Hlýtur að vera hægt að finna lausn.

Í áraraðir hef ég skoðað þá miklu möguleika, sem mestu náttúruverðmæti lands okkar gefa, án þess að þeim sé umturnað fyrir virkjanir. Ég vinn nú að kvikmynd, sem varpar ljósi á þetta, einkum í þeim landshluta sem Huang Nubo hefur viljað hasla sér völl í. img_0886.jpg

Allar hugmyndir um að leita fjármagns til þess að framkvæma þessar hugmyndir hafa verið hæddar og spottaðar af virkjanafíklum, sem hafa talað í fyrirlitningartóni um "eitthvað annað", "fjallagrasatínslu" og það að fara aftur inn í torfkofana. img_0889_1108465.jpg

Einkum hefur verið gróin vantrú á vetrarferðamennsku þótt hægt sé að benda á að til Lapplands, sem liggur lengra frá Vestur-Evrópu en Ísland, koma fleiri ferðamenn á veturna en allt árið til Íslands.

Taka náttúruundur Íslands, bæði á vetri og sumri, þó náttúru Lapplands langt fram.

Hins vegar verður að horfa langt fram og gæta að þrennu.

1. Að klára þá vinnu hvaða hlutar Íslands falli í sama flokk og Þingvellir að vera ævarandi eign þjóðareign sem hvorki megi selja né veðsetja.

2. Að búa svo um hnúta að landsmenn vakni ekki um síðir upp við það að meirihluti landsins verði í eigu útlendinga. img_0896.jpg

3. Að gæta að því að ekki fari svo að örfáir ríkir einstaklingar, fyrirtæki og félög eigi meginhluta landsins þannig að mikill meirihluti bænda og landsbyggðarmanna verði leiguliðar svipað og var hér alveg fram undir tuttugustu öldina.

Varðandi Grímsstaði á Fjöllum finnst mér dæmið ekki að þurfa að vera mjög flókið. 25% Grímsstaða er í ríkiseigu þannig að Huang Nubo er að falast eftir 75% eða um 225 ferkílómetrum af 300.

Miðað við það sem aðrir ferðaþjónustufrömuðir hér á landi telja sig þurfa að eiga verður ekki að hann þurfi 225 ferkílómetra landaareign til þess að koma sínum góðu áformum í framkvæmd. 

Það hlýtur að vera hægt að semja við hann um innan við 50% eignarhlut.

Það myndi þýða allt að 149 ferkílómetra fyrir hann og Íslendingar ættu þá 151 eða meira og myndu kaupa þau 26%+ jarðarinnar sem þarf til þess. 

Skiljanlegt er að Nubo vilji eiga nóg land til þess að koma starfsemi sinni fyrir, en ég get ekki séð annað en að 225 ferkílómetrar seu langt umfram það sem hann þurfi. 

Í samningunum við Nubo þyrftu að vera ákvæði þess efnis að eigendurnir myndu þegar þar að kæmi, afsala sér því svæði, sem nauðsynlega þyrfti að friða á austurbakka Jökulsár í sambandi við friðun hennar, en Nubo hefur lýst því yfir að hann vilji friða ána fyrir virkjanaframkvæmdum.  

Að öðru leyti myndu framkvæmdir og meðferð Nubos á landareign sinni hlíta íslenskum lögum um þau efni.  img_0889_1108464.jpg


mbl.is Fögnuðu áformum Huangs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á náttúrlega að leygja manninum 30-40 hektara lands undir hótel og golfvöll, til 50 ára. En að selja honum allt þetta land, kemur einfaldlega ekki til greina.En að ætla sér að gera millilandaflugvöll við Grímstaði er ekki trúverðugt, því það er millilandaflugvöllur á Egilsstöðum,og rútuferðir þangað taka ekki langan tíma.

Vafalítið þarf að skoða þetta allt mikið betur, en smíði á flugvelli við Grímsstaði er ekki trúverðug framkvæmd.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 12:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er líka finn flugvöllur á Húsavík í innan við 100 kílómetra fjarlægð en Egilsstaðaflugvöllur, sem er enn betri völlur og væri hægt að bæta enn frekar, er í um 120 kílómetra fjarðlægð. .

Stór hluti ferðaþjónustunnar í hinum finnska hluta Lapplands fer í gegnum flugvöllinn í Roavaiemi og er flogið þangað beint víða að úr Evrópu. Því er eðliegt að svipað gildi hér.

Hinn náttúrugerði malarflugvöllur Sauðárflugvöllur með 1200 metra langri flugbraut er í 100 kílómetra fjarlægð frá Grímsstöðum. 

Ómar Ragnarsson, 7.9.2011 kl. 13:10

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef ég væri að fjárfesta í öræfalandi til að bjóða upp á vistvæna ferðaþjónustu á Íslandi, Ómar, þá myndi ég reyna að tryggja mér eignarhald á eins stóru landsvæði og mögulegt væri til að hindra að virkjanafíklarnir skemmdu fyrir mér viðskiptin. Þess vegna skil ég Nubo vel.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.9.2011 kl. 13:24

4 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Hversu blindir geta menn verið. Haldið þið virkilega að maður frá kínaveldi

hafi í einkaeign þau auðæfi sem gefa honum möguleika á að fjárfesta erlendis

í þeim mæli sem þessum. Einig er annar Kínverji að falast eftir að flytja út frá

norð austur horni landsins vatn í tankskipum.

Það ættu fyrir löngu að hringja allar tiltækar aðvörunar bjöllur.

Leifur Þorsteinsson, 7.9.2011 kl. 13:39

5 identicon

Var að hlusta á hádegisfréttir. Vilji þingmanna til að selja Kínverja 300 ferkílómetra af landinu segir okkur „volumes“ um aumingjaskap þeirra. Kínverjinn má mínvegna byggja hótel í grennd við Grímsstaði á Fjöllum, fleiri en eitt + golfvelli. En að selja honum landið, aldrei, kemur bara ekki til greina. Þá er góður flugvöllur á Húsavík, sem stækka mætti fyrir stærstu vélar og leiðin þaðan í Grímsstaði er ekki dónaleg: Mývatnssveitin og Námaskarðið.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 13:45

6 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Eins og komið hefur fram á ríkið 25% í Grímsstaðalandinu.Ekki er tiltekið hvaða hluta ríkið á.Heldur virðist hér um sameign að ræða.Vissulega má reyna að komast að samkomulagi um að landið sé í meirihlutaeign ríkisins.En liggur það ekki ljóst að engar framkvæmdir má gera á íslensku landi,öðruvísi en með leyfi yfirvalda.

Ég er þeirra skoðanna að hér í raun er verið að koma sér upp aðstöðu,á Norð-austurlandi vegna hugsanlegri umskipunnarhöfn í Gunnólfsvík.Verður langt að bíða,þar til heyrum það,að Kínverjar hafi keypt sér land þar.

Höfn í Gunnólfsvík yrði bæði til áðurnefnda umskipunnar,sem og þjónustuhöfn fyrir Drekasvæðið.

Þá má einnig gera því skóna,að skip þau sem koma með varning frá Kína,verði að fá farm tilbaka,þá er maður hugsað til vatnsútflutning.

Umskipunnarhöfn á Íslandi kallaði á aukinn flutning íslenskra fragtskipa til Evrópu og Austur-Ameriku.Sem myndi kalla á aukin umsvif á því sviði.

Íslendingar verða að gera sér grein fyrir því,að lega landsins,gefur þeim mýmarga möguleika.En okkur vantar hjálp til að hrinda þeim í framkvæmd.Kannske er hér komin vísir af þeirri hjálp.

Ég er þeirra skoðanna að ef við ætlum frekar að ganga í ESB,þá fáum engu að ráða um framgang þessa máls,frekar en önnur. 

Ingvi Rúnar Einarsson, 7.9.2011 kl. 13:49

7 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Allt tal um golfvöll á þessu svæði,er bara til að gera málið torkennilegt.Það vissulega hægt að gera golfvöll,en þá má það koma fram að golfvöllur getur verið níu holur eða átján holur.

Veðurfræðingar hafa nefnt það er ekki setjist mikill snjór á þetta svæði,vegna þess hversu berangur er þarna.Svona í ganni má benda að að Kínverjar byggðu Kínamúrinn.Þeim ættu ekki að vera í vandræðum að reisa múr í kringum golfvöll.Einnig er kannske ekki langt að ná í heitt vatn,til að leggja hitaleiðslur um brautirnar.Allt er hægt,ef fjármagn er fyrir hendi.

Ingvi Rúnar Einarsson, 7.9.2011 kl. 14:03

8 identicon

Góðan dag. Þar semmikið hefur verið rætt um hlunnindinn,þá þekki ég þetta svæði vel. Hann hefur afsalað sér hlunnindaréttinum,vill friða Jökulsána. Hvað er þá? Jú eignast land sem rúmar rúmlega hanns hugmyndir.Ef við hugsum lengra þá er hann að tryggja að gerist eins og Islendingar hugsa sér..... það er að verði ekki búið að reisa eihnverjar þjónustu miðstöð eða Bónusverslun við dyrnar á hótelinu.Og skil ég hann vel. Golfvöll hefur hann hugsað sér að gera þarna á örfoka landi..... það kemur til að að flitja þurfi þúsundir tonna af mold til að gera það.Það er uppgræðsla.Þarna er vistvæn stóryðja....... samt  þarf að tryggja að innlendir aðilar séu með sem mest af fræmkvæmdum.Vitamín sprauta í atvinnu hér. HVAR er ERNA HAUKSDÓTTIR núna!Ekki orð!Hvað býr þar að baki?Af hverju heirist EKKERT frá þeirri stofnun eða "íslendingastofu" sofnun sem á að hugsa um hag lansbygðarinnar? EKKI orð! Að mínu mati er sú stofnun sú sama og "stofnun Ernu Hauksdóttur" að mata suðvestur hornið meira en reina eftir öllum mætti að ferðaþjónustan lifi ekki út á landsbyggðinni.Og Ómar....... ég held að þetta ættu nú að kæta þig sem fjandmann virkjanna framkvæmda....... og aðra grasmaðka. Komum éssu sem fyrst í umræðuferli sem fyrst HÆTTUM að dæma fyrst og spyrja svo........ heldur leiðigjarnt móment íslendinga.

Björn G Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 14:07

9 identicon

Mér finnst undarlegt að ætla að vera með umhverfisvæna ferðaþjónustu upp á hálendi og gera ráð fyrir alþjóðaflugvelli sem hlýtur að vera hávaðasamur.  Hvers vegna ekki að nota þá sem fyrir eru. Hverja er hann að  fara flytja? Hefur hann eitthvað að fela.

Dæmið gengur einfaldlega ekki upp.

Andrea (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 18:47

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sífellt veður uppi sá misskilningur að um hálendi, örfoka land og öræfi sé að ræða. Landið við Grímsstaði er í um 370 metra hæð yfir sjó, eða hundrað metrum hærra en Mývatn, sem er í 277 metra hæð yfir sjó.

Til samanburðar má nefna að bæirnir í Hrafnkelsdal inn af Jökuldal eru í um 360 metra hæð og hefur sá dalur ekki verið talinn hálendi. 

Fyrr á tíð voru Hólsfjöll grösug og gjöful sveit eins og margra metra þykkar gróðurtorfur og rofabörð sýna. Hið landsfræga Hólsfjallahangikjöt var ekki af fé sem lifði á því að bíta grjót. 

Allt fram til 1920 ríkti svalt veðurfar hér á landi og þá olli of mikil sauðfjárbeit uppblæstri og gróðureyðingu. Enn er þó mikið gróðurlendi eftir fyrir norðaustan Grímsstaði allt upp undir 500 metra hæð yfir sjó, og ekki er hægt að segja að bærinn Möðrudalur sé uppi á hálendi á örfoka landi, annars væri þar ekki búinn að vera sauðfjárbúskapur þótt bæjarstæðið sé í 450 metra hæð yfir sjó. 

Nú er unnið merkilegt og gott landgræðslustarf á Grímsstöðum og sveitin getur aftur orðið grasi vafin ef rétt er að staðið. Þetta er það langt inni í landi að mun staðviðrasamara er þarna og minni raki en niðri við sjóinn. 

Á veturna má hugsa sér 

Ómar Ragnarsson, 7.9.2011 kl. 20:14

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afssakið, ætlaði að halda áfram með athugasemdina hér á undan. Á veturna má hugsa sér að nýta landið fyrir skíðagöngufólk og suður af Grímsstöðum eru brekkur utan í Grímsstaðanúpi.

Ég hef komið að vetrarlagi á svæði fyrir vélsleða og skíðafólk í Lapplandi, og þau "fjöll" sem þar eru krökk af skíðafólki myndum við Íslendingar kalla hæðir en ekki fjöll. 

Frá Grímsstöðum suður að Herðubreiðarlindum eru 50 kílómetrar í loftlínu eða álíka langt og frá Reykjavík austur á Selfoss og vel má skipuleggja og stjórna flugumferð við flugvöll á Grímsstöðum þannig að ekkert ónæði verði af honum inni á sjálfu hálendinu, láta aðflug koma úr norðri og setja hávaðamörk. 

Menn vilja gleyma því að bæjaröðin Hólssel-Grundarhóll-Grímsstaðir-Grímstunga-Víðidalur-Möðrudalur hefur verið sveit með manngerðum túnum og öðrum mannvirkjum en ekki öræfi eða óbyggð. 

Ómar Ragnarsson, 7.9.2011 kl. 20:27

12 identicon

Hvar er Gunnar?

Þorvaldur sigurðsson (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband