Óróatímabilið nálgast. Hve hratt?

Nú eru um sjö hundruð ár síðan síðasta óóatímabili á Reykjanesskaga lauk. Þrjú hundruð árum fyrr höfðu verið eldgos á Hellisheiði. Hið tiltölulega kyrra tímabil, sem síðan hefur verið, hlýtur að taka enda.

Að vísu varð eldgos út af Reykjanesi 1783 en þá gekk raunar óvenjulega víðfeðmur órói yfir landið og gaus ekki aðeins út af Reykjanesi og í Lakagígum, heldur einnig í Grímsvötnum. 

Að öðru leyti hefur verið kyrrt. Á virkum dögum hljómar vekjaraklukka hjá okkur en í morgun var það jarðskjálfti. Sjá má á korti á vedur.is að einn skjálftinn varð við Sundahöfn, þótt vægur væri. 

Þegar óróatímabil byrjar á Reykjanesskaga gæti það staðið í nokkur misseri með afleiðingum, sem gætu orði mun víðtækari og alvarlegri en áður fyrr, af því að á þessu svæði búa meira en 200 þúsund manns, en áður fyrr aðeins 1-2000 í dreifbýli. 

Ef óróinn yrði á norðursvæðinu gæti það þýtt að raflínur, hitavatns- og kaldavatnslagnir og vegir myndu rofna og hraunstraumur gæti runnið yfir Elliðavatn, niður Elliðaárdal og út í Elliðavog. 

Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slíkt gerist. Kannski eftir nokkur ár. Kannski eftir 5000 ár. 


mbl.is Jarðskjálfti í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki fyrsta setningin í flestum bókum um íslenska jarðfræði eitthvað á þessa leið:

"Ísland er eldfjallaeyja"

Það er ekki langt síðan að haft var eftir sérfræðingi á vegum opinberrar stofnunnar varðandi Eyfellinga eitthvað svona:

"Hvað er fólk annars að standa í því að búa hérna"

(Þetta var við Svaðbælisá)

En...það er jafnvel styttra í eldstöð frá Reykjavík! Færi nú að færast líf í svæðið má vissulega tala um hamfaragos þó það væri ekki stórt, einmitt út af fólksfjöldanum sem þarna er sam-hnappaður. Var ekki annars saga um þetta í Vikunni ca 1968 eða svo, það er eins og mig minni það. Þar rann hraun eftir Elliðaár-farvegi og blaðamaður nokkur, Styrmir að nafni, steyptist á kaf í hraunið þar sem hann fór of nærri.

En annars ku þetta vera spennuskjálfti.

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 15:44

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hamfarirnar nálgast mun hraðar en fólk gerir sér grein fyrir.

Sigurður Haraldsson, 27.2.2011 kl. 16:07

3 identicon

Þegar rætt er um eldgos á Reykjanesi, þá hugsa ég stundum til fólksins sem berst fyrir lokun Reykjavíkurflugvallar af öllu afli.

Ástandið sem kæmi upp í samgöngumálum, öryggismálum ofl. ofl., mundi sýna fljótlega nauðsyn tveggja flugvalla. Þetta þarf að vega og meta vandlega í umræðu um að loka Reykjavíkurflugvelli.

Við lærðum vonandi lexíu af gosinu í Eyjafjallajökli.

Salix (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 16:20

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Láttu þig dreyma Salix.

Sigurður Haraldsson, 27.2.2011 kl. 20:35

5 identicon

Sigurður,

Þetta snýst ekkert um mína drauma. !

Hvernig sérð þú fyrir þér veruleikann þegar Reykjavíkursvæðið er meira og minna án flugvallar vegna goss á Reykjanesskaganum?

Þetta er veruleiki sem gæti verið handan við hornið, ef Reykjavíkurflugvöllur er lagður af.

Vinsamlega leggðu á þetta kalt mat.

Salix (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 21:45

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ekki misskilja mig Salix ég átti við að við höfum ekki lært af Eyjafjallagosinu.

Sigurður Haraldsson, 27.2.2011 kl. 23:17

7 identicon

Hvað ætli búi margir vestan við Elliðaárnar?

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband