Í tveimur flugslysum á sama degi.

Kannski er það heimsmet að lenda í sex náttúruhamförum í einu og sama ferðalaginu eins og Svanstrom hjónin gerðu fyrstu mánuðina eftir að þau giftu sig.

En hér á Íslandi var líklega sett heimsmet fyrir um 35 árum, þegar fólk, sem var á flugi yfir Mosfellsheiði að vetrarlagi í lítilli fjögurra manna flugvél lenti í tveimur flugslysum sama daginn. 

Flugvél þeirra brotlenti síðla dags nokkra kílómetra fyrir sunnan veginn yfir Mosfellsheiði og kom þyrla varnarliðsins til að sækja þau og flytja slösuð til Reykjavíkur. 

Í flugtakinu með slasaða fólkið missti þyrlan flugið, skall til jarðar og stórskemmdist og þurfti að gera út leiðangur til að sækja alla sem lentu í því slysi. 

Ég man vel eftir þessu því að ég fór sem fréttamaður á staðinn til þess að fjalla um þetta. 

 


mbl.is Lentu í sex náttúruhamförum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum þá ekki gleyma Tsutomu Yamaguchi sem fór í viðskiptaferðalag til Hiroshima rétt áður en kjarnorkusprengjunni var varpað á það.

Karl greyið lifði það af og var sendur heim til sín til að hvíla á spítala í nokkra daga en snéri svo aftur til vinnu 3 dögum seinna.

...Ah já. Gleymdi ég að segja að hann bjó í Nagasaki?

Einar (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband