Endurfjármögunun = að lengja í hengingarólinni.

Það er fínt orð, "endurfjármögnun", sem nú er notað yfir það þegar lánastofnanir draga lappirnar við að framlengja skuldir og veita ný lán til að borga hin eldri.

Gaman væri ef einhver hefði tíma til að orðtaka íslenska fjölmiðla á árunum 2007 og sjá, hvernig þetta orð "endurfjármögnun" var í vaxandi mæli nefnt þegar lýst var stöðu og störfum fyrirtækja á Íslandi.

Í raun var ástandið þannig, að hrun var óhjákvæmilegt bæði þessi ár og "endurfjármögnun" var aðeins fínt orði yfir það að lengja í hengingarólinni og fresta hruninu, en jafnframt að gera það stærra og verra en ella.

"Eigi hirði ég um hvort þú verð þig lengur eða skemur" sagði Hallgerður langbrók við Gunnar á Hlíðarenda þegar hann bað hana um að ljá sér hárlokk til að gera við slitinn bogastreng.

Hugsanlega voru þessi orð Hallgerðar ein þau viturlegustu sem sögð voru í Njáls sögu, og var þó af nógu að taka. Hallgerður vissi að óhjákvæmilega stefndi í það að maður hennar yrði drepinn og að það var illskárra að það yrði sem fyrst í stað þess að það drægist á langinn og kostaði mörg mannslíf að óþörfu.

Nú virðist vera svipað uppi hjá almenningi á Spáni og víðar og var hjá okkur veturinn 2008-2009.

Fróðlegt verður að sjá hver framvindan verður.


mbl.is Þúsundir mótmæla í Madríd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll það er borðliggjandi allsherjar hrun í öllum heiminum því miður! Svo fyrirsjáanlegt að tárum tekur misskiptingin og græðgin verður okkur að falli ásmat hernaðarbrölti um allan heim sem skilar ekki nokkrum sköðuðum hlut því miður.

Sigurður Haraldsson, 7.8.2011 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband