Gaman að bjallan fór svo langt norður.

Endir Útsvars gat ekki verið meira spennandi og aðeins tvö stig skildu í lokin. Einhverjir hafa verið að tala um það að erfitt sé að keppa við mannval frá tveimur stærstu borgar/þéttbýlis-samfélögum landsins, Reykjavík og Akureyri.

Því að Akureyri fellur nú orðið undir alþjóðlega skilgreiningu borgar- eða þéttbýlis (urban) sem ber skammstöfunina FUA, Functhional Urban Area, en á slíku svæði þurfa að búa minnst 15 þúsund manns og ferðatími inn að miðju svæðisins sé innan við 45 mínútur. 

Mér þykir vænt um sigur Norðurþings, þótt hið stórgóða Akureyrarlið hefði líka átt skilið að sigra. 

Þegar ég fór af stað með spurningaþættina "Hvað heldurðu?" 1986 var markmiðið að laða fram skemmtilegt og klárt fólk frá hinum ýmsu byggðum landsins og nota svona keppni til þess að uppfylla þá mótsögn að keppni á milli byggða yki samheldni og kynni þeirra á milli.

Hvað eftir annað hafa keppendur frá tiltölulega fámennum byggðarlögum sýnt glæsilega frammstöðu í svona þáttum og í þetta skipti var gaman að bjallan fór svona langt í burtu frá þéttbýlissvæðinu við sunnanverðan Faxaflóa.

Ef ég man rétt þá réði misheppnuð spurning um Hamlet og hauskúpu úrsltum um það 1987 að Þingeyingar féllu úr keppni svo að nú var svo sannarlega kominn tími á það að þeir hefðu betur á tvísýnum endaspretti.

Til hamingju, Þingeyingar! 


mbl.is Norðurþing sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Sæll Ómar

 Verð víst að leiðrétta þig, þar sem ég var í liði Eyfirðinga í þeim fræga þætti sem Hamlet og hauskúpan kom við sögu.  Við Eyfirðingar sem sagt féllum þar naumlega fyrir Þingeyingum , með minnir mig hálfs stigs mun, þar sem umrædd vafaspurning réð úrslitum þeim í hag. 

Annars var eiginlega sárara að við töpuðum ekki síður á að þekkja ekki eigin þingmann, Stefán Valgeirsson sem eiganda hálfs andlits á móti Guðmundi Bjarnasyni, ef ég man rétt!

Kristján H Theódórsson, 1.4.2011 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband