Vafasamt í upphafi.

Ég man eftir því þegar ákveðið var að reisa tvær heilsugæslustöðvar með 13 kílómetra millibili við Suðurlandsveg. Þetta þótti umdeilanlegt og þó var enn malarvegur á milli staðann og bílaeign hvergi nærri eins almenn og nú.

Miðað við þá gagnrýni sem þetta fékk á sínum tíma hélt ég satt að segja að þessu hefði verið breytt síðar án þess að ég hefði frétt af því.

En það hefur greinilega ekki verið gert fyrr en nú. 

Nú er breiður og beinn malbikaður vegur á milli þessara staða og innan við tíu mínútna skreppur. Raunar ber ýmis konar þjónusta og verslun á þessum stöðum þess merki að líta má á Hellu og Hvolsvöll sem ígildi tveggja bæjarhluta í sama bæjarfélaginu.

Þetta minnir á tvær alveg einstaklega athyglisverðar mótsagnir varðandi stöðu ríkisútgjalda. 

Gríðarleg útþensla opinberra útgjalda og þjónustu í aðdraganda Hrunsins var á skjön við þá yfirlýstu stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem þá réði hér ríkjum, að á þenslutímum ætti ríkið að halda að sér höndum. 

Þetta var mesta útþensla ríkisútgjalda sem sagan kann frá að greina. 

Nú hafa afleiðingar Hrunsins birst í því að flokkar, sem hafa lengi verið gagnrýndir fyrir blinda útþenslustefnu í ríkisútgjöldum hafa orðið að horfast í augu við óhjákvæmilegan niðurskurð í ríkisútgjöldum.

Er þetta ekki alveg dæmalaust? 


mbl.is Loka heilsugæslunni á Hellu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú ansi mikil einföldun á miklu stærra máli Ómar.

Í Reykjavík er styttra á milli sjúkrahúsa en þetta þannig að þau rök standast ekki.

Síðan heilbrigðisstofnanir á suðurlandi voru sameinaðar undir HSU höfum við í Rangárvallasýslu mátt þola það að vera flokkuð sem lakara fólk en Árnesingar og eigum ekki rétt til sömu þjónustu.

Fyrir tveimur árum átti fyrir utan dagvinnutíma að taka af okkur sjúkrabílana sem staðsettir eru á Hvolsvelli og sinna því frá Selfossi og var þetta að sjálfsögðu sagt vera betri þjónusta vegna þess að þegar bíllinn frá Selfossi kæmi loksins væru á honum fagmenn og slippum við að vera sótt af þeim fúskurum sem væru á bílnum á Hvolsvelli, því það væru bara áhugamenn. Ofan af þessu tókst að vinda með mikilli mótspirnu.

Um síðustu áramót var símsvörun fyrir Rangárvallasýslu færð á Selfoss utan dagvinnutíma en vaktælknir á áfram að vera til taks í sýslunni. Þetta ætti svo sem ekki að vera neitt óeðlilegt nema að það kemur fyrir að það er bara ekki svarað í þennan síma tímunum saman. Sé síðan svarað í þennan síma er ómögulegt að ná tali af lækni og hefur reynslan sýnt að ekki má kalla út vaktlækni Rangárvallasýslu þó um neyðartilvik sé að ræða og hefur jafnvel fólki með hjartaáföll verið ekið á einkabílum á Selfoss. Í Reykjavík eru sendir tveir sjúkrabílar í mörg bráðaútköll því ekki er tekinn séns á að senda einn bíl því hann gæti bilað eða lent í óhappi eða öðrum töfum.

Það er því voðalega auðvelt að búa í örygginu í Reykjavík og hafa skilning á að það þurfi að spara úti á landi.

Smári Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband