Misrétti.

Stór hópur fatlaðra býr við þau kjör að það er ekki hægt að segja við þetta fólk: Ef eldsneytið er of dýrt, labbið þið bara, hjólið eða takið strætó!

Framundan eru ár og áratugir þar sem þarf að huga sérstaklega að högum þessa fólks til að koma í veg fyrir að það lendi í ástandi sem er ekki hægt að líkja við neitt nema stofufangelsi. 

 


mbl.is Hvorki efni á mat né bensíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

já, þessi heimur snýr líka að atvinnulausum, af einhverjum ástæðum hef ég verið án vinnu síðan nóv 2008 og það er ekki svo að ég sé ekki að sækja um störf.  ég hef komið upp undirskrirftasöfnun sem heitir til stuðnings atvinnulausum, en mætti auðvitað heita til stuðnings lágtekjuhópum eða e-h í þá átt. en slóðin er  http://www.petitions24.com/til_studnings_atvinnulausum

GunniS, 26.4.2011 kl. 16:40

2 Smámynd: GunniS

ég peistaði þessari slóð hjá 5 persónum sem blogga um þessa frétt, þetta petition system var notað til að safna undirskriftum til handa indversku konunni sem átti að vísa úr landi, það þarf gilda email addressu til að skrifa undir, þú færð sent url í mail sem þú smellir á til að virkja þína undirskrift. 

svo er líka linkur á síðunni yfir á facebook síðu sem er undir sama málefni og er þar nóg að smella á like takkann, og auðvitað vera skráður inn á facebook. ég skora á fólk að sýna núna stuðning í verki.  

GunniS, 26.4.2011 kl. 17:27

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll, tala blogga og blaðra er ekki lengur það sem við getum sætt okkur við!

ÞAÐVERÐUR AÐ FRAMKVÆMA OG ÞAÐ GETA FJÓRFLOKKARNIR EKKI ÞVÍ AÐ ÞEIR ERU EINKAVINAVÆDDIR OG GER SPILLTIR!

Sigurður Haraldsson, 26.4.2011 kl. 18:26

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Almenningssamgöngur hérlendis eru því miður svo slakar að ekki er nema litlum hópi fólks það mögulegt að taka strætó til og frá vinnu þar sem að dagvistun er lítið eða ekki trygg, strætókerfið gengur ALDREI rétt...ekki einu sinni á sumrin, það er þess fyrir utan ekkert gefins að fara í strætó.

Það þarf að huga að barnafólkinu og fjölskyldunum STRAX, ellegar upplifum við það sama og Færeyjar þar sem 30% kjarnafjölskyldnanna flutti í burt og kom ekki aftur.

Óskar Guðmundsson, 26.4.2011 kl. 18:36

5 identicon

Almenningssamgöngur eru ömurlegar hér á landi, t.d. Gekk enginn strætó á Föstudaginn langa eða á páskadag. Þeir sem ekki eiga eða hafa efni á að reka bíl eða geta ekki komið sér á milli staða á annan máta urðu bara að gera sér að góðu að vera heima umrædda daga.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 19:35

6 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- veit ekki betur en að við höfum samþykkt að vera aðilar að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna þó hann sé þverbrotinn hér sem annarsstaðar.

25. grein

1. Allir eiga rétt á lífskjörum sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan þeirra sjálfra og fjölskyldu þeirra. Telst þar til fæði, klæði, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagsleg þjónusta, svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar, fyrirvinnumissis, elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert. 2. Mæðrum og börnum ber sérstök vernd og aðstoð. Öll börn, hvort sem þau eru fædd innan eða utan hjónabands, skulu njóta sömu félagslegu verndar.

Vilborg Eggertsdóttir, 26.4.2011 kl. 20:24

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þetta er nýja jafnaðarstefnan, með skjáldborginni.

Sigurður Þorsteinsson, 27.4.2011 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband