Norðurland skelfur stundum.

Harðir jarðskjálftar geta komið á Norðurlandi eins og dæmin sanna. 1934 varð harður jarðskjálfti við Dalvík sem olli miklum skemmdum á húsum og mannvirkjum þar.

1962 varð stór skjálfti út af Skagafirði, að mig minnir meira en 6 stig, enda fannst hann greinilega í Reykjavík. 

Ég man að við hjónin sátum við borð uppi á 12. hæð í Austurbrún og sáum ljósakrónu rugga með blokkinni. 

Þá voru svona há íbúðarhús nýjun hér á landi og hringt var í okkur frá dagblaðinu Vísi til að forvitnast um það, hvernig skjálftinn hefði verið þarna uppi á 12. hæð. 


mbl.is Jarðskjálfti við Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll ertu núna farin að sjá að það er ekki allt eins og við erum vanir að sjá hvað snertir náttúruhamfarir því að jörð skjálfi á þessum stað á tímum umbrota hjá okkur þá er það borðliggjandi merki þess að það sé eitthvað mun stærra að koma í kjölfarið!

Sigurður Haraldsson, 2.12.2011 kl. 20:35

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Það er réttast að reikna með því versta, og vona og biðja alla góða vætti um það besta? Meir er víst ekki framkvæmanlegt í mannlegum mætti einum saman, þegar óútreiknanleg ofuröfl náttúrunnar eru annars vegar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.12.2011 kl. 21:28

3 Smámynd: Jón Arnar

Er ekki kominn tími á skil platanna þarna fyrir norðan núna góðum 30árum eftir gjástykkis-öxarfjarðar gliðnunina/sigið  mikla sem þú jú t.d komst og skoðaðir hjá okkur í Skógum 1976

Jón Arnar, 2.12.2011 kl. 21:54

4 Smámynd: Óskar

  Það er búið að vera vitað í áratugi að það eru jarðskjálftasprungur á þessu svæði.  Þær eru lítt virkar en hreyfast þó af og til- nákvæmlega ekkert óeðlilegt við þetta þó Sigurður spákarl sé að búa til enn eitt dramað.

Óskar, 2.12.2011 kl. 22:01

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, þú átt líklega við svokallaðan Siglufjarðarskjálfta, í mars 1963, uppá ein 7,2 stig á Richter. Þá ruggaði landið allt.

Svo má ekki gleyma Kópaskersskjálftanum 1976, sem mældist þó "aðeins" um 6 stig á Richter - en samt urðu þar skemmdir á mannvirkjum.

Eyjafjarðarskjálftinn 1934 olli reyndar mestum hlutfallslegum skemmdum í Hrísey - ekki á Dalvík. Veit ekki hver styrkleiki þess skjálfta mældist.

Líklega eru Vestfirðir öruggasta skjólið þeirra sem vilja forðast jarðskjálfta og eldgos. :)

Kolbrún Hilmars, 2.12.2011 kl. 22:03

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kolbrún. Já, Vestfirðirnir eru öruggastir

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.12.2011 kl. 22:16

7 identicon

Óavenjuleg staðsetning.

axel (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 22:25

8 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Anna Sigríður: Ég mundi nú ekki segja að Vestfirðirnir séu öruggastir vegna tíðra snjóflóða.

Pálmi Freyr Óskarsson, 2.12.2011 kl. 22:33

9 identicon

Kolbrún Jarðskjálftinn 1934 er almennt kallaður Dalvíkurskjálftinn.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 23:48

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kolbrún, það koma nú sæmilegir skjálftar fyrir vestan, þótt það sé sjaldgæft. Það er enginn landshluti undanskilinn þessu.  Móðir mín sagði mér frá einum í kringum 1960 á Suðureyri þar sem húsgögn færðust úr stað.

Hér á Siglufirði er talað um að hafi komið stærsti skjálfti á Íslandi fram til þessa. Ætli þeir séu að tala um þennan árið 1934? Eitthvað á 8. stig segja menn. Sel ekki dýrara en keypt er.

Íslendingu stafar annars mest hætta af heimskra manna ráðum.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.12.2011 kl. 09:57

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Steinar, Eyjafjarðarskjálftinn/Dalvíkurskjálftinn mun hafa verið talinn 6,2 - 6,3 stig. (fór í smá gúgl :) )

Sennilega eiga því Siglfirðingar við stóra skjálftann 1963. Þó má vel vera að einhvern tíma áður hafi orðið annar eins eða stærri á þeim slóðum.

Kolbrún Hilmars, 3.12.2011 kl. 12:52

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Pálmi Freyr. Ef við erum að tala um snjóflóð, þá eru Vestfirðirnir ekki öruggastir, en snjóflóð eru ofan jarðar, og kannski meiri möguleikar á að verjast þeim, heldur en ó-útreiknanlegum eldgosum?

Tek undir með Jóni Steinari í sinni færslu um að Íslandi stafi mest hætta af heimskra manna (ó)ráðum, og hamförum sem af slíkum (ó)ráðum hljótast, eins og reynslan hefur kennt okkur svo óþyrmilega.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.12.2011 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband