Dulið atvinnuleysi og tap.

Brottflutningur Íslendinga til nágrannalandanna er dulið atvinnuleysi. Að vísu er erfitt að átta sig á því hve mikil áhrif innflutningur fólks hefur á móti og verður þá að bera saman aldur og menntun beggja hópa.

Þegar uppgangurinn var sem mestur hér á græðgisbóluárunum komu hingað margir vel menntaðir útlendingar til þess að vinna jafnvel verkamannastörf. Þess vegna væri þarft að skoða nánar samsetningu þeirra sem flytja úr landi og bera saman við þá sem flytja inn.

Engu að síður er mikill missir fyrir Íslendinga þegar ungt og vel menntað fólk flytur af landi brott, fólk sem er hagvant hér á landi og þjóðfélagið hefur staðið straum af að mennta til að leggja sitt af mörkum til þjóðar sinnar.

Innflytjendur þurfa að læra íslensku og aðlagast aðstæðum, en íslenskumenntun Íslendinga, sem flytjast úr landi og þekking á íslensku þjóðfélagi nýtist ekki eftir brottflutninginn.

Auk þess felst oft í því tilfinningalegur missir hjá skyldmennum og vinum þegar leiðir skilja og vík verður á milli vina.


mbl.is Fimm flytja úr landi á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GAZZI11

Ómar hérna er smá hugmynd handa þér :)

Gera sjónvarpsþátt um flóttafólk í Noregi. Þá aðallega Íslendinga þar sem þeir flýja helst flestir til Noregs en ekki í lönd innan Evróðusambandsins.

Hugsa að það yrði ansi skondin umræða um Ísland og þjóðfélagsgerðina, græðgisvæðinguna, og úrelltan einkavinastjónmálafjármálageirann sem hér ríður húsum.

GAZZI11, 26.10.2011 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband