Betra seint en aldrei.

Enn skal þetta ítrekað, sem komið hefur fram á þessari bloggsíðu síðustu mánuði: Það kom berlega í ljós þegar landakaup Huang Nubos komu upp síðsumars hvernig lagaumhverfi svona mála í heildl hefur verið látið dankast í áratugi.

Hér á landi hafa stór landsvæði aðeins óbeint verið látin erlendum aðilum í té varðandi stóriðju svo sem þau svæði sem fórnað var fyrir orkuöflun handa álveri Alcoa á Reyðarfirði með miklu djúpstæðari og óafturkræfari afðleiðingum en sala Grímsstaða á Fjöllum hefði getað haft. 

Nú þarf að finna farveg fjárfestingum útlendinga og raunar líka stórtækra innlendra aðila sem tryggja að við missum ekki úr böndunum eignarhald og eðlilegt forræði okkar yfir landinu og auðlindum þess. 


mbl.is Vill endurskoða lög um landakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ómar samt viltu ganga i ESB/kveðja

Haraldur Haraldsson, 27.11.2011 kl. 23:17

2 identicon

Lagaumhverfi varðandi landamerki eru einnig algerlega óviðunandi og úrelt.

Lög um landamerki eru frá árinu 1919 og lög um landskipti frá 1941 og þau vísa meir að segja í jarðamat frá árunu 1861!

Komi upp landamerkjadeila verður að fletta upp í gömlum jarðabréfum þar sem e.t.v. er vísað er í einhverja hundaþúfu "miðja vegu milli rollunnar og hrafnsins" Hrafninn er löngu floginn og rolluna búið að éta, og gömlu mennirnir )sem áreiðanlega hefðu verið ósammála hvaða þúfu er átt við) eru löngu látnir.

Og til að bæta gráu ofaná svart þá er í dómum óbyggðanefndar ennþá vísað í þessi gömlu jarðabréf í stað þess að setja nú mörkin í landshnitakerfi sem Landmælingar Íslands hafa komið upp fyrir stórfé.

Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 14:56

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú ákveður ekki, Haraldur, hvort ég vilji ganga í ESB. Það ætla ég að fá að ákveða sjálfur ef / þegar samningur verður lagður fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem ég eins og aðrir geti tekið afstöðu til þá.

Ef þú og fleiri viljið halda áfram að tönnlast á því, að ég vilji að við göngum í ESB,  þangað til þessi síbylja ykkar verður til þess að allir trúi þessu, vilduð þið vera svo vinsamlegir að benda á hvenær og hvar ég hafi sagt það. 

Ómar Ragnarsson, 28.11.2011 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband