Hrökk við að heyra þetta.

"Þetta er bara þróuð yfirheyrsluaðferð" sagði einn af frambjóðendum Republikanaflokksins um vatnspyndingar í kappræðum þierra og allir nema tveir tóku undir þetta.

Dæmigerður orðhengilsháttur í stíl George Orwells þar sem öllu skiptir að hlutirnir heiti ekki sínum réttu nöfnum ef þau þykja ekki hljóma vel. 

Þannig er margt af því, sem hryðjuverkamenn hafa komið Bandríkjamönnum til að gera, í stíl þjóðfélaganna sem George Orwell lýsti í bókum sínum, svo sem það að "Stróri bróðir" fái að fylgjast með því sem ríkisvaldinu hentar hjá þegnunum, og hins vegar að fundin séu heiti á óþægilega hluti, eins og það að hermálaráðuneytið sé kallað friðarmálaráðuneyti. 

Orwell hafði hins vegar ekki hugmyndaflug til að kalla pyndingar "þróaðar yfirheyrsluaðferðir".

Ég hrökk við að heyra þetta úr munni svona margra þeirra sem sækjast eftir því að gegna valdamesta embætti heims og hafi John McCain þökk fyrir að taka málið upp eins og hann gerir.    


mbl.is Afstaða frambjóðendanna vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband