Mörg ár síðan þetta lá ljóst fyrir.

Síðasta áratug hafa fleiri ferðamenn komið til Lapplands á veturna en allt árið hér á landi. Samt er lengra til Lapplands frá flestum Evrópulöndum en til Íslands.

Fyrir sex árum fórum við Helga í ferðalag um Lappland í febrúar og kynntum okkur þetta. Afraksturinn sýndi ég í fréttum Sjónvarpsins.

En hér heima hélt áfram sami söngurinn þar sem þetta var flokkað í hæðnistón undir "eitthvað annað" sem væri af og frá að væri raunhæft.

Ísland alltof langt í burtu, hér væri alltof kalt, of mikið myrkur og einangrun.

Samt kom í ljós þegar skoðað var hvernig Norðmenn og þó einkum Svíar og Finnar auglýstu dásemdir Lapplands og norðurslóðanna, sem liggja innan landamæra allra þessarra landa, að það voru einmitt þessi atriði sem notuð voru til að lokka fólk sunnan úr Evrópu þangað.

Atriðin voru fjögur: Myrkur, kuldi, þögn og ósnortin náttúra.

Hér heima er bent á að hér sé vindasamara en í Lapplandi. Samt er það svo að blaðamaður frá Sunday Times sem hingað kom, skrifaði sérstaklega um það hve skafrenningurinn íslenski hefði veið mikil upplifun fyrir hann.

Við Mývatn heyrir maður að vonlaust sé að selja vetrarríkið þar vegna þess að stundum rigni þar á veturna og jörð sé að miklu leyti auð.

Samt er það svo að frábærasta útivistarsvæðið þar liggur 250 metrum hærra en vatnið, til dæmis á Leirhnjúks-Gjástykkissvæðinu og að þar er alltaf snjór eins og sést vel af því að síðustu skaflarnir bráðna þar ekki á vegaslóðum fyrr en komið er vel fram í júlí.

 


mbl.is Forsetinn býður í pönnukökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

....svo ekki sé minnst á hálendið austan lands og aðgengið að Vatnajökli, sem komst í betra vegasamband vegna virkjana á Austurlandi, - steinsnar frá næst besta flugvelli landsins.

Austurlandið liggur þar að auki enn nær Evrópu og því ættu tækifærin að rúlla núna inn á færibandi. 

Merkilegt þó í den, að þegar til stóð að fljúga beint milli Egilsstaða og Düsseldorf og loforð fengust um styrk frá ferðamálayfirvöldum, - var það allt svíkið.

Benedikt V. Warén, 10.10.2011 kl. 21:56

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég minni enn og aftur á þann möguleika að toppa Rovaniemi, sem býður upp á átta atriði: Myrkur, þögn, kulda, ósnortna náttúru, snjó, frosin vötn, hreindýr og jólasvein.

Með því að aka upp á Fljótsdalsheiði má bjóða upp á miklu fleiri atriði: Myrkur, þögn, kulda, ósnortna náttúru, snjó, frosin vötn, eldfjall, hreindýr, þrettán jólasveina, Grýlu, Leppalúða, álfa og tröll.  

Ómar Ragnarsson, 11.10.2011 kl. 01:04

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þetta er allt rétt og satt. 

Þekki persónulega einn af prímus mótor í jólasveinaverkefninu í Rovaniemi og hann hefur búið á Egilsstöðum.  Við höfum ítrekað rætt hvað hægt er að gera hér.  Stærsti hamarinn að klífa er fjárveitingavaldið í Reykjavík næstur er yfirstjórn ferðamála sem staðsett er á sama samfélagi. Þá eru erfiðleikarnir ekki að baki því næst á eftir þursunum í Reykjavík, eru kjörnir fulltrúar á Austurlandi, sem eru bestir á hraða snigilsins.

Það er illmögulegt að fá flugfélag eða ferðaskrifstofu til að hefja flug til Egilsstaða og þar þarf oftast fylgja í pakkanum fjáhagslegur stuðningur til að hefja slík verkefni.  Ferðaþjónustuaðilar á Austurlandi hafa því miður ekki bolmagn til þess né nægjalega trú á slíkum verkefnum. 

Ekki jók það á bjartsýnina þegar Ferðamálasjóður tók sig til og knésetti verkefnið um Lagafljótsorminn vegna þess að ekki var hægt að greiða af þriggja milljóna skuld og uppskar um fjórtán milljóna skell við að skemmda það verkefni.  Hressilegur skemmtanaskattur það, hjá Snorra Tómassyni þáverandi framkvæmdastjóra.  Sjálfur burðast ég með um sjö milljónir á bakinu vegna þessa ævintýsis.

Benedikt V. Warén, 11.10.2011 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband