Vaxandi órói í kvöld.

Nú er óróinn aftur að aukast eftir smá lægð í kjölfar síðustu hrinu, og skjálftar upp undir tvö stig í Kötluöskjunni. Ég var á ferli austur við Hellu og Hvolsvöll nú síðdegis og Mýrdalsjökull þakinn nýföllnum hvítum snjó.

En hitinn sem undir kraumar er hins vegar síst að minnka ef marka má skjálfta og óróa. 


mbl.is Fara yfir áætlanir um viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ómar.

Sé að þú liggur yfir óróamælunum eins og sú er þetta ritar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.9.2011 kl. 23:40

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það hefur verið vindur að aukast á svæðinu. Ég hef ekki séð að óróinn hafi verið að aukast núna í kvöld. Þó hefur eitthvað verið um jarðskjálfta (smáa), en mig grunar að færri jarðskjálftar komi fram vegna verra veðurs, sem dregur úr næmni jarðskjálftamæla í kringum Kötlu.

Hinsvegar er ljóst að þarna er eldgosa undirbúningur í gangi. Núna er spurningin bara hvenar, en ekki hvort að það gjósi í Kötlu.

Jón Frímann Jónsson, 8.9.2011 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband