Reiknum þau rétt út og leitum leiða.

Íslendingar hafa lært það af meira en 1100 ára reynslu að ekki sé hægt að semja við náttúruöflin.

Hins vegar er sumt af því sem þau gera fyrirsjáanlegt ef nógu vel er vandað til upplýsingaöflunar og undirbúnings. 

Miðað við reynsluna af sandburði í hlaupinu á Skeiðarársandi 1996 fjara áhrif af honum út bæði á landi og í sjó á um það bil tveimur árum og það er væntanlega að gerast við Landeyjahöfn. 

Mig grunar hins vegar að menn hafi samt ekki reiknað dæmið rétt í upphafi og þurfi því að bregðast við með því að leiðrétta skakkar áætlanir og taka til aðgerða í samræmi við það. 

Við reiknum náttúruöflin betur út og leitum leiða. 


mbl.is „Semjum ekki við náttúruöflin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Svo er alltaf spurning að hlusta aðeins á heimamenn, eitthvað sem að Vegagerðin hefur passað sig vandlega á að gera alls ekki. Kannski ekki við hæfi í þessu einangraða tilviki, en nokkuð heilt yfir.

Heimir Tómasson, 5.5.2011 kl. 12:21

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ómar við viljum komast sem stiðstu leið upp á fastaland, við erum ekki altaf á leið til Reykjavíkur.  

Vilhjálmur Stefánsson, 5.5.2011 kl. 13:34

3 identicon

 Fróðlegt í þessu sambandi. Ekkert með Vegagerðina að gera.

http://www.sigling.is/?PageID=1144&NewsID=1524

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 14:25

4 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Viljálmur - það eru allir sammála um að vilja fara stystu leið milli lands og eyja, það þarf þó ekki að þýða að stysta leiðin í kílómetrum talið sé alltaf fær og eins og aðstæður við suðurströndina sýna og komið hefur því miður í ljós, er Landeyjahöfn að því er virðist klúður frá upphafi............ 

Eyþór Örn Óskarsson, 5.5.2011 kl. 15:16

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Landeyjahöfn er meira klúður en Helferðarstjórnin.... og þá er mikið sagt!

Óskar Guðmundsson, 5.5.2011 kl. 15:52

6 identicon

Þú endurtekur það kannski ef það slefar í 100.000 farþega í sumar. Þvílíkt flopp.

Þar sem ég er í ferðaþjónustu (gisting) og nálægt Bakka til þess að gera, þá verð ég að játa það að frá mér fóru gestir í morgun, beint til Vestmannaeyja frá Bakka, á meðan fyrir viku voru gestir sem hættu við að fara af því að bara var farið frá Þorlákshöfn. Þeir gestir hefðu flogið, hefði það verið í boði.

En, ég endurtek samt, að mér finnst að það þyrfti að vera aðlega fyrir minni skip, svo hægt sé að opna á fleiri aðila sem "charter" eða "taxi", og svo sjóstöng o.þ.h. Það myndi líka styrkja ferðaplön ferðaskrifstofa sem eru nú sumar eitthvað brenndar eftir Herjólfs-leysið.

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 17:31

7 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Verðmætai sjávarafurða er meir hér í Eyjum en víða annarstaðar og þann Fisk sem næst ekki að vinna hér þarf að komast sem fyrst á markað og markaðurinn er ekki endilega í Reykjavík.Við borgum fult verð fyrir bensín eins aðrir og og eigum kröfu eins aðrir Landsmenn að þeir skattar sem eiga ganga í vegagerð af bensíni renni líka til þjónustu við okkur.

Vilhjálmur Stefánsson, 5.5.2011 kl. 17:35

8 identicon

Mér finnst aðalatriðið í þessu máli, til lengri tíma litið, að þeir sem hönnuðu fyrirbærið og fullyrtu að allt yrði í lagi, valdi þjóðfélaginu ekki frekara tjóni.

Sama má reyndar segja um þá sem gerðu kostnaðaráætlanir fyrir Hörpu, ráðhús, Perlu og og og og...

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 10:44

9 Smámynd: Sævar Helgason

Er Landeyjarhöfn ekki dæmi um pólitíkst klúður. Er það ekki rétt að danska ráðgjafarfyrirtækið við hönnunia vildi gera meiri rannsóknir og hönnunarstúdíur ? Hinir pólitísku stýrihópsmenn tóku af skarið og sögðu nóg komið af vangaveltum. Bara bretta upp ermar og framkvæma. Svona eins og í aðdraganda hrunsins. Og nú sjá allir að mjög mikið vantar uppá fullnægjandi hönnun þessarar hafnar....

Sævar Helgason, 6.5.2011 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband