Hverjir komu af stað tveimur heimsstyrjöldum?

Ein staðreynd verður ekki umflúin, hvað sem mönnum sýnist um ummæli Páls Óskars Hjálmtýssonar.

Hverjir komu af stað tveimur heimsstyrjöldum?  Svar: "Streight hvítir karlmenn með Biblíuna í annari hendi og byssu í hinni."


mbl.is Mikil umræða um orð Páls Óskars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar,

Ertu að leita þér að athygli. Ég hef áhyggjur af þér. Þú ert ágætur, en þið skemmtikraftar, þekkið stundum ekki ykkar mörk.

Virkilega sorglegt. Já, alveg einstaklega!

Ekki veit ég líka betur en að margir skemmtikraftar sleiki upp alls kyns "fyrirmenni", og valdafólk í samfélaginu, einungis til að hafa eitthvað uppúr því. Það gerðist t.d. á tímum Nasismans í Þýskalandi.

Að reyna koma Biblíunni inn í þetta. Þjóðverjar voru kannski kristnir, en Biblían kom ekkert þar við, þvert á móti, voru flestu ef ekki allar hel-stefnur 20.aldar stefnur trúleysis.

Gamla Testamentið(Biblían), bók gyðinga(5,5 milljónir drepnar). kristnir, bara í Póllandi, 2,5 milljónir drepnir, svona er hægt að halda áfram. Prestar drepnar í hundraða vís fyrir að vera ekki nógu hallir undir nasismann.

Kommúnisminn, trúfólk ofsótt. Spánn trúfólk ofsótt. Hægt að halda áfram endalaust.

Tölum ekki um allt hitt.

Þetta er bara svo grátlega heimskulegt, og verð ég að segja að allt álit mitt á þér er farið. Þakka þér fyrir.

Tryggvi Helgason (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 00:48

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég veit ekki betur en að allir leiðtogar stórveldanna sem hófu fyrri heimsstyrjöldina hafi verið kristnir.

Seinni heimsstyrjöldkin var aðeins framhald þeirrar fyrri. Mussolini gerði samkomulag við páfann og hann fékk að vera í friði en lyfti ekki litla fingri til varnar Gyðingum.

Margir höfðu horn í síðu Gyðinga vegna þess að Gyðingar drápu Krist.

Adolf Hitler talaði lengst af um guðlega forsjón, sem væri sér og hinni útvöldu þýsku þjóð hliðholl. Nasistar létu þá presta í friði sem settu kíkinn fyrir blinda augað en refsuðu þeim, sem harðlega sem dirfðust að gagnrýna Foringjann. Þeim var refsað fyrir gagnrýnina, ekki fyrir að vera kristnir.

Ekki þarf að orðlengja um Fransisco Franco einvald Spánar sem lét kirkjuna í friði, svo framarlega sem hún héldi sig á mottunni.

Mér varð starsýnt á styttuna stóru og frægu, sem er af Ólafi konungi Tryggvasyni á Stiklastöðum.  Hann heldur á Biblíunni í annarri hendinni en sverði í hinni.

Prestar voru látnir fara með fyrirbænir fyrir hermönnum, sem voru að fara af stað í Evrópustríðunum og sunginn var söngurinn "Áfram Kristmenn! Krossmenn!"

"Hvítir "streight" menn með Biblíuna í annarri hendinni og byssuna í hinni" rændu landinu af indíánunum, sem bjuggu í "Guðs eigin landi" í Norður-Ameríku.

Þeir fóru um heimsálfurnar og lögðu þær undir sig og komu sér upp nýlendum með vopnavaldi.

Ekki má þó alhæfa í þessum efnum. Japanir öfunduðu nýlenduveldin og réðust á Kínverja og aðrar þjóðir í Asíu til að skapa heimsveldi fyrir sig.

Maó olli dauða tuga milljóna landa sinna með grimmu valdboði í "stökkinu stóra fram á við."

En fáránleiki Vietnamstríðsins var afhjúpaður með orðum Muhammads Ali þegar hann neitaði að gegna herþjónustu og útskýrði það meðal annars svona: "Hvers vegna skyldi ég, svartur maður, drepa gulan mann fyrir hvítan mann sem rændi landi af rauðum manni?"

Ómar Ragnarsson, 8.8.2011 kl. 01:46

3 identicon

Ómar,

Er ekki soldið hættulegt að horfa á heimsmyndina eins og barn??

Ó skrifar,

"Ég veit ekki betur en að allir leiðtogar stórveldanna sem hófu fyrri heimsstyrjöldina hafi verið kristnir."

Þú hlýtur að gera greinarmun á áróðri og síðan að hann hafi fengið einhvern innblástur frá æðri máttarvöldum. Síðan er spurning hver þessi æðri máttarvöld eru. Sjálfur leit Hitler niður á trúnna, eða trúarbrögð, það segir sig þó eiginlega sjálft.

Það er eiginlega hálf vandræðalegt að vera tala um þetta. OJbjakk.

Við getum allavega sagt að þó að þeir hafi komið frá löndum sem höfðu kristna arfleið, þá höfðu trúmál nákvæmlega ekkert að gera með þetta, jafnvel örgustu trúleysingjar(svona næstum því), þyrftu að láta tileiðast með það.

Ó skrifar,

"Seinni heimsstyrjöldkin var aðeins framhald þeirrar fyrri. Mussolini gerði samkomulag við páfann og hann fékk að vera í friði en lyfti ekki litla fingri til varnar Gyðingum."

--Hann talaði akkúrat gegn "anti semítisma". Þetta er svo magnað hjá þér, en þú ert þó ekki sá eini. Einnig voru þetta 2 blokkir og voru kirkjunnar menn ofsóttir sér í lagi af kommúnistum.

---Prestunum var refsað fyrir að vera kristnir, þeim var refsað fyrir að standa á sannfæringunni sinni, sem þeir vissu að þýddi dauða. Hvað er að þér?? Pólskir og rúsneskir prestar voru drepnir í þúsunda vís, þeim var ekki hlíft af þessum "kristnu" mönnum. Þetta er svo langsótt hjá þér, Ómar, að það er hreinlega pínlegt.

Ó skrifar,

"Ekki þarf að orðlengja um Fransisco Franco einvald Spánar sem lét kirkjuna í friði, svo framarlega sem hún héldi sig á mottunni"

----Hvað þýða þessi orð, þú ert að reyna gefa eitthvað í skyn. Á árunum 1934-5 var tugþúsundir almennra borgara myrtir á Spáni. Fólk með ákv. stjórnmálaskoðanir fór einfaldlega um og myrti fólk. Sérstaklega var fólk tengt við kirkjuna myrt, þeirra á meðal nunnur og munnkar. Kirkjur voru brenndar í hundraða vís, m.a. allar kirkjur í Barcelona, fyrir utan eina. Þarna voru morðingjarnir almennir borgarar. Þetta var 3 áratugum áður en Íslendingar fóru að baða sig þarna í sólinni.

Ó skrifar,

""Hvítir "streight" menn með Biblíuna í annarri hendinni og byssuna í hinni" rændu landinu af indíánunum, sem bjuggu í "Guðs eigin landi" í Norður-Ameríku."

------Hvað er að Ómar?? Á þessum árum fóru menn jú til annarra landa, og leituðu fanga. Indíánar voru innbyrðis ekki neinir sérstakir vinir, og "rændu" jafnmikið landinu af hvor öðrum, eins og "hvíti maðurinn". Síðan gerðu "hvítir karla" samninga við Indíánana, sem báðir aðilar brutu,og síðan var það fátækt og hungursneyð, sem hrakkti fólk þangað í stórum stíl. Ég er ekki að réttlæta neitt, menn verða bara stundum að setja hlutina í samhengi.

Hvernig þú snýrð sögunni á hvolf allt til að réttlæta þessi orð Páls Óskars er ekkert minna en grátlegt og barnalegt.

Kannski þú sérð þig til knúinn að taka hanskann upp fyrir hann, ég veit það ekki.

Tryggvi Helgason (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 02:22

4 identicon

Ómar,

Það er spurning hvað ég geri við Gáttaþefs plötuna(það sem eftir er af henni) mína núna, nei segi svona ;-)

Eina sem ég vil segja er að fólk þarf stundum að kynna sér staðreyndir, og gaumgæfa hlutina, áður en það kemur með stórar yfirlýsingar. Mínar línur eru frekar almenns eðlis, en ekki beint að Ómari persónulega.

Tryggvi Helgason (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 02:38

5 identicon

http://www.associatedcontent.com/article/674311/the_new_discrimination_reverse_racism_pg3.html?cat=4

White straight man (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 02:55

6 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Það er alveg eins hægt að kenna ókvæntum mönnum um þessar styrjaldir Ómar, mönnum sem vöknuðu snemma á mornanna, hundavinum, Evrópumönnum, mönnum sem boruðu í nefið í æsku, mönnum sem keyrðu svarta bíla & svo framv.

Hlynur Jón Michelsen, 8.8.2011 kl. 05:13

7 identicon

Ein staðreynd verður ekki umflúin, hvað sem mönnum sýnist um ummæli Ómars Ragnarssonar. Ómar er og verður skemmtikraftur, eins og nafni hans Páll Óskar. Yfirlýsingar hans verður að skoða í því ljósi

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 09:47

8 identicon

Sæll elsku Ómar minn.

Þú gleymir svo mörgum öðrum.

Hvað með Stalín, sem myrti talsvert fleiri en Hitler nokkurn tíman.

Hvað með Japani, og þeirra grimmdarverk

Hvað með Kínverja og þeirra grimmdarverk

Hvað með Pol Pot

Osfrv.

Ég átti ekki von á því að þú væri formdómafullur og syntir með bylgju skammtíma vinsælda.

... en þú ert orðinn pólitíkus!

Þorlákur Björnsson (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 09:53

9 identicon

Ahhh....

Held að Hitler kallinn hafi lítið verið fyrir biblíuboðskapinn, enda fljótur að fyrirskipa öll brot á boðorðum hennar.

Þetta var valdatafl og græðgi í auðlindir í seinna stríði, pólítiskt flækjuverk og afleiðing hernaðarblokka í því fyrra.

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 10:16

10 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég hélt nú að söguskoðun þín væri þroskaðri en þetta, Ómar.

Þeir sem komu fyrri heimsstyrjöldinni af stað voru stríðsþyrstir herforingjar og þeir sem hleyptu nýjum átökum af stað voru menn sem skilgreindu sumar manntegundir betri en aðrar og enn aðrar manntegundir sem þær sem allt illt var um að kenna.

Ég er hvítur, miðaldra og hægri sinnaður karmaður í jakkafötum... hvar á ég festa á mig gulu stjörnuna?

Emil Örn Kristjánsson, 8.8.2011 kl. 11:00

11 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það sem ég held að Ómar sé að benda á er að "við" erum svona heilt yfir síst betri en "þeir" (múslimar, arabar, kínverjar ... þeir sem eru og hugsa öðruvísi)

Það er enginn grundvallar munur á menningarlegum (og trúarlegum) bakgrunni okkar og t.d. Þjóðverja. Ekki hindraði vestrænt siðgæði eða kristindómur hildarleiki 20. aldar, fasistaríki Spánar allt fram á 8. áratug síðustu aldar, eða hryllilega stríðsglæpi Karadzic og félaga í Bosníu.

Skeggi Skaftason, 8.8.2011 kl. 11:42

12 Smámynd: Arnar

Hringdu á vælubílinn (113) Emil og þeir geta komið og hjálpað þér við að föndra eina gula stjörnu og hengja hana á þig.

Hvítir, hægrisinnaðir, kristnir og gagnkynhneigðir karlmenn eru alveg ótrúlega hörundssárir, og telja sig greinilega hafna yfir gagnrýni og uppnefningar - alveg eins og Páll Óskar sagði.  Eins gott að bara þrjú af þessum fjórum atriðum eiga við mig.

Arnar, 8.8.2011 kl. 11:53

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í athugasemd nr. 2 gleymi ég hvorki Maó né Japönum og hefði vel getað bætt við Pol Pot og ótal öðrum glæpamönnum, sem hafa undir yfirskini hugsjóna eða trúarbragða drýgt stríðsglæpi.

Píusi páfa var legið á hálsi fyrir það eftir stríð að hafa ekki beitt sér eins og hann hefði átt að gera gegn Hitler og Mussolini. Honum var að vísu vorkunn, því að hann var eins og mús undir fjalarketti.

Páfar, sem komu á eftir honum, spiluðu djarfar en vissu þó um hugarfar Stalíns, sem sagði, þegar hann var varaður við því að styggja páfann of mikið: "Páfinn? Hvað hefur hann marga hermenn?" spurði Stalín.

Það er ekki hægt að kenna stríðsþyrstum herforingjum um upphaf heimsstyrjaldanna sem pólitískir ráðamenn þessara tíma áttu meginþátt í að koma af stað.

Innan raða herforingjaráðs nasista reyndi hópur hershöfðingja að halda aftur af Hitler í tvígang ("Zossen-samsærið") en guggnuðu á því og urðu að gjalti fyrir áhrifamætti Foringjans.

Ég hef áður sagt frá því hér í bloggi mínu að það kom mér á óvart að í umsátrinu um Demyansk fyrri part árs 1942 skyldu Finnar vera miklu grimmari en Þjóðverjar gagnvart rússneskum almenningi.

Það sem ég er að reyna að segja að sagan sýni, að það standist engan veginn að hinn hvíti jakkafataklæddi karlmaður hafi sýnt umtalsverða siðferðilega yfirburði yfir aðra eins og okkur, þessum hvítu jakkaklæddu, hættir svo við að halda fram.

Við verðum að horfa í eigin barm og viðurkennda bresti okkar og breyskleika.

Ómar Ragnarsson, 8.8.2011 kl. 12:02

14 identicon

Mér finnst eins og flestir hérna hafi hreinlega ekki skilið orð Páls Óskars... eða þá að þeir hinir sömu séu þessir fordómafullu sem Páll Óskar var einmitt að tala um ... það lýtur ekki vel út að rýna svona rosalega ofan í einhver smáatriði til þess eins að mótmæla Palla....

Það sem Páll Óskar var einfaldlega að segja var að við eigum að hætta öllu hatri, og hann notaði þessi dæmi sem hann tók einfaldlega því það eru "minnihlutahópar" sem hafa þurft að berjast fyrir einhverju á einhverjum tímapunkti.

Það að nota þarna Biblíuna og byssuna í lokin er einfaldlega "myndlíkin" til að sýna fram á fáránleika þess að menn skuli yfir höfuð vera að hatast.  Og svo étið þið þetta ofan í ykkur hérna með einhverri reiði, til þess eins að rakka niður Pál Óskar og Ómar.  Það kemur ekki betur út en svo að það er rétt eins og þið séuð að taka á ykkur "hatrið" sem Páll Óskar var að tala um.

Það er alveg hreint ótrúlegt hvað menn þurfa stundum að gera mikið úr orðum sem eru ekki annað en vel meint til þess eins að snúa þeim í einhverja andhverfu og fara svo að ræða um e-ð allt annað sem varla tengdist málefninu.

Ekki það að umræður eru alltaf góðar og leiða oft til góðra upplýsinga ... en þegar málefnið snýst um að hætta þessu hatri, þá bara einfaldlega lýtur fáránlega út að rífast um smáatrið með hálfgerðu hatri.

Ég segi bara ÁFRAM Páll Óskar og Ómar.

Nína (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 12:08

15 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Æ, æ, Nína gerði goðið glappaskot og á nú að reyna af öllum mætti að túlka orð þess á einhvern annan hátt en nákvæmlega eins og þau hljóma?

Emil Örn Kristjánsson, 8.8.2011 kl. 12:13

16 identicon

Hahahahaha... ef þú nú bara vissir Emil, það er kansi e-ð til í þessu hjá Arnari, að þú þurfir á vælubílnum að halda ...

Ég spyr bara á móti, hvernig á að túlka orð ykkar hinna sem virðist ekki skilja hvert málefnið var?

Skeggi er með gott komment sem útskýrir enn betur um hvað þetta snerist allt saman.

Nína (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 12:18

17 identicon

Kristnir eru í svo mikilli afneitun, þeir eru búnir að segja Hitler vera trúleysingja lengi vel, ekkert gæti verið meira fjarri sannleikanum og þúsund ára ríkinu... Svo koma þeir með Stalín, Mao og aðra, en gleyma því algerlega að þessi illmenni vildu vera nákvæmlega eins og guð biblíu, ekkert mátti skyggja á þá; Fólk átti að dýrka þá eina sem guði.

Bónus


Muna svo kristnir; Það er ekki neitt dogma í trúleysi, það eru engar tilskipanir; Trúleysi snýst bara um eitt atriði; Það eru engir guðir, punktur og basta

DoctorE (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 12:22

18 identicon

Tvö stærstu vandamál heimsins eru Trú og Eiturlyf, virkar eins og æxli á mannkynið

Guðmundur F. Birgirsson (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 12:32

19 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Það er nú einu sinni svo, Nína og Arnar, að þegar rökin þrýtur er reynt að gera lítið úr andmælandanum. Maður átti s.s. von á slíkum aðferðum í þessari umræðu en óttalega er það samt klént.

Emil Örn Kristjánsson, 8.8.2011 kl. 13:03

20 identicon

Emil, ef þú lest biblíu með opnum augum, tekur þig og eilíft líf út úr jöfnunni; Þá munt þú átta þig á því að hún er ekkert nema stríðstól; Hún er gerð til að fá fólk út í stríð,  lestu bara þegar guðinn fyrirskipar hryllileg morð á ættbálkum sem vilja ekki leggjast undir hana, lestu um það hvað hún segir að eigi að gera við börn óvinarins, já og óléttar konur.

Trúarbrögð Abrahams(Gyðingdómur/kristni/íslam) eru ættbálkastríðstól og ekkert annað; Þetta er svo algerlega augljóst, þetta er líka skrifað í gegnum mannkynssöguna, skrifað með blóði.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 13:09

21 identicon

Ómar,

Taktu eftir athugasemdum 17-18. Horfðu á þessar 2 athugasemdir, og segðu að baki þeim sé ekki hatur, ofstæki og fáfræði. Það þarf ekki einu sinni að ræða það. Það er svo augljóst, og er ég alls ekki hörundsár fyrir hönd kirkjunnar, eða kristni.

Síðan er ekki hægt að afgreiða svona einstakling bara með því að segja að þeir séu eitthvað veikir, það er engin afsökun!

Reyndar spurning hvort "Guðmundur F. Birgis"r"sson sé sá sem hann segist, kann alla vega ekki að skrifa nafnið sitt!

Það væri mjög létt að fara í einhvern drulluslag við suma hérna, en ég treysti einfaldlega því að flestir hafi dómgreind til að elta ekki sauðina á netinu.

Ómar,

Þú hlýtur að geta séð, og veit ég að þú sérð hvað það er létt að taka hlutina úr samhengi, og er nóg af því, sér í lagi á netinu.

ÞAÐ er mesta ógn við samfélagið. Svona vanhugsaðar setningar frá poppurum eru það í sjálfu sér ekki, heldur meira kjánalegar. Aftur á móti kveikja þær í fáfræðinni, og það er hræðilegt.

Þetta er engin varnarræða fyrir "hvíta menn". Bara að benda á hvað þessi ummæli Páls eru kjánaleg. Hann hefur oft áður verið að koma með hálf kveðnar vísur.

Skeggi,

Það er engin að fara í einhvern slag um hver er betri og hver ekki. Þetta er einfaldlega aumt yfirklór hjá þér. T.d. er það nú lenska hjá mörgum ríkjum Norðurlanda, að berja sér soldið á brjóst um hvað þau séu "frábær". Þú verður að átta þig á samhenginu,,,,skeggmaður.

Tryggvi Helgason (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 13:09

22 identicon

Ómar,

doktore er líklega t.d. "hvítur karlmaður", já þarna sérðu hvað umræðan er súr. Hún leiðir ekkert. Aftur á móti kveikir Páll Óskar í svona mönnum. Það þarf reyndar ekkert að kveikja akkúrat í honum, en jafnvel sem eru svona stigi lægra í hatrinu og fáfræðinni.

.....sorglegt.......

Tryggvi Helgason (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 13:15

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Umhugunarvert.

Hafiði heyrt um sönkonu sem er í hávegum höfð meðal öfga-hægrimanna sem heitir Saga frá Svíþjóð? þetta liggur nú bara fyrir öllum á youtube:

http://youtu.be/47CZsj8X4jM

Þetta er alveg kostulegt. Hér hún live í finnlandi, að eg tel. Hún er kölluð ,,Madonna öfga-hægrimanna".

http://youtu.be/JX1Yf27pkQ4

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.8.2011 kl. 13:50

24 Smámynd: Ólafur Gíslason

Þetta er akkúrat það sem vantaði í umburðarlyndis umæðuna.  Koma af stað fordómum í garð eins minnihlutahóps...

Ólafur Gíslason, 8.8.2011 kl. 14:28

25 identicon

Ég hata ekkert Tryggvi; Kristnir eru alveg óðir þegar ég bendi á ruglið í trú þeirra, segja mig hata sig, ofsækja sig. Verða aldrei fúlari en þegar ég vitna í biblíu

Ég horfi ekki á mig sem hvítan.. bara sem manneskju; Spái ekki í hörundslit; Spái í dogma eins og trúarbrögðum, þau hafa kostað mannkynið meira en nokkuð annað.

Ef við værum með eiturlyf á götunni sem orsakaði það sama og trúarbrögð.. það væri um leið talið skaðlegasta eiturlyf allra tíma.

Ef þið viljið vera reið, verið þá reið við þá sem létu ykkur ánetjast trúarbrögðum; EKKERT aðskilur okkur eins og trúarbrögð.. núll,zero.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 14:31

26 identicon

Doctore,

Þú ert svo löngu búinn að skrá þig út úr allri umræðu karlinn, að fólk er löngu hætt að taka mark á nokkru sem þú segir, og gerði líklega aldrei.

Þú ert að reyna matreiða hatrið í sjálfum þér ofan í fólk, með endalausum fordómum, og afbökun á, já nánast öllum hlutum sem til eru.

Hvað gerðist eiginlega hjá þér??....

Það er spurning hvað Ómari finnst um þetta??

....eða má kannski tala svona, ja ef maður er ekki "hvítur karlmaður", eða "lítur ekki á sig sem hvítann karlmann".

Tryggvi Helgason (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 15:04

27 identicon

Bentu mér á hvar ég er með hatur Tryggvi???

Bentu mér á hvað ég afbakaði.

Þú ert bara að KrIstlam heilkennið góurinn :)

DoctorE (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 15:33

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er allt mjög athyglisvert.

Að nú sér maður það að öfgamenn allrahanda eru háskælandi útum allt net. Háskælandi.

þeir treyst sér augljóslega enganveginn til ræða málefnalega um efnið. Hérna dæla þeir frá allskyns öfgahætti í tíma og ótíma og hefur mátt sjá undanfarin misseri. ,,Ísland fyri íslendinga" og ég veit ekki hvað og hvað til að skora einhver pólitísk stig.

Svo þegar einhver rétt mnnist á breiðu myndina - þá liggur þetta lið allt háskælandi!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.8.2011 kl. 15:40

29 identicon

dokotore,

Já, eigum við ekki bara að skella þessu í létt grín, voða fyndinn lítinn dúlla, sem þú ert, gubbar út úr þessu þvílíku svartagallsrausi, og síðan dettur allt í dúnalogn ;-)....

....það mætti hlægja að þér, ef þú værir ekki svona klikk!!

Ómar,

Voðalega var þetta þunnur þrettándi hjá þér. Það er eins og þegar þú ert ekki froðufellandi, þá er allt loft úr þér. Talandi um að vera sískælandi á netinu.....LOL, þarna fóru nú heilu björgin í gegnum glerhúsið!!

Tryggvi Helgason (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 15:53

30 identicon

Ómar:

"Ég hef áður sagt frá því hér í bloggi mínu að það kom mér á óvart að í umsátrinu um Demyansk fyrri part árs 1942 skyldu Finnar vera miklu grimmari en Þjóðverjar gagnvart rússneskum almenningi."

Ég leyfi mér að efast um að þessi alhæfing standi, svona sem alhæfing. Ég minni líka á að Finnar ullu Hitler miklum vonbrigðum í umsátrinu um Leningrad, þar sem þeir vildu ekki "taka slaginn" með þýska hernum. Þeir vildu einfaldlega sína línu til baka.

Það er ekkert skemmtiefni að skoða það sem vitað er um athafnasemi hinna þýsku "einsatztruppen" bak við tjöldin í skjóli hersins. Finnar voru grimmir við Demiansk, en Finnar voru óvíða á austurvígsstöðvunum og stutt í tíma til þess að gera.

Þetta var nú allt helv. ógeð, en við eigum það þó með okkur kallinn að við höfum studum gaman af því að vera ósammála ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 16:22

31 identicon

Stundum fallast manni hendur.. eins og þegar maður les þessi ósköp frá Tryggva; Hálf vorkenni Ómari að vera með þetta á blogginu sínu

DoctorE (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 16:45

32 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vitið þið afhverju það er efnahagskreppa núna?

Ríkisstjóri Texas veit það.

http://youtu.be/jNVwGNrvKnU

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.8.2011 kl. 16:50

33 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Þetta er nú meira andskotans þrasið!  Páll Óskar hefur einfaldlega þónokkuð fyrir sér í því sem hann segir.  Þeir sem aðhyllast þessi Abrahamstrúarbrögð hafa einmitt alið á fordómum í garð samkynhneigðra og réttlætt andúð sína með þessum frægu orðum í gamla testamentinu, þar sem segir að Jahve gamli hafi andstyggð á mönnum sem leggjast með öðrum mönnum, sem konur væru.  Þetta er einfaldlega bláköld staðreynd, auk þess sem það er sennilega líka staðreynd að karlmenn eru hómófóbískari en konur og líklegri til að ofsækja samkynhneigða, enda er kynímynd karla mun veikari en kvenna.

Verum bara róleg og slökum á fordómunum, eins og Páll Óskar er að leggja til.

Theódór Gunnarsson, 8.8.2011 kl. 17:00

34 identicon

T skrifar,

   "Verum bara róleg og slökum á fordómunum, eins og Páll Óskar er að leggja til."

Af hverju byrjar þú ekki á sjálfum þér í staðinn fyrir að góla þessu rugli út úr þér, talandi um að skjóta sig í fótinn..........sorglegur 

tryggvi Helgason (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 17:09

35 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvað er verið að fara með svona yfirlýsingum? Er inntakið að hvítir, kristnir karlmenn hljóti að vera slæmir vegna þess að stjórnendur ríkjanna sem áttu í Heimstyrjöldinni síðari hafi fallið í þann flokk (þótt hvorki Stalín né Hitler hafi reyndar verið kristnir)? Er þá ekki allt eins hægt að segja að allt fólk sé vont þvi öll stríð hafi verið háð af fólki? Þetta er auðvitað bara kjánaskapur, ekkert síður en þegar fyrri tíma menn héldu því fram að Gyðingar ætu börn eða allar gamlar konur væru nornir. Það setur enginn bærilega þroskaður maður fram svona þrugl í alvöru!

Þorsteinn Siglaugsson, 8.8.2011 kl. 20:19

36 identicon

Hitler var kristinn Þorsteinn... Stalín ekki; Hafa þetta á tæru svo þú komir ekki út sem illa upplýstur og svona.

Náttúrulega smá fyndið að mannkynið eigi að vera skapað a'la guddi

DoctorE (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 20:44

37 identicon

dd

s (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 21:37

38 identicon

Ég er 100 % sammála þér Ómar. Páll Óskar meinar þetta ekki í einföldustu merkingu. Ég þekki marga skemmtilega menn í jakkafötum og fleira. Hinsvegar er hann að segja að menn þurfi að vera ''perfect'' svo það sé ekki sett út á þá.

Annars er bara næsti bardagi í BOXINU!!! Floyd Mayweather jr. - Victor Ortiz!! meðal annars!!!!

Alex (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 21:40

39 identicon

Til hamingju Tryggvi með að ráðast á Doctore en ekki málefnið fáviti.

Arnar (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 00:15

40 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Til hamingju sjálfur Arnar...

Guðmundur St Ragnarsson, 9.8.2011 kl. 00:28

41 identicon

Says idiot who wairs gunglasses inside your eather blind or an asshole.

Arnar (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 00:34

42 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég verða að segja það, að þessir hvítu karlmenn sem eru að væla undan orðum Páls Óskar, eru ósköp vesælir í mínum augum.  Sérstaklega þessi Tryggvi Helgason, ef það er hans rétta nafn.  Ég ætla að stilla mig um að svara honum í sömu mynt, því að þá finnst mér ég vera kominn niður á plan sem ég kæri mig ekki um að vera á.

Páll er einfaldlega að segja sannleikann, þ.e.s. að þessi hópur sé síst líklegur til að verða fyrir fordómum.  Er það ekki ósköp einfaldlega sannleikurinn? Hvítir, efnaðir, jakkafataklæddir karlmenn?

Theódór Gunnarsson, 9.8.2011 kl. 07:59

43 identicon

Sæll Ómar og gott fólk

Þið ættuð endilega að lesa bókina hérna  "The Syngogue of Satan", þess má geta hér að hægt er að lesa bókina á netinu, eða á

http://iamthewitness.com/books/Andrew.Carrington.Hitchcock/Synagogue.of.Satan/index.htm

Það er reyndar sagt frá því í þessari bók, hverjir komu þessum heimsstyrjöldum af stað og hvernig svo bankarnir græddu á þessum tveimur heimsstyrjöldum.    

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 10:18

44 identicon

Frábært eitthvað samsæriskjaftæði má ég gíska það á að kenna gyðingum um.

Fyrsta heimstyrjöldinn var að völdum þessi að Franz Ferdinand var drepinn.

Arnar (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 12:26

45 identicon

Arnar

Þetta eru ekki gyðingar Gamla Testamentisins, heldur fólk frá Khazaríu er tók upp þessa Talmud-iska trú. Einmitt og hvers vegna var Franz Ferdinand drepinn?  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 12:47

46 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Gott að vera með málefnalegar blammerningar bæði nafnlaust og án myndar. Hugaður maður Arnar.

Guðmundur St Ragnarsson, 9.8.2011 kl. 20:25

47 identicon

Ég trúi því að Páll hafi sagt þetta meira sem grín en alvöru.

Pol Pots, Kommunismi, trúaðir, kapítilistar, nasistar, Gyðingar what ever. í ykkar huga fer hann sennilega á spjald sögunnar fyrir þessu merku ummæli.

Leifur (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 14:46

48 identicon

Leifur

Hvernig er þetta með þig, því það má alls ekki segja eða kenna gyðingum um eitt eða neitt hérna?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 20:42

49 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þá er það komið á hreint; "straight" hvítir karlmenn geta komið af stað hvaða illindum sem er - jafnvel heimsstyrjöldum ef þeim sýnist svo. Sem allt hér að ofan sannar... :)

Kolbrún Hilmars, 10.8.2011 kl. 20:43

50 identicon

Kolbrún

"Þá er það komið á hreint; "straight" hvítir karlmenn geta komið af stað hvaða illindum sem er - jafnvel heimsstyrjöldum", já á hreint

  • JEWISH FINANCING OF THE NAZI PARTY

    In the early 1920’s and early 1930’s, large amounts of money were given to the Nazi party from Jewish banks.

  • The Bank House Mendleson & Company in Amsterdam made two transfers. One for 10 million USD and one for 15 million USD.

  • Kuhn Loeb & Company in New York (later taken over by Jacob Schiff)

  • J P Morgan & Company in New York

  • Samuel & Samuel of London

  • Royal Dutch Shell sent 10 million Guilders as late as 1937. http://int.childrenofcyrus.com/en/articles/politic-society/524-jewish-financing-of-the-nazi-party.html



The most prominent Gentile and Jewish-Nazi leaders were:

  • Adolf Hitler: half Jew

  • Rudolf Hess: Reich Minister; half Jew

  • Hermann Goring: Head of German Luftwaffe

  • Gregor and Otto Strasser: brothers and leaders in Nazi party

  • Joseph Goebbels: Propaganda Minister; Jewish

  • Alfred Rosenberg: Editor of the official Nazi paper “Volkisher Beobachter;” Reich Minister for Eastern occupied territories; Jewish

  • Hans Frank: legal council of the Nazi party; Jewish

  • Heinrich Himmler: Head of Gestapo; commander of the SS; homosexual

  • Joachim von Ribbenstrop: Foreign Minister

  • Reinhard Heydrich: Security chief and Second in command of SS; later became the Governor of Bohemia and Moravia; homosexual; Jewish

  • Admiral Wilhelm Canaris: Chief of German Intelligence; Jewish

  • Abram Goldberg a.k.a. Julius Streicher: Editor of the weekly Nazi paper “Der Sturmer;” homosexual; Jewish

  • Adolf Eichman: SS Officer; prosecutor; Jewish

  • Robert Ley: Ministry of Labor; organized the slave labor camps

  • Erich von dem Bach-Zelewski: SS General

  • Odilo Globocnik: SS General

  • Helmut Schmidt: officer in Luftwaffe

Documents supporting the “exceptions” that Hitler made for German Jews serving in the Nazi party numbered around 1,200. There were 2 Field Marshall’s, 10 Generals, 14 Colonels, 30 Majors and thousands of lower ranking officers and non-commanding officers who received these exceptions.

http://www.eaec.org/newsletters/2008/vol_8/showdown-in-jerusalem-digest.htm

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 20:56

51 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þorsteinn, þetta er athyglisverð upptalning, en staðfestir eiginlega bara þetta með karlana - þeir stóðu saman þegar þeim hentaði, var það ekki?

Kolbrún Hilmars, 10.8.2011 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband