Margra ára baráttumál.

Baráttan fyrir stofnun eldfjallagarðs, jarðminjagarðs eða eldfjallaþjóðgarðs á Reykjanesskaga hefur staðið í nokkur ár. img_0995.jpg

2007 var haldin ráðstefna um þetta suður frá þar sem Ásta Þorleifsdóttir lýsti kynnum sínum af því hvernig þessum málum var háttað á Hawai. 

Í Eldfjallaþjóðgarð þar koma þrjár milljónir manna árlega og flestir fara yfir þver meginlönd, hálft Kyrrahafið og síðan á milli eyja til þess að komast á staðinn. 

img_0927.jpg

Bendi á að skoða má betur það sem sést á myndinum hérna með því að tvísmella á viðkomandi mynd. 

Ég átti þess kost í Silfri Egils að ræða þetta mál til að vekja á því athygli en róðurinn hefur verið þungur vegna einhliða áherslu á að virkja jarðvarmasvæði skagans sundur og saman og ganga hart fram í rányrkju á orkunni sem þarna er. 

Nú síðast er ásókn í virkjun í Eldvörpum til að koma álveri í Helguvík af stað og láta menn sig það engu varða að Eldvörp og Svartsengi eru með sama jarðvarmahólfið eða varmageymi, - og virkjun í Eldvörpum mun því aðeins flýta fyrir því að öll orkan í hólfinu verði tæmd. img_1005.jpg

Eldvörp eru fimm kílómetra löng gígaröð sem á enga hliðstæðu fyrr en komið er austur að Lakagígum.

Segja má að Eldvörp séu vasaútgáfa af Lakagígum, en gígaraðir Íslands eru eitt aðal sérkenni okkar einstæða eldfjallalands. 

Flestar þeirra eru þó myndaðar áður en ísöld lauk. Þær, sem mynduðust eftir ísöld eru flestar á svæðinu fyrir suðvestan og norðan Vatnajökul. 

Þess vegna er svo dýrmætt að eiga jafn aðgengilega gígaröð ósnortna og Eldvörpin eru í stuttri fjarlægð frá mesta þéttbýlissvæði landsins. 

Á meðfylgjandi loftmyndum er horft úr lofti eftir gígaröðinni, fyrst til norðurs yfir norðurhluta þeirra. 

Síðan er horft til suðurs yfir suðurhlutann, og sést þar borhola og borplan, sem illu heilli hefur verið gert þar en er þó hátíð miðað við það sem þarna myndi verða ef virkjað yrði með öllum mannvirkjum, sem slíku fylgja, borholum, vegum, gufuleiðslum, húsum og háspennulínum

Læt fylgja með eina mynd inni á milli af slíku af Kröflusvæðinu og neðar tvær myndir frá Krísuvíkursvæðinu, sem líka er sagt frá í fjölmiðlafréttum að nánast sé búið að kveða upp virkjanadóm yfir. 

Eldvörpin eru í aðeins nokkurra kílómetra fjarlægð frá helsta alþjóðaflugvelli landsins, og samt ætla menn að eyðileggja þau með virkjun sem er hrein rányrkja og í algeru ósamræmi við gort okkar af "endurnýjanlegum og hreinum orkugjafa" og "sjálfbæra þróun." 

Við Eldvörp liggur hin forna gönguleið Árnastígur og skammt frá þeim í Sundvörðuhrauni eru einstæðar rústir, að öllum líkindum felustaður Grindvíkinga þegar Tyrkjaránsmenn gerðu þar strandhögg. 

Svæðið býður ósnortið upp á hreint ævintýraland fyrir ferðamenn ef hugsunin er aðeins sú að græða peninga en vel er hægt að búa svo um hnúta að halda raski af þeim í skefjum og nýta sér reynslu t. d. frá Yellowstone. 

Í áætlunum um endingu jarðvarmavirkja er reiknað með 50 ára endingu. img_0955.jpg

Nokkrir jarðfræðingar hafa þó dregið í efa að endingin verð svo löng, og að ætla sér, ofan á það að hraða því að tæma þarna alla orku, svo að hún endist aðeins í örfáa áratugi, að umturna þessu svæði með virkjanamannvirkjum getur ekki flokkast undir annað en sams konar en enn verri græðgi, skammsýni og ósvífni í garð komandi kynslóða og einkenndi margt af því sem skóp Hrunið á sínum tíma. 

Menn virðast ekki ætla að limg_0959.jpgæra neitt heldur bara færast í aukana. 

Fjölmiðlar gera ekki neitt í því að sýna hvað stendur þarna til, hvorki frá Eldvörpum né öðrum virkjanasvæðum. 

Aldrei sýndar brúklegar myndir af þessum svæðum, - raunar aldrei sýndar neinar myndir. 

Í Hruninu var peningum eytt, - en með Eldvarpavirkjun á bæði að ræna peningum af börnum okkar og barnabörnum og eyðileggja náttúruverðmæti þar á ofan fyrir öllum kynslóðum sem á eftir okkur koma. 

Barátta Sigríðar í Brattholti gegn virkjun Gullfoss stóð í nokkur ár en síðan kom 30 ára hlé. 

En í Krísuvík, árið 1949, hóf Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur nútíma náttúruverndarbaráttu og 100 ára afmæli hans verður 4. janúar næstkomandi. 

Áform um stórfelllda umturnun Krísuvíkursvæðisins vegna virkjana eru kapituli út af fyrir sig. 

Ákvörðun Grindavíkurbæjar um jarðminjagarð er fagnaðarefni og við hæfi að hana ber nokkurn veginn upp á afmæli hins stórmerka jarðfræðings og brautryðjanda. 


mbl.is Fagna stofnun jarðminjagarðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það væri gott að fá tölvugerða mynd af raskinu, með tilheyrandi mannvirkjum sem fylgir virkjun á svæðinu sem þú sýnir borpallinn á 3. efstu myndinni.  Öðruvísi er erfitt að taka afstöðu til framkvæmdarinnar.

Háspennulínur verða örugglega neðanjarðar fyrstu kílómetrana frá svæðinu, eins og ráðgert er (var) hjá Bitruvirkjun.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.12.2011 kl. 04:08

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér sýnist þetta vera Kröfluvirkjun á næst efstu myndinni. Frágangur á mannvirkjum þar er barn síns tíma og verður ekkert í líkingu við þetta, við nýjar virkjanir í dag.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.12.2011 kl. 04:11

3 identicon

Hvaðan á Reykjavíkursvæðið að fá hitaveitu eftir 2036 þegar nýtig Nesjavalla verður komin niður í 1/3 af því sem nú er?

Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 09:13

4 identicon

Eru "flottheitin" á Hellisheiði þá líka "barn síns tíma"?

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 09:26

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í hraunlandslagi eins og er við Eldvörp og í Gjástykki veldur háspennulína grafin í jörð miklu meiri óafturkræfum umhverfisspjöllum til framtíðar heldur en háspennulína sem stendur þar aðeins þá fáu áratugi sem það tekur að klára orkuna.

Sama er að segja um gufuleiðslur auk þess sem ég hef ekki enn séð slíkar leiðslur grafnar í jörðu í íslenskum virkjunum. 

Virkjanamenn gefa skít í umhverfisspjöll. Það sýna áætlanir á Þeystareykjum þar sem á að reisa 15 borplön út um allt í stað þess að komast af með 5 plön með því að nota stefnuborun. 

Ómar Ragnarsson, 27.12.2011 kl. 12:04

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það verður sennilega aldrei hægt að gera verndarfíklunum til hæfis...

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.12.2011 kl. 12:30

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ó, jú, Gunnar. Þeir Guðni Axelsson og Ólafur Flóvenz settu fram þá kenningu í Morgunblaðsgreinum, sem er í svipuðum dúr og kenning Braga Árnasonar og álits fleiri jarðfræðinga,  að hægt væri að nýta orkuna þannig að hún sé endurnýjanleg og falli undir sjálfbæra þróun. Þá verði orkunýtingin takmörkuð við það sem kemur í ljós að skapar jafnvægi milli innstreymis á heitu vatni og útstreymis úr borholum. En það þýðir um það bil þrefalt til sexfalt minni aftöppun á heitu vatni en nú tíðkast og það mega virkjanafíklarnir ekki heyra nefnt.

Ómar Ragnarsson, 27.12.2011 kl. 12:44

8 identicon

Þetta er draumórasýn. Það er einfaldlega ekki til plan í dag eða á næstum árum, um að virkja á þann hátt sem Ómar leggur til.

Hvort er betra að raska sexfalt fleiri svæðum lítið, heldur en að raska einu umtalsvert(reyndar spurning hversu raskið verður mikið, en látum það liggja milli hluta)??

....síðan er náttúrulega ekki hægt að raska þessum svæðum þ.e. með litlu virkjunum á annan hátt en þann sem er fjárhagslega ómögulegur, sem síðan kallar á fleiri virkjanir o.s.frv.

Þessi rómantíska sýn verndurnarsinna, er orðin gjaldþrota og það sjá það allir. Nú er mál að linni.

Friðrik J. (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 13:59

9 identicon

Gleðileg jól.

Ég man eftir 20 ára gömlu erindi þáverandi og núverandi forstöðumanns Jarðhitaskólans, þar sem hann fullyrti að ekki væri skynsamlegt að virkja gufu fyrir álver.

Rökin: Álver þarf mikla orku á einu bretti og því hentar að virkja stóra vatnsaflsvirkjun og fá þar með kaupanda að nær allri orkunni strax (nema Blönduvirkjun sem var óþörf í áratug). Gufuvirkjanir væru í eðli sínu litlar virkjanir sem byggðust upp á misjafnlega mörgum 30-50 MW einingum. Það væri vexti samfélagsins einfaldlega það mikils virði að geta náð sér í orku í hagkvæmum 30MW einingum en vatnsaflsvirkjanir kölluðu oft á einingar sem mælast i hundruðum MW. Á þeim tíma þótti bruðl að smala saman fjölda 30-50 MW gufuvirkjunum til að selja til eins stórkaupanda.

Benda má Friðrik hér að ofan á að 50 - 120MW Hellisheiðarvirkjun sem einnig seldi heitt vatn, er mun hagkvæmari eining en núverandi skrímsli. Þar að auki mundi hún gagnast meir en einni kynslóð.

Þar að auki væri fjárhagur OR líklega bærilegri ef virkjað væri af hófsemi.

Hugmynd Friðriks um að virkja fá svæði mjög mikið en hlífa öðrum er einnig röng, þar sem offvirkjuðu svæðin ganga fljótt úr sér og þá þyrfti líklega að vikja þau sem eftir væru (sem eru að verða fá). Niðurstaðan yrði mikið af mjög röskuðum svæðum, óhófleg fjárfesting með lítinn líftíma en einungis óveruleg langtíma afl.

Vandamálið á þessu sviði er ónóg opin og upplýst umræða. Það er enn mikil hræðluþöggun um orkumál og margir þeirra er best þekkja þora ekki að tala hug sinn allann.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 15:33

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Friðrik J: Þú gengur út frá því sem sjálfsögðum hlut að við gínum í græðgi okkar yfir öllu sem við fáum hendur á fest og látum okkur engu varða þótt sú stefna geri barnabörn okkar orkulaus til allra nota.

Í ofanálag virðist þér sléttsama um það að við ljúgum því að ölllum heiminum að við nýtum aðeins endurnýjanlega, hreina og sjálfbæra orku. 

Þessi hugsun og siðblinda er algerlega hliðstæð við það þegar græðgin bjó hér til "íslenska efnahagsundrið" þar sem ein stærsta lygi síðustu áratuga um hið glæsilega og óendanlega stækkandi íslenska fjármálakerfi væri byggð á alveg nýrri hugsun, "Kaup-thinking" andlegra íslenskra ofurmenna sem voru jafnvel enn meiri ofurmenni en Aríar Hitlers.

Nú á að gera það sama varðandi orkuauðlindirnar.  En minn kæri Friðrik, - ég hélt að þessi hugsun gróðapunganna hefði orðið gjaldþrota fyrir aðeins þremur árum. 

En þú virðist greinilega á þveröfugri skoðun. 

Ég las nýlega bók um hinn efnahagslega grundvöll "þýska efnahagsundurs" Hitlers þar sem í Þýskalandi á árunum 1935-1939  var nóg atvinna og mesta uppbygging og hervæðing allra tíma miðað við fólksfjölda.

Niðurstaðan var sú, að þrátt fyrir allt friðartal Hitlers var forsenda þessarar útþenslu sú að Þjóðverjar gætu lagt undir sig önnur lönd, einkum í Austur-Evrópu, til þess að komast yfir auðlindir og vinnuafl sem gætu fjármagnað efnahagsundur ofurmennanna.  

Síðan eru liðin meira en 70 ár en menn virðast ekkert geta lært. 

Ómar Ragnarsson, 27.12.2011 kl. 17:27

11 identicon

Málefnaleg umræða hefur aldrei verið ein af sterku hliðum Íslendinga. Því veldur fámennið, hillbillyismi, þvermóðska og að því er virðist eðlisgróinn klíkukapítalismi. Ójafnvægið í byggð landsins bætir ekki úr skák eða pólitíska spillingin, sem hefur verið geigvænleg. Lesið t.d. síðasta pistil Egils; “Þórður Snær: Spilling og græðgi”. Umræðan varðandi kennslu í guðfræðideild Háskólans sýnir einnig mætavel hvað menn geta verið ómálefnalegir og þrætugjarnir.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband