Því ekki það ?

Ég hef nú fylgst með Skaftárkötlunum í 45 ár  og tekið af þeim myndir á meðan á hlaupum hefur staðið og strax eftir þau.

Aldrei hef ég þó séð "ísfall" líkt því sem sjá mátti í einum sigkatlannna í Kötlu í sumar. Þess vegna finnst mér tilgáta Ekinars Kjartanssonar ekki fráleit né heldur tilgátur um örgos við Hamarinn fyrir 15 árum eða gos heldur norðar nú í sumar.

En það er erfitt að sanna nokkuð og þess ber að geta að í undanfara Gjálpargossins 1996 sást ekkert "ísfall" (samanber jarðfall) á borð við það sem sást í Kötlu í sumar.


mbl.is Lítið eldgos í Kötlu í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ómar þú þekkir Landvort betur en annar..Eigum við von á gosi úr Kötlu???? hafðu þökk fyrir þína pisla..

Vilhjálmur Stefánsson, 26.9.2011 kl. 21:24

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er alltaf von á Kötlugosi.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2011 kl. 23:21

3 identicon

Ég veit ekki betur en að það séu ekki til neinar skrár yfir Kötlugos fyrir nútímann, það gaus síðast hvað 1918, 93 ár síðan. (takið inn í myndina t.d hvernig bílar voru á þessum tíma?)

Þessir menn geta ekki farið yfir þessi gögn og látið sem þeir þekkji Kötlu betur en allt annað. Þeir hafa aldrey kynnst þessu eldfjalli.

Hann segir þetta hafa verið lítið eldgos en ég held að það séi bara rugl, Katla fer af með sprengingum en ekki hnerri.

Og þegar svona eldfjall, mynduðust 4 sigkatlar? fer af stað þá er bráðnunin mikil og myndi framkalla rosalegar sprengingar, ekki bara piss í aðra áttina og búið, engin gufa og ekkert - ekki séns.

Katla er bara að plata ykkur og henni tókst það, þegar allir horfa í hina áttina mun hún koma aftan að okkur alveg eins og Eyjafjallajökull gerði. Nema Katla er stóra systirin.

Það er rosaleg virkni á þessu svæði, og meiri en við eigum að þekkja. Fimmvörðuháls er helsta merki þess að þarna er mikill þrýstingur á ferð, svo er þetta í sömu sprungu og Grímsvötn, sem einnig fór af stað. Einnig hafa verið margir skjálftar í Bárðabungu, ekki uppá síðkastið reyndar (eftir grímsvatnargosið róaðist það mikið)

Aðeins tíminn leiðir í ljós, hér fyrir tugum/hundruðum ára urðu rosaleg eldgos (Lakagígar t.d) og þrýstingurinn er að ná hámarki, þessi fjöll eiga eftir að vakna, það er alveg á hreinu.

Ingvar (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband