Eins og gerst hefði í gær.

Ég var tíu ára þegar Glitfaxi fórst og man það eins það hefði gerst í gær. Síðasta stórslys á undan þessu var þegar 25 manns fórust í flugslysi í Héðinsfirði, en þá var ég aðeins sex ára en man það þó furðu vel, eins og aðra stóratburði, snjóflóðið í Goðdal, brunann við Antmannsstíg, deiluna um bein Jónasar Hallgrímssonar, flugslysið á Hellisheiði og andlát forseta Íslands.

Á þessum tímum urðu oft mannskæð slys og hið stærsta á sjötta áratugnum var þegar togarinn Júlí fórst með 30 manns. Leikin voru sorgarlög í útvarpi og fyrst eftir að flugvélar eða skip hurfu, beið þjóðin milli vonar og ótta. Þjóðin var helmingi fámennari en nú og þetta snart hana djúpt.

Fólk var gríðarlega viðkvæmt og ég man hve miklu titringi það olli, þegar fyrir misgáning var fluttur þáttur í útvarpinu kvöldið sem Giltfaxi fórst þar sem húsnæðraskólastúlkur sungu lagið "Vertu sæll, ég kveð þig kæri vinur..."   ".... vertu sæll, við hittumst aldrei framar, aldrei aftur, /  og ást mín er horfin með þér. 

Ég man að foreldrar mínir táruðust þegar þetta var sungið og frétti af því að margir hefðu orðið sárir.

Slysið hafi óbeinar afleiðingar í innanlandsfluginu því að í ljósi hinna mörgu og mannskæðu flugslysa sem orðið höfðu á árunum 1947-51 var ákveðið að skipta upp flugleiðum innanlands á milli flugfélaganna tveggja þannig að hvort um sig hefði einokun á sinni flugleið. 

Þetta held ég að hafi verið rangt og myndi ekki vera gert í dag, enda er miklu auðveldara að fylgjast með áætlunarflugi og hafa eftirlit með því með nútíma tækni en var árið 1951. 

Flugfélag íslands fékk bestu flugleiðina, Reykjavík-Akureyri, í sinn hlut og Lotleiðamönnum fannst að þeir hefðu borið svo skarðan hlut frá borði, að þeir hættu innanlandsflugi í kjölfarið en einbeittu sér hins vegar að millilandafluginu með glæsilegum árangri. 

Sjálfur finn ég sterka tilfinningu fara um mig enn í dag þegar ég minnist þessa dags hins mikla slyss þennan dag fyrir 60 árum.

Einhvers staðar vestan við Álftanes er flakið af Glitfaxa og er það skilgreint sem vot gröf.

Það þýðir að samkvæmt íslenskum lögum ríkir á því svonefnd grafarhelgi allt til ársins 2126. 

Vonandi verður hún virt til þess tíma og helst eitthvað lengur en það. 

Ef það finnst einhvern tíma í framtíðinni verður hugsanlega hægt að finna út hvað olli því að flugvélin lenti í sjónum. 

Löngu eftir slysið varð sonur aðstoðarflugstjórans samstarfsmaður minn uppi á Sjónvarpi og ég sendi honum og öðrum núlifandi aðstandendum mínar dýpstu kveðjur.

Það er eins og þetta hafi gerst í gær. 


mbl.is Glitfaxi hefur aldrei fundist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grafhelgi eða ekki. Það er ótrúlegt að ekki skuli gerð gangskör að því að finna flakið, ekki síst svo ástvinir viti hvar slysið varð. Fórst vélin í aðflugi, vestur af Álftanesi? Þá hljóta menn að vita nokkurn veginn hvar á að leita. Svo fannst líka brak á sínum tíma. Með nútíma fullkomnum tæknibúnaði ætti að vera hægt að finna þessa vél eða hvað?

Viðar (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 16:56

2 identicon

Ekki finnst Goðafoss, og er þó óendanlega stærra stykki og fljótari að sökkva heldur en ein DC-3. Hann var ekki heldur svo langt undan landi, og ekki á djúpsvæði.

Reyndar er hafsbotninn "land", með tilheyrandi landslagi, veðri (straumum), myrkri sem inniheldur skyggnisleysi sem minnir á byl, kulda,tæringu og set (sem minnir á mjög væga úrkomu eða öskufall), og þá er sjávarlífríkið eftir.

Það er ekkert létt að finna flök, og gerist oftar en ekki fyrir algera tilviljun.

Jón Logi (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 17:14

3 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta er góð og fróðleg samantekt hjá þér Ómar.  Eins og þér eru mér þessi slys mjög sterk í minni.

 Ekki er ólíklegt að Glitfaxi hafi lent í sjónum vestan við Valhúsagrunnið sem hefur sjávardýptina allt að 14 m. og grynnkar ört að Álftanesi. En strax utan við Valhúsagrunnið tekur við 30-38 m dýpi. Þar er mjúkur leirbotn og þykkur sem nær allt að Vatnsleysuströndinni.

Það er því næsta víst að flakið af Glitfaxa hafi mjög fljótt grafist í leirinn á botninum og horfið. Lausamunum sem höfðu eitthvert flot skolaði á land eða fundust í sjónum. Botninn á þessu svæði þekki ég vel vegna veiða á þessu svæði um árabil. Lítið akkeri sem lagst er við um stund sekkur fljótt í botnleðjuna og oft þungt að losa það.

Þetta eru svona hugleiðingar mínar varðandi flakið og mér til efs að  það finnist nokkurn tímann. Sjávarrót og straumar er mikið þarna í vestanátt og áhrif þess á leirbotninn eru mikil.

En togarinn sem fórst á Nýfundnalandsmiðum í upphafi árs 1959-hét Júlí  og var frá Hafnarfiirði

Sævar Helgason, 31.1.2011 kl. 17:39

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér skildist að þegar flakið fannst ekki í upphafi hafi það verið ósk aðstandenda þeirra, sem fórust að ekki yrði hróflað við því, heldur skyldi það skoðast sem vot gröf.

Ómar Ragnarsson, 31.1.2011 kl. 20:21

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir ábendinguna um Júní og Júlí. Skakkaði einum staf og einum mánuði en heilu skipi. Set þetta inn.

Ómar Ragnarsson, 31.1.2011 kl. 20:22

6 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæli, þið hér á síðu menn hafa deilt um staðsetningu og í sumum tilfellum færst fjær uppalegri stað setningu eftir því sem tíminn líður saman ber grei nú í MBL.


Ómar skreifa hér og eflaust nokkuð rétt staðsetning.
,,Í Faxaflóa liggja tvö flök sem njóta verndar laga um grafarhelgi. Það eru flökin af Goðafossi undan Garðskaga og flakið af DC-3 vélinni Glitfaxa, sem liggur út af Flekkuvík.
1.8.2010 | 16:35   http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1081696/"

Sem má telja nokkuð rétta.


Síðan eu þessi heimild.
1951 - Flugvélin Glitfaxi fórst með 20 manns innanborðs út af Vatnsleysuströnd í aðflugi til Reykjavíkur. Hún var að koma frá Vestmannaeyjum.

Og þessi.
Reykjavík, föstudag-nn 2. febrúar 1951.
27. blað,
Glitfaxi hefir farizt milli Álftaness og Keilisness
Olíubrák á sjónum út af HraunsnesS, bförgunar-
belti á floti nokkru utar, tveir flekar úr g
flugvélarinnar út af Keilesnesi
Það má nú telja víst, að flugvélin Glitfaxi hafi farið í s,jó-
inn einhvers staðar á svæðinu milli Álftaness og Keilisness,
og allir, sem í henni voru farizt þar. Fannst á bessum slóð-
um brak úr gólfi flugvélar og eítt björgunarbelti, og brák á
sjónum út af Hraunsnesi. Virðist allt benda til þess, að slys-
ið hafi borið mjög skjótt að.

Psbbi tók þátt í leitini og minntist á þegar gólf flugvélarinnar fannst.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 31.1.2011 kl. 20:46

7 identicon

Reyndur kafari sagði mér að staðsetningin væri vel þekkt og kafað hefði verið að því fyrir löngu, til staðfestingar.

Snorri (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 22:02

8 Smámynd: Sævar Helgason

Já. Ómar.

 Virða ber hina votu gröf þeirra sem fórust með Glitfaxa.  Eftir viðburði dagsins fer ég nærri um hvar hin vota gröf er og það dýpi sem hún er á. Hvíli þau í friði.

Sævar Helgason, 31.1.2011 kl. 23:05

9 identicon

Hef ég heyrt þessar sögur um að flakið hafi fundist og kafað verið í það. Engu að síður hef ég ekki séð neinar sönnur fyrir því, heldur orðróm á milli kafara.

Að finna flak af flugvél sem brotlent hefur í sjónum er ekki auðvelt verk að finna, þrátt fyrir þá tækni sem við búum yfir í dag. Allar líkur eru á því að flugvélin hafi brotnað upp við brotlendinguna og er í pörtum dreift yfir stórt svæði. Að sjálfsögðu fer þetta eftir hraða flugvélarinnar við brotlendinguna. Einnig eyðist álið, eða brotnar upp í sjónum á nokkrum áratugum. Því er ekki um stóran hlut að finna.

Mér finnst ekki óeðlilegt að reynt sé að finna flakið og skrásetja það, sé það rétt gert og af virðingu.   

Arnar (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 01:25

10 identicon

Norski Northropinn sem fórst í Skerjafirði virðist enn furðu heill af sónarmyndum að dæma. Hún liggur á hvolfi í sjónum. Þeirri vél ætti að reyna að bjarga. Bara eitt eintak til í heiminum. Svo fauk Grumman orrustuvél af flugmóðurskipi fyrir borð og sökk með flugmanninum í Hvalfirði. Hún ætti að vera heilleg svona eins og hægt er að tala um heillegar vélar í sjó eftir 70 ár og menn ættu að reyna að finna hana. Sjálfsagt að staðsetja svona flök. Við vitum þá allavega hvar við eigum að forðast rask ef svo ber undir.

Baddi (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 20:35

11 identicon

Flak Glitfaxa liggur rétt rúmlega 800 metra frá landi í stefnu NA frá stað mitt milli Stekkjarvíkur og Keilisnes

Þarna hafa komið upp munir og álbútar í veiðarfæri netabáta og eru menn steinhættir að leggja þarna á blettin en minnist ég sjálfur leikfangaflugvélar og bronsmerki en etta fór aftur út fyrir borðstokkin en þarna liggur vélin og má sjá harðna á henni á leirbotni

En menn virða blettin í dag eftir að þeir fóru að vera staðfastir um að þetta væri vot gröf

Guðmundur (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband