Orsökin verður að finnast.

Eitthvað hlýtur að valda viðkomubresti sandsíla. En hvað er það?

Í Kastljósi um daginn var athyglisverður pistill um súrnun sjávar af mannavöldum. Varla er það hún sem veldur þessum breytingum?  Eða hvað? 

Í nokkur ár ríkti tregða gegn því að draga stórlega úr veiðum á sjófugli, hvað þá að minnast mætti á það að hætta þeim alveg. 

Varla hafa áframhaldandi veiðar styrkt stofninn? 

Á Vestfjörðum eru þrjú stærstu fuglabjörg Evrópu. 

Írar lokka til sín tugþúsundur ferðamanna með því að ljúga því til að á vesturströndinni þar sé stærsta fuglabjarg Evrópu. 

En með sama áframhaldi verður þessi fullyrðing þeirra kannski að sannleika. 

Hvernig væri að athuga um afkomu fugla í Færeyjum og á vesturströnd Írlands. 

Er eitthvað svipað að gerast þar?  Eða er þetta einsdæmi, sem er að gerast hér á landi? 

Það er ógleymanleg upplifun og nautn að komast í tæri við fuglabjörgin stóru eða lundabyggðirnar í Vestmannaeyjum. 

Ef menn endilerga vilja meta allt til peninga er slík upplifun peninga virði. Þess vegna er það mikilvægt að fara í harða rannsókn á því hvað er að gerast í lífríkinu við Íslandsstrendur. 


mbl.is Kreppa í Krýsuvíkurbjargi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Erum við ekki líka að ljúga því að Vatnajökull sé stærsti jökull Evrópu?

Mér skilst að íshellan á Svalbarða sé ívið stærri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.6.2011 kl. 09:29

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hérna er þetta:

  1. Austfonna  (stærsti jökull Svalbarða) 8,412 km2
  2. Vatnajökull, 8.100 ferkm.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.6.2011 kl. 09:44

3 identicon

Svo við höldum okkur við efnið, þá er þessi niðursveifla eða öllu heldur hrun sandsílisstofnsins mikið áhyggjuefni. Því miður er ekki að sjá að viðkomandi ríkisstofnanir hafi nægan áhuga, fé né mannafla til að rannsaka málið svo sem þarft væri. Hvarf sílisins hefur meðal annars haft þau áhrif, að kríubyggðir eru að hverfa nánast. Eins og þú þekkir, Ómar, var hér mikið kríuvarp vestan við Alexandersflugvöll við Sauðárkrók. Nú er það því sem næst horfið. Þar leikur ætisskortur áreiðanlega stórt hlutverk, en reyndar hafa umsvif okkar mannanna haft þarna áhrif líka, því talsvert af móunum, sem varpið hefur verið í, hefur nú verið brotið til ræktunar til að nýta sem beitiland fyrir hross. En ég held hinsvegar að hitt vegi þyngra. En hvað svartfuglinn varðar, þá er fjöldi fugla vart svipur hjá sjón miðað við það sem var hér fyrir ekki svo mörgum árum. Á hverjum vetri hefur maður orðið var við að á fjörurnar reka hræ af stuttnefju og langvíu, sem allt bendir til að hafi drepist úr hungri. Varpið í Drangey hefur mikið látið á sjá að mér er sagt.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 13:30

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í Wikipedia er Austfonna 8105 km2 en ef Vegafonna sé bætt við sé flatarmálið 8492.

Í Minnisbók Fjölvíss er Vatnajökull sagður 8300 en í Wikipedia 8100. 

Þessar tölur fara eftir því hvenær jöklarnir eru mældir, því jöklar minnka alls staðar en þó mismikið. 

Ljóst að er vart má á milli sjá hvor jökullinn er stærri en varðandi "stærsta fuglabjarg Evrópu" á vesturströnd Írlands er það ekki nema einn fjórði hluti Hornbjargs. 

Írarnir sögðu, þegar ég kvartaði yfir auglýsingum þeirra, að björgin á Íslandi væri varla hægt að telja til Evrópu af því að Island væri eyja. 

Ég spurði þá á móti hvenær Írland hefði hætt að vera nefnd "Græna eyjan" og varð þá fátt um svör. 

Ómar Ragnarsson, 9.6.2011 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband