Líka einstaklingar og fjölskyldur.

Kúgun glæpamanna og ýmis afbrigði af henni sem þekkt er erlendis eru búin að festa rætur hér á landi í ríkari mæli en margur gerir sér grein fyrir.

Í  nKastljósinu í kvöld minntist Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á nokkurs konar "Sikileyjarvörn" fyrirtækja, þ. e. í stíl Mafíunnar á Sikiley að fyrirtæki kaupi sér frið fyrir glæpamönnunum.

En þetta hefur líka þekkst hér á landi varðandi einstaklinga og fyrirtæki og einn vinur minn, sem var fyrrum í neyslunni og komst þannig í kynni við innviði undirheimanna hér hefur sagt mér merkilega sögu af því að til hans leitaði maður, sem var að reyna að komast út úr sínum ógöngum en var ekki látinn í friði af handbendum undirheimanna, heldur varð hann að búa við stöðugar ógnir og hótanir, sem með reglulegu millibili var fylgt eftir. 

Vinur minn þekkti foringjann í þessu neti og kvaðst myndu sjá hvort hann gæti veitt liðsinni. 

Skömmu seinna gat hann sagt þeim, sem til hans leitaði, að hann hefði komist í samband við "foringjann" sem hefði lofað því að láta taka fyrir ofsóknirnar. 

Þetta er hinn kaldi veruleiki hér á klakanum. Við erum ekki lengur eyland, heldur hluti af hinum harða heimi fíkniefnasölu, mansals og öllu því sem því fylgir, því miður. 


mbl.is Fyrirtæki krafin um verndargreiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rétt hjá þér , en eins og venjulega fattar einangraði mörlandinn ekki neitt og tjatar um aðra fjárglæframenn í tíma og ótíma. Það er eins og fólk átti sig ekki á því , að þetta eru skipulagðir morðingjar sem ekki hika við að kála fólki ef það er fyrir framkvæmdum og þeir eru komnir til að vera. Þett má þakka ráðamönnum þjóðarinnar, sem eru fullir af forráðshyggju, þegar skattleggja á almenning, en eru út í mýri og algjörlega ómeðvitaðir um hættuna þegar pestin  flæðir inn.

v.jóhannsson (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 10:00

2 Smámynd: GunniS

á meðan það eru ekki nefnd fyrirtæki eða einstaklingar sem er verið að kúga, þá tek ég þessari frétt sem slúðri.

GunniS, 8.3.2011 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband