Afsönnun náttúrulögmála ?

Það hefur verið viðurkennt sem staðreynd að suðurströnd Íslands hafi færst langa leið út síðan ísöld lauk fyrir ellefu þúsund árum og sjórinn lék uppi við rætur Eyjafjalla, Síðunnar og Öræfajökuls.

Framburður jökulfljótanna og hamfarahlaup vegna eldgosa hafa verið ótrúlega afkastamikil eins og sést best á því að svo seint sem 1660 lék sjórinn við Skiphelli fyrir austan Vík og í gosinu 1918 færðist ströndin svo langt út að þar myndaðist nýr syðsti oddi landsins, Kötlutangi. 

Það þarf því svolítið mikið til að breyta þessari mynd á þann hátt að flak víkingaskips sé í Landeyjahöfn, hvað þá að þar séu munir úr Het Vapen Amsterdam, en þegar leitað var að því á Skeiðarársandi fyrir aldarfjórðungi var komið niður á flak togara, sem strandað hafði fyrir öld og var nú komið ótrúlega langt inn í land. 

Nema að staðreyndin sé sú að í dag sé 31. mars en ekki næsti dagur þar á eftir eins og allir hafa haldið. 


mbl.is Fornleifar í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband