KJALVEGUR - GREIN Á LEIÐINNI

Í leiðara Morgunblaðsins í dag er lýst eftir afstöðu minni gagnvart hraðbraut um Kjöl. Ég vil helst fá að svara þessu í Morgunblaðinu en bendi þó á að Kjalvegur styttir norðurleiðina um 47 kílómetra. Hægt er að stytta hringvegarleiðina um 25 kílómetra þannig að í raun er um 22ja kílómetra styttingu að ræða. Samsvarar korters akstri.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já það er skrýtið að vegleggja og malbika 200 kilómetra (eða hvað þetta er) sumarveg til að stytta leið um tæpa 50. Kannski er skynsamlegra að nota vegagerðarpeninginn í .... eh ... betri veg að Dettifossi ofl ofl, og leyfa fjallahéruðunum að halda sér ómalbikuðum og einmitt án sjoppa og bensínstöðva... ágæt pæling hjá þér.

Svo má spyrja hvað verður um þessi stopp á núv. leið, Blönduós, Borgarnes, Skagafjörð... Leggst sú þjónusta af eða minnkar?

Ólafur Þórðarson, 6.2.2007 kl. 04:17

2 identicon

Það má ekki miða allt við Reykjavík, jú þetta styttir norðurleiðina fyrir Reykvíkinga um tæpa 50 km en hvað um fólk t.d á Selfossi, Hveragerði, Hellu, Hvolsvelli, Þorlákshöfn og svo mætti lengi telja.  Þetta myndi stytta norðurleiðina umtalsvert fyrir þessa staði.

Heimir Rafn Bjarkason (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 07:49

3 identicon

Án þess að ég taki afstöðu til þessa nýja vegar þá fórstu illa með þig að miða eingöngu við Reykjavík og nágrannabyggðir elsku karlinn.  Það er nefninlega þannig að á öllum hlutum landsins býr fólk með væntingar, vonir og þrár.  Hugum að þeim.

Kveðja úr Borgarfirði, Sveinbjörn

Sveinbjörn Eyjólfsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 09:45

4 identicon

Sæll Ómar og þið öll.

Mér líst vel á að þú bregðst við áskorun Morgunblaðsins um viðbrögð vegna fréttar um stofnun félags til byggja upp heilsársveg um Kjöl.  Í forysugrein Mbl. 5. febrúar s.l. er tekin afdráttarlaus afstaða gegn þessum áformum.  Hér er um þvílíkt stórmál að ræða að það er ekki hægt að sitja þegjandi undir þessum yfirgangi.  Mér sýnist líka hér á síðunni að ótrúlega mörgum virðist sama hvernig farið er með landið okkar, ef það þjónar “mér og mínum”, sama hvað það kostar.

 

Verst þykir mér að í fréttinni kemur fram að samgönguráðherra hefur þegar falið Vegagerðinni að vinna með hinu nýstofnaða félagi að undirbúningsaðgerðum fyrir þetta verkefni.  Það lítur svo út að vilji þjóðarinnar verði virtur að vettugi og ekkert mark verði tekið á niðurstöðum vísinda- og áhugamanna um hvað komi hálendinu best með tilliti til landverndar, ferðamennsku og umferðaröryggis.

 

Lagning uppbyggðra vega þvers og kruss um hálendi Íslands er dauðadómur uyfir töfrum þess.  Gleymum því ekki að einn vegur kallar á annan og að í mörgum tilvikum fellst virkasta nátttúruverndin fyrir viðkvæm svæði í “ófullkomnum” vegum.

 

Fram kemur í fréttinni að Jóhannes Jónsson, stjórnarmaður í Norðurvegi ehf, bendir á þann gríðarlega sparnað sem yrði í kjölfar lagningu Kjalvegar, s.s. vegna vöruflutninga.   Verum þess minnug að sjóflutningar lögðust af vegna þess að það var hagkvæmara fyrir flutningafyrirtækin að flytja vörur landleiðina, sama hvort um var að ræða svokallaða dagvöru, eða þungavöru sem á ekkert erindi á vegakerfi landsins.  Þeim hjá flutningafyrirtækjunum var sama því þjóðin borgar brúsann.  Einhversstaðar las ég að fullhlöðnum flutningabíl mætti líkja við 60.000 fólksbíla með tilliti til slits á vegum og víst er að flestir vegir okkar þola einfaldlega ekki þennan þunga.

 

Á sama tíma og þetta gerist berjast íbúar einstakra landshluta og byggðarlaga við það að komast í samand við þjóðvegakerfi landsins en tala fyrir daufum eyrum.  Nær væri að einhenda sér framkvæmdir þar sem þörfin er og fækka hættulegum vegaköflum og um heiðar, t.d. með jarðgöngum.  Þannig getum við auðveldað fólki að sækja þjónustu til annarra byggðarlaga og flest viljum við komast á milli landslaga á auðveldan hátt.  Slíkt fyrirkomulag kemur til með að styrkja alla byggð.  Það gerum við ekki með “heilsársvegum” um hálendið.

 

Leyfi mér hér að benda skýrslu vinnuhóps um hálendisvegi á vegum Landverndar, www.landvernd.is   Megin niðurstöður eru á bl.s. 19-21.  Bendi einnig á skýrslu ráðgjafanendar um Vatnajökulsþjóðgarð á vef Umhverfisráðuneytisins.  Þar er fjallað um samgöngur innan þjóðgarðsins á bls. 24 og 25.   

Snorri Sigurjónsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 11:30

5 identicon

Mjög þarf  og gott framtak að byggja veg yfir Kjöl. Ef ég man rétt þá var Ómar Ragnarsson hvatamaður að þessum framkvæmdum fyrir nokkrum árum. Er allt í lagi að hafa rykmengandi vegaslóða sem sker sig miklu meira úr umhverfinu en malbikaða? Auk þess minnkar við þetta álagið á hinni hefðbundnu leið norður. Einnig greiðari leið fyrir björgunar og sjúkrabíla til að bjarga utanvegaakstursfólki. En þetta þarf auðvitað að fara í lögformlegt umhverfismat og ekki sama hvernig að þessu er staðið. En mér finnst fráleitt að þetta einkaframtak Bónusmanna gefi þeim eignarrétt á veginum um aldur og ævi. Að sjálfsögðu eiga þeir að skila veginum til þjóðarinnar þegar þeir hafa fengið sitt með gjaldtökunni. Þarf ekki bara að setja lög um Þetta?

Gunnar Th. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 14:26

6 identicon

Sæll Gunnar

Í mínum huga er málið ekki svona einfalt og ég sé ekki hvernig hægt er að taka einarða afstöðu nema kynna sér málið frá öllum hliðum.  Malbik eða ekki malbik getur verið álitamál, allt eftir aðstæðum á hverjum stað, en öðru máli gegnir um nauðsynlegar umferðaæðar þar sem helst er ekki ekið undir 90 km/klst nema önnur umferð leyfi minni hraða.

 

Ég sé t.d. ekkert sniðugt við það að færa þungaumferð af “hringveginum” yfir á vegi í uppsveitum Árnessýslu og áfram um mjög langan fjallveg.  (Ég hef það fyrir satt að flutningabílstjórum lítist ekki á blikuna).  Öðru máli gegnir um lagfæringar á vegum og slóðum um hálendið til auðvelda aðgengi á sumrin en við megum þó ekki gleyma því að sumir staðir eru svo viðkæmir að þeir þola ekki mikla umferð.

 

Þeim sem ekki hafa tæki eða aðstæður til ferðast um hálendið ætti að standa slík ferðalög til boða með menntuðum leiðsögumönnum.  Aðstaða þarf að vera fyrir ferðamenn í jaðri óbygggða og skipuleggja ferðir þaðan en alls ekki að byggja upp vegi eða mannvirki á hálendinu nema nauðsyn beri til.  Vert er þá að hafa í huga að margt er hægt að gera í sátt við náttúruna til að bæta aðstöðu á ferðamannastöðum og víða þarf að lagfæra vegslóða, t.d. þar sem úrrensli er vandamál,  m.a. til að koma í veg fyrir utanvegaakstur.

 

Þá tel ég vert að hafa í huga að með hraðakstri eftir “heilsársvegum” um hálendið munum við kalla fram aukna slysatíðni fjarri byggð.    

Snorri Sigurjónsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 15:22

7 identicon

"Landsvirkjun var búin að fullganga frá mannvirkjum sínum við Blöndu. Eitt af því var að byggja upp veg meðfram stíflulóninu og þar er nú svo sem nútímalegur uppbyggður og upphækkaður vegur. Smám saman, án þess að virðist nokkurrar umræðu, hefur þessi uppbyggði vegur teygt sig lengra suður í átt að Hveravöllum, og nýir vegir hafa verið lagðir þvers og kruss í kringum lónið sem síðan hefur stækkað talsvert frá því stíflan í Blöndu var byggð. Galtará þar sem Jónas greiddi lokka elskunnar sinnar og balarnir sem lágu að henni eru til að mynda að mestu horfnir, enda étur lónið alltaf úr bökkunum vegna misgengis á hæð yfirborðsins, eins og þekkt er með uppistöðulón.

Hnignunin er því fyrir löngu hafin. Í fyrsta lagi er búið að breyta gríðarlega landslagi við Kjalveg norðanverðan. Í öðru lagi er langt síðan hugarfarsleg hnignun okkar hófst, mjög margir, alltof margir, skynja ekki hálendið annað en sem vettvang nýrra "tækifæra" og eru pirraðir yfir því að þar vantar sjoppur og bensínsölur, dekkjaverkstæði og grill. Hraðbraut yfir Kjöl væri einfaldlega harmleikur," segir Kristján B. Jónasson.

Eiríkur Kjögx, ríkasti fátæklingurinn (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 15:35

8 identicon

Sæll og blessaður!

Veit það tengist ekki þessari umræðu um Kjalveg en ef Framtíðarlandið er að íhuga framboð þá langar mig að benda þér á umræðu um málið á Málefnunum. Smelltu hér til að skoða og svo smellirðu á píluna neðst til vinstri til að skoða næstu síðu. Kveðja, Lára

Lára Ómarsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband