið um kring, og vaki yfirleitt ögn inn í nóttina en þar er að finna kyrrð frá borgarsamfélaginu.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.12.2010 kl. 01:11

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góð grein.

Sumarliði Einar Daðason, 27.12.2010 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband