Tunglfarar, já - marsfarar, nei ?

dsc00203_1085422.jpg

p1010063_1085423.jpg

dsc00205_908008_1085424.jpgFagna ber sýningu á borð við þá sem ber heitið Geimfarar á Húsavík þar sem sjá má myndir af ferðalögum tunglfaranna á sinni tíð í Þingeyjarsýslu.

15 árum áður en þeir lentu á tunglinu var fluttur útvarpsþáttur þar sem spáð var um hugsanlegar geimferðir í framtíðinni. 

Þóttu mönnum, sem á hlustuðu, það draumórar einir. 

Setjum sem svo að 1954 hefði verið á döfinni að setja upp stóra virkjun í Öskju fyrir risaverksmiðju á Húsavík. Það hefði vafalaust þótt hið besta mál og engum hefði dottið í hug að rúmum áratug síðar myndi ferð tunglfara í Öskju verða hápunktur á ferð þeirra, þar sem þeir upplifðu það helst sem í vændum var á tunglinu. 

Fyrir tíu árum var stór grein í tímaritinu Time um ferðir til mars sem yrðu fyrstu ferðir manna til annarrar reikstjörnu. Rætt var við Bob Zubrin forysturmann alþjóðlegra samtaka um ferðir til mars og fleiri vísindamenn, sem staðfestu þá möguleika, sem væru á því að fara þangað.

 Zubrin kom hingað til lands til að leita að æfingasvæði fyrir marsfara og ári síðar kom heil sendinefnd vísindamanna og valdi sér svæði í Gjástykki.

En á hinn bóginn hefur nefnd um skipulag miðhálendisins einróma valið þetta svæði sem iðnaðar- og virkjanasvæði. 

Eru marsferðir þó tæknilega nærtækari nú en tunglferðir voru 1954.

Búist er við því að virkjun í Gjástykki geti skapað 20-30 störf í álveri en virðisauki af þessum störfum er álíka og af 10 störfum í sjávarútvegi eða ferðaþjónustu.

Ég tel að not þessa svæðis ósnortins bjóði upp á miklu fleiri störf en orkuvinnsla þess myndi gera. 

Nú kunna menn að segja að marsferðir séu bara draumórar. En tunglferðir voru enn fjarlægari í hugum manna 15 árum áður en þær urðu að veruleika. 

Einhverjum kanna að þykja það ósanngjarnt af mér að  alhæfa um það að allir Húsvíkingar vilji að svæði Kröflueldanna, Leirhnjúkur-Gjástykki, verði að iðnaðarsvæði.

En annað liggur ekki fyrir en að einróma krafa sé um þessar framkvæmdir. Þegar fréttamaður Sjónvarpsins hóf myndavél og hljóðnema á loft á fundi á Húsavík, þar sem áformin um þær voru viðraðar og spurði: "Hvað segja Húsvíkingar um það?" kvað við einróma fagnaðaróp. 

Þar með var búið að slá því föstu fyrir framan alla þjóðina.

Síðan þá virðist ástandið svipað og var fyrir austan í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar. Þeir sem dirfðust að andmæla voru fyrirlitnir sem "óvinir Austurlands og þögnuðu. 


mbl.is Geimfarar í Þingeyjarsýslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband