Komið í áfangaskjal Stjórnlagaráðs.

Það er ekki sjálfgefið að kynhneigð verði tiltekin í upptalningu í mannréttindaákvæði nýrrar stjórnarskrár um helstu hópa fólks, sem tryggt verði að njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna.

Til eru þeir sem vilja helst enga svona upptalningu og telja, að orðin "allir njóti jafnréttis fyrir lögum..." sé nóg. 

En í mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland hefur gerst aðili að, er kynhneigð tilgreind í þessari upptalingu, og upptalningin sjálf er ekki sett fram til að segja, að aðeins í tilgreindum tilvikum skuli jafnrétti ríkja, heldur eru orðin "...svo sem..."beint á undan upptalningunni og atriðin í  rununni er þangað komin vegna þess að orðin um að allir skuli njóta jafnréttis hafa einfaldlega ekki dugað í þessum tilfellum. 

Geta má þess að í stjórnarskrá Bandaríkjanna voru þegar í upphafi almenn ákvæði um mannréttindi, en þó voru þau fótum troðin í átta áratugi hvað þrælahald snerti og misréttið ekki upprætt að fullu fyrr en 200 árum síðar. Þess vegna eru orðin "litarháttur" og "uppruni" tilgreind í upptalningunni, sem nú liggur fyrir í þeim texta sem er í mannréttindaákvæðum nýrrar stjórnarskrár í áfangaskjali Stjórnlagaráðs. 

Þetta er nefnt áfangaskjal til að árétta, að endanlegur og geirnegldur texti mun ekki liggja fyrir fyrr en á allra síðustu dögum í vinnu Stjórnlagaráðsins. 


mbl.is Hinsegin dagar fengu mannréttindaverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband