Hefði þótt fjarstætt fyrir 20 árum.

Eftir grimmilegt stríð Japans og Kína 1937-1945 lágu tugir milljóna manna í valnum og gríðarleg eyðilegging hafði orðið í þessum löndum.

Þegar Preston Tucker sagði í réttarhöldum um 1950 að Bandaríkjamenn yrðu að breyta um hugsunarhátt í framleiðslugreinum sínum vegna þess að annars kynnu Japanir og Asíuþjóðir að ná völdum á heimsmarkaði gall við almennur hlátur í réttarsalnum, svo fráleit þóttu þessi orð.

Fáa hefði órað fyrir því eftir Kóreustríðið að úr rústunum í Suður-Kóreu risi iðnaðarveldi, hvað þá að eftir allt tjónið sem stjórnarfar og ævintýramennska Maós formanns kostaði Kínverja og kristallaðist í uppreisninni á Torgi hins himneska friðar 1989, kæmi sá dagur eftir aðeins 20 ára að Kína yrði slíkt stórveldi í iðnaði og fjármálum að efnahagur Vesturlanda gæti staðið eða fallið með gjörðum þessa alræðisríkis.

Nú liggur fyrir í fréttum dagsins að Kínverjar eiga SAAB-verksmiðjurnar, himinháar innistæður og eignir á Vesturlöndum og hafa að mörgu leyti ráð heimsins í hendi sér, þótt mörgum þyki súrt í broti að ríki með harðsvírað einræði einnar flokksklíku og opinbera skoðanakúgun skuli hafa komist í þessa aðstöðu.

Heimurinn er orðin ein heild og staða Kínverjar er tvíbent því að hinn miklli hagvöxtur í Kína er háður því að fjármálaheimurinn og efnahagsstaða heimsins fari ekki úr böndunum.

Enn er gríðarleg fátækt og misrétti í Kína og því klökkt ef fjármálaleg orka ríkisins þurfi að fara í að fjármagna bruðl og ævintýramennsku vestrænna þjóða til þess eins að tryggja vaxandi auð yfirstéttarinnar í Kína.

Kína er jafnháð olíu Arabalanda og Vesturlönd og þess vegna er upp komin verkaskipting milli Kína og Bandaríkjanna sem hentar Kínverjum. 

Hún felst í því að Kína lætur Bandaríkjamönnum í raun eftir það hlutverk að eyða óheyrilegum fjárhæðum í að viðhalda ríkjandi ástandi í mikilvægustu olíuríkjunjum með því að halda uppi langöflugasta og dýrasta her heims og nota hann á sama tíma sem Kína lætur Bandaríkjamenn verða æ háðari sér um lánsfjármagn til að kosta þá "heimslögreglu" NATÓ sem Bandaríkjamenn reka í raun.  


mbl.is Mun Kína bjarga ESB?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður ekki gaman þegar Kínabólan springur, og er hún að góðum hluta háð vesturlöndum.

Gæti þó orðið dráttur á, þar sem gífurlegt jarðeldsneyti er að finna rétt við puttana á Kína, - Kol í Mongólíu. Og Kína er enn ríkt af kolum, - og það vefst ekkert fyrir þeim eitthvað bras eins og "umhverfisáhrif".

Það er reyndar Bandaríkjablokkin sem hefur náð þar bestu samningunum.

Það er góður pistill um þetta hjá orkubloggaranum.

Kínabólan springur kannski ekki, ef að hinn austræni hugsunarháttur með (lang)tímann ræður einhverju, en mér sýnist samt að hún muni "poppa"

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 11:10

2 Smámynd: Snorri Hansson

Ég er aðdáandi Kína.

Risastórt land, 1300 miljónir íbúa sem er á fullu í að koma sínum málum í lag og er að ná forystu í tækni og framleiðslu á öllum sköpuðum hlutum. Kína er alveg sérstaklega friðsæl þjóð sem hefur ekki farið með ófriði gegn nágrönum sínum (að Tíbet undanskildu) en hefur nokkrum sinnum orðið fyrir árásum. Í samanburði við næstum allar vestrænar þjóðir er Kína hreinlega til fyrirmyndar í framkomu við aðrar þjóðir. Stjórnarfar í Kína er mjög frábrugðið okkar en á síðustu árum eftir hrikalegt stjórnar klúður á Mao tímanum, virðist það henta þessari risa þjóð nokkuð vel. Það þurfa ekki allir að vera eins. Kína vill eiga viðskipti við allar þjóðir. Viðskipti Kína við sum Afríkulönd eru að koma þeim þjóðum á koppinn. Vesturlönd sem fyrir fáum árum mergsugu þessar þjóðir, eru mjög tortryggin út í þessi viðskipti. Samstarf austurlanda í viðskiptum tækni og menningu blómstrar.

Það er ekkert óeðlilegt við það að Kína hafi öflugan her,eftir það sem undan er gengið.

Snorri Hansson, 28.10.2011 kl. 14:51

3 identicon

Þú ert nú meiri brandarkarlinn Snorri...;-)

Stórmerkilegt að það sé ennþá til fólk sem er með hugarfar svipað og Hitler, Stalín, Maó, o.s.frv. o.s.frv. Ætli það verði ekki alltaf þannig?

Arnar G (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 16:55

4 identicon

Nú er hún SNORRABÚÐ stekkur.

Já Kína er mikið sæluríki, þar eru sjálfsögð mannréttindi að banna  Facebook, þar er ekki neitt pottaglamur í mótmælendum þeir voru allir drepnir á Torgi hins himneska friðar. Meiri friðurinn þar! Já það er mjög eðlilegt að hafa öflugan her til að drepa niður alla andstöðu.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 17:47

5 identicon

Hryllilegustu þjóðarmorð 20. aldarinnar voru framin í Kína. Á tíma Mao Ze-Dong voru 49 – 78,000,000 drepin eða dóu úr vosbúð og hungri. Menningarbyltingin 1966 – 69 varð völd að dauða 30 milljón manna. Þetta er sú tala sem stjórnvöldin í dag gefa upp. Skrifaðu ekki um hluti sem þú hefur enga þekkingu á Snorri. Það er nóg um bull í blogginu

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 18:12

6 Smámynd: Snorri Hansson

Þið verðið að lesa áður en þið öskrið svarið.Ég skrifa um hrikalegt stjórnunarklúður á Mao tímanum.Atburðirnir á torgi hins himneska friðar var ljótt mál og gleymist örugglega ekki. En ég bakka ekki með það að Kína er friðsemdar land. Haukur Kristinsson ég blogga um það sem mér sýnist. Sama hvað þú geltir.

Snorri Hansson, 29.10.2011 kl. 11:48

7 Smámynd: Snorri Hansson

Arnar G.

"Stórmerkilegt að það sé ennþá til fólk sem er með hugarfar svipað og Hitler, Stalín, Maó, o.s.frv. o.s.frv. Ætli það verði ekki alltaf þannig?"

Þú þvaðrar. Hvar í mínu bloggi fynnur þú þetta hugarfar?

Snorri Hansson, 29.10.2011 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband