Hefðu betur haldið dampinum 1990.

Í kjölfar olíukreppunnar, sem dundi á í tveimur þrepum, 1973 og 1979, gripu Bandaríkjamenn til aðgerða til að minnka orkunotkun landsmanna með því að EPA (Environmental Protection Agency) setti fram strangar kröfur um eyðslu bifreiða.

Því miður náðu reglurnar ekki til þess tákn Ameríku sem ameríski pallbíllinn er.

Bílaframleiðendur sáu strax hvaða möguleika þeir hefðu til að fara fram hjá þessum ákvæðum með því standast kröfurnar varðandi venjulega fólksbíla en fóru síðan á fullu í því að framleiða sem fjölbreyttast úrval jeppa og pallbíla sem urðu fljótlega með svipaða eiginleika og þægindi eins og venjulegir fólksbílar.

Því miður urðu afleiðingarnar að búin var til tískubylgju sem olli því, þegar upp var staðið, að bílaflotinn varð samansettur af stærri bílum og eyðslufrekari en áður.

Það er ekki seinna vænna en að taka nú rækilega til hendi á ný og þótt fyrr hefði verið.

 


mbl.is Bílar verði sparneytnari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband