Annað hæsta eldfjall landsins, Bárðarbunga.

Bárðarbunga er ekki annað hæsta fjall landsins fyrir tilviljun. Bárðarbunga er annar endinn á öxlinum Bárðarbunga-Grímsvötn, en þessi öxull er miðja uppkomu annars stærsta möttulstróks heims.

Hinn möttulstrókurinn er undir Hawai.

Það kann að virðast að hlaup undan Köldukvíslarjökli sem liggur til vesturs frá suðurenda Bárðarbungu sé ekki merkilegt mál.

Á hinn bóginn er vitað, að hamfaraflóð, sem hafa farið til norðurs frá Bárðarbungu eru einhver hin mestu sem vitað er um, jafnvel stærri en Kötluhlaup eða Grímsvatnahlaup.

Þegar Hágöngulón var gert var alveg horft framhjá því, að hamfarahlaup úr Köldukvíslarjökli í framhaldi af eldsumbrotum í Bárðarbungu myndi geta rutt burtu Hágöngustíflu og vatnið í lóninu því ruðst fram í viðbót við hlaupvatnið í Köldukvísl og Sveðju.

Þegar Hágöngulón var myndað var einstöku hverasvæði með tilheyrandi gróðri sökkt og valtað yfir öll sjónarmið náttúruverndarfólks sem taldi gildi svæðisins meira sem ósnortið svæði heldur en sem virkjanasvæði.

Ef / þegar flóð mun rjúfa fyrirstöðuna og valda enn meiri usla neðan stíflu en verið hefði að óbreyttu verður fróðlegt að reikna út hvernig reikningar þessarar virkjunar muni standa þegar upp verður staðið.


mbl.is Hlaup undan Köldukvíslarjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll já þetta er einmitt staðurinn sem ég sé að eldsumbrotin muni byrja og enda í gjá sem mun ná til suð-vesturs, þessum hamförum munu fylgja gríðarleg hlaup í norður.

Sigurður Haraldsson, 13.7.2011 kl. 12:08

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

I ahaettumatinu eru skodadar likur a ad thetta gerist a liftima virkjunarinnar. Likurnar eru taldar thad litlar ad thad thykir ahaettunnar virdi.

Svo einfalt er thad.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.7.2011 kl. 12:22

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Veit ég vel. Hygg þó að þetta áhættumat hafi ekki verið rétt.  

Allt sem gert var í aðdragandi Hrunsins var talið áhættunnar virði.

Og nú hlusta menn andagtugir á erlendan fræðimann, sem prédikar aukna áhættusækni og dirfsku í hvívetna í endurreisninni eftir Hrunið.

Það hefur ekkert breyst í raun, aðeins það hvað menn vilja spila með í áhættuleiknum.

Ómar Ragnarsson, 13.7.2011 kl. 12:28

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef ahaettan er su, segjum t.d. ad tharna verdi hamfaraflod a 5000 ara fresti en liftimi virkjunarinnar er 100 ar.... er tha haegt ad kvarta yfir ahaettusaelni?

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.7.2011 kl. 12:38

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hamarinn er sjálfstæð eldstöð innan í sprungukerfi Bárðarbungu. Þetta er ekki eldstöð sem telst vera hluti af Bárðarbungu að öðru leiti en þessu.

Jón Frímann Jónsson, 13.7.2011 kl. 13:12

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eru ekki flestar stærri virkjanir landsins í skotlínunni fyrir flóð á þessu svæði?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2011 kl. 13:16

7 identicon

Er það ekki hlaup þaðan sem skapaði Ásbyrgi á sínum tíma?

Það varð a.m.k. til í tröllahlaupi til norðurs. Og þarna er verið að tala um hlaup til norðurs ekki rétt?

Jon Logi (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 18:12

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er rétt Jón Logi.

Sigurður Haraldsson, 13.7.2011 kl. 19:51

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í áhættumatinu var ekki tekið með í reikninginn spádómur jarðfræðinga, sem þegar er farinn að rætast, að nú stefndum við inn í tímabil aukinnar eldvirkni undir Vatnajökli, bæði vegna þess að sagan sýnir að þar skiptast á róleg tímabil og fjörugri tímabil og að vegna þess að jökullinn er að þynnast og léttast muni umbrot aukast þar enn frekar.

Ómar Ragnarsson, 13.7.2011 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband