Í ökkla eða eyra.

Fyrir Hrun voru lítil takmörk fyrir því hverjum bankarnir lánuðu fé. Eini aldurshópurinn sem þeir virtust tregir til að lána var elsta fólkið.

Lánastefnan hér á landi var gerólík því sem til dæmis hefur tíðkast víða erlendis, til dæmis í Þýskalandi.

Þegar eignalaust fólk vildi fá lán var það mikilvægt að það gæti sýnt fram á að það ætti sparifé.

Ef það átti sparifé var það talið merki um að það hefði bolmagn til að borga af lánum.

Nú er svo að sjá af dæmi viðmælanda Morgunblaðsins að ekki dugi fyrir fólk að geta sýnt fram á með óyggjuandi gögnum að það ráði við afborganir af lánum.

Ef þetta er rétt erum við komin aftur fyrir það sem tíðkaðist erlendi, því að það dugir ekki fólki að sýna fram á greiðslugetu sína.

Já, þetta er annað hvort í ökkla eða eyra hjá okkur.


mbl.is Geta hvorki keypt né leigt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband