Hið smáa er fagurt!

"Small is beautiful" eða hið smáa er fagurt hefur oft sannast. Kristur bað fólk að gæta að liljum vallarins og Jóns orti um smávini fagra. img_0899.jpg

Þegar tímaritið Top gear valdi "the sexiest car in the world" eða kynþokkafyllsta bíl veraldar varð örbíllinn Fiat 500, "cinquecento", hinn nýi Topolino (Mikki mús), tákngervingur fyrir bílisma Ítalíu fyrir valinu. 

Ekki hinn nýi sem er tvöfalt þyngri og mikið stærri en fyrirmyndin, heldur sá sem kom á markaðinn 1957.

Fyrir rúmri viku veittist mér sú ánægja að aka mínum bíl af þessari gerð í "Ítölskum kvöldrúnti" Fornbílaklúbbs Íslands og eru myndirnar með þessum pistli teknar í þessum akstri.

img_0900_1108389.jpg

Því miður var aðeins einn og hálfur ítalskur bíll í þessum rúnti, þótt nokkrir gamlir Fiatar séu til hér á landi

"Hálfi" ítalski bíllinn fór næstur á eftir mínum og var af gerðinni Citroen Maserati, alveg einstaklega flottur og sjaldgæfur eðalbíll, sem varð tll þegar Citroen keypti Maserati.

Gallinn við Citroen DS var sá að vélarnar í hönum voru aldrei samboðnar bílnum, áttu uppruna sinn frá því fyrir stríð.

Citroen Maserati var hins vegar með V-6 vél og sameinaði mýkt og straumlínulögun Citroen og lúxuskennda sporteiginleika Maserati.

Ég flutti minn gula Fiat 500 inn 2006 og var hann þá og er enn með minnstu bílvél á Íslandi, 499cc, 18 hestafla, en vegna þess hve bíllinn er léttur, innan við 500 kíló, nær hann meira en 95 kílómetra hraða og átti að geta haldið honum daginn út óg daginn inn á ítölskum hraðbrautum á sinni tíð.

Ég veit um minnsta kosti einn, ef ekki tvo af þessari gerð, sem hafa verið fluttir inn síðan og ég hefði getað skaffað fleiri smáa Fiata í aksturinn, ef þeir hefðu verið með númer.  img_0903.jpg

Ekið var frá Skeifunni upp í Mosfellsbæ og sest inn í veitingastaðinn Áslák, þar sem hinn framtakssami og sífhressi hótelhaldari Alli Rúts ræður ríkjum. Ánægjulegt var að aka um Mosfellsbæ þar sem lengst af hefur helmingur afkomenda minna  búið undanfarin ár. 

Númerið R 10803 á Fiatinum mínum er ekki tilviljun. Þegar ég eignaðist fyrsta bílinn, NSU Prinz 30, var númerið á honm R 10804, en ef menn bera númerið, einn núll átta núll fjórir hratt fram, fer það að líkjast einn og loftonum fjórir, þ. e. einn bíll og lofta honum fjórir, því að Prinzinn var aðeins 480 kíló.

Prinzinn var gulur og var kallaður "Litli-Gulur" en sá sem ég á núna er svartur.

Hins vegar er Fiatinn gulur og því einn af þremur Litlu-Gulum mínum í dag. Hinir eru blæjufiatinn ÁST, minnsti brúðarbíll á Íslandi og minnsti Mini í heimi. 

Af því að Fiat 500 er aðeins minni en NSU Prinz ákvað ég að setja á hann númerið R-10803, þ. e. bíllinn er "einn og loftonum þrír". 


mbl.is Heimsins minnsti mótor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband