Standa okkur nær en Finnum.

Norðmenn standa okkur Íslendingum mun nær en Finnum. Ef tala ætti um þær þjóðir, sem standa okkur næst, eru þær Færeyingar, Norðmenn og Danir.

Finnar sendu beint út frá miningarathöfninni í Osló en ekki við. 

Á sínum tíma lánuðu Norðmenn okkur búnað í tvígang ef ég man rétt til að sýna beint frá viðburðum, en við áttum þá ekki búnað til þess. 

Þetta var þegar Danir afhentu okkur handritin og síðan vegna Alþíngiskosninga. 

Öll fyrstu árin í rekstri Sjónvarpsins gaf samstarf okkar við norrænu þjóðirnar í gegnum Nordvision okkur mikið. Svíar gáfu okkur fyrstu útsendingatækin og Danir menntuðu fyrstu sjónvvarpsmennina.

Lengi mætti telja um hjálp þessara þjóða til handa sjónvarpsrekstri okkar.  

Þótt nokkuð sé um liðið tel ég að við hefðum skuldað þessum náfrændum okkar meðal þjóða að sýna þeim þá virðingu og hluttekningu, sem útsending frá minningarathöfninni í Ösló hefði falið í sér. 

Skipti þá engu hvort áhorf var meira eða minna hér á landi. 

Árásin í Osló og Útey var árás á allar norrænar þjóðir jafnt, og þegar þannig atburðir gerast eiga þröng fjárhagssjónarmið ekki við. 


mbl.is RÚV eitt um að sýna ekki frá athöfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað með það þó að RUV sýndi ekki frá þessu.

 Ég get ekki betur séð en að það varð enginn heimsendir.
Það er ótrúlegt hvað hægt er að velta sér uppúr hlutum sem í raun og veru skiptir ENGU máli.

Og það var þá frændsemin hjá Norðmönnum.  Allt brjálað hjá pólitíkusun útaf makrílnum sem étur allt kvikt hér við land og einnig frekjan í þeim að eigna sér all svæðið hérna norður fyrir dúk og disk.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 21:55

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sprengingin í miðborg í Oslo og fjöldamorðin í Útey ættu að kenna okkur það að enn er ekki síðasti brjálæðingurinn fæddur. Norðmenn hafa tekið á þessum harmleik með ótrúlegri manngæsku. Íslendingar mættu ef til vill taka á minni málum með sama æðruleysi og vilja til betra lífs.  

Halldór Egill Guðnason, 24.8.2011 kl. 05:26

3 identicon

Sæll Ómar.

Ég bjó í Noregi í fimm ár og það hefur orðið til þess að ég ber enga virðingu fyrir þeim lengur. Þegar við Íslendingar hugsum um norðmenn sjáum við frændur og vini. Þegar norðmenn hugsa um Íslendinga þá sjá þeir eitthvern sem má kúga og svindla á.

Þessir frændur okkar og svo-kallaðir vinir hafa ekki gert annað en að niðurlægja okkur og kúga síðustu ár og má þar nefna kúgun þeirra á okkur í makríldeilunni (einmitt þegar við þurfum á aukatekjum að halda), siðlausann áróður þeirra í framhaldskólum landsins þar sem þeir notfæra sér bágt efnahagsástand til að ráða til sín hermenn og svo, auðvitað, stöðu þeirra gegn okkur í icesave.

Að það hafi ekki verið sýnt frá minningarathöfn sem eflaust er til þess fallin að dreifa athyggli almúgans frá því hversu hræðilega vanhæfa lögreglan í Oslo klúðraði öllu sem klúðrað gat. Heyrði brandara um daginn sem fór svo; þegar sprengja springur í Noregi og saklaust fólk deyr þá er það hræðilegt voðaverk en þegar Noregur sprengir börn og saklaust fólk í Lýbíu þá er það réttlætanlegt. Fyndið?

Þessi velvild þín í þeirra garð er því miður ekki endurgoldin.

Hinrik (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 08:14

4 identicon

Vá, hvílíkt hatur sem kemur fram úr öllum áttum. Noregur eru landsvæði byggt upp af allskonar fólki, sem deilir ákveðinni sögu með Íslendingum. Það er langsótt að kalla norðmenn frændur okkar, en ef við segjum svo verðum við að muna að fjöldamorðingjarnir eru jafn miklir frændur okkur og aðstandendur þeirra sem létust í Útey. En hvað þessu hatri viðkemur ekki get ég hrakið það burt úr mönnum, vá ég á varla orð, en já sammála Halldóri, en til færri brjálæðingar skapist verður fól að fara að opna hjarta sitt fyrir kærleika.

Sigurður Arnarsson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband