En gerum við það samt ?

Formaður Landssambands lífeyrissjóða "vonast til þess" að hægt verði að draga lærdóm af skýrslunni um starfsemi sjóðanna sem hefur kostað hver hjón á Íslandi að meðaltali 3 milljónir króna.

Já, við "verðum að læra af reynslunn" en það er ekki málið, heldur, hvort við gerum það, hvort við hættum að taka óheyrilega áhættu á kostnað komandi kynslóða eða beinlínist högum okkur þannig að við ætlum að láta komandi kynslóðir borga fyrir græðgi okkar og bruðl.

Þar á ég einkum við þá stefnu, sem rekin er varðandi það að fara með hreinni rányrkju um jarðvarmasvæði landsins án nokkurrar heildaryfirsýnar né framsýni.

Í þeim efnum sýnist mér við enn vera staðföst í hvoru tveggja, að læra ekki af reynslunni og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Athyglisvert var að fylgjast í heimildarmynd um Adolf Eichmann með því vandamáli sem Þjóðverjar stóðu frammi á fyrstu áratugunum eftir Seinni heimsstyrjöldina.

Það fólst í því að saksóknarinn, sem fékk í hendur gögn um það hvar Eichmenn héldi sig í Argentínu, sneri sér á laun til leyniþjónustu Ísraelsmanna á þeim forsendum að allt of margir fyrrverandi handlangarar nasista væru enn í þýsku leyniþjónustunni og einnig í sendiráði Þýskalands í Buenos Aires til að hægt væri að treysta að þeir ynnu verkið.

Nú er rétt að taka strax skýrt fram, að á engan hátt verður jafnað saman svívirðilegustu illvirkjum sögunnar í aðdraganda þýska allsherjarhrunsins og hugsanlegum hvítflibbaafbrotum í aðdraganda fjárnálahrunsins hjá okkur.

En vandamálið við að "vonast til að læra af reynslunni" byggist samt í báðum tilfellum á því, að svo margir í atvinnu- og fjármálalífinu hjá okkur unnu í þágu þess hugsanaháttar á sínum tíma sem leiddi af sér Hrunið, að erfitt er að fá fram gagngera stefnubreytingu eða gerbreytt hegðunarmynstur.

Hugsanlega snúast fréttirnar núna meira um fjármál en nokkru sinni fyrr og nú er reynt að afsaka allar gerðir með kreppunni.

Tugir sölufulltrúa í bönkunum kepptust við það árin fyrir Hrun að lokka viðskiptavini og næstum því þvinga þá til þess að færa fé sitt yfir í peningamarkaðssjóði og myntkörfulán.

Þessir sölufulltrúar voru hvattir til þessa af yfirstjórnum fyrirtækjanna, oft með því að hygla þeim með bónusum fyrir þetta.

Bankarnir skiptu að vísu um kennitölur eftir Hrun en eftir sem áður situr þar að stærstum hluta sama fólkið og brilleraði þar með gylliboðum við að lokka viðskiptavinina til þess að ráðstafa fé sínu á þann hátt að skaði þeirra var hámarkaður í Hruninu.

Hinn ötuli þýski saksóknari sá árið 1957 ekkert annað ráð til þess að ná árangri en að fá erlenda aðila til að fara í verkið.

Það var afmarkað verk og því gekk það.

Hér, í okkar fámenna landi, getum við ekki notað þá aðferð yfir alla línuna.

Þó ættum við að gera eins mikið af því og við getum að fá útlendinga á borð við Evu Joly til þess að taka hér til hendi á sem flestum sviðum, ef við ætlum að ná þeim árangri "að læra af reynslunni."


mbl.is Verðum að læra af reynslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Þegar vel rekið fyrirtæki kemst í þá stöðu að starfsmaður í mikilvægri stöðu starfar ekki í fullum trúnaði við fyrirtækið og tekur eiginhagsmuni fram yfir og hagnast-þá er viðkomandi ekki gert að læra af reynslunni og halda stöðu sinni. Honum er sagt upp störfum. Og hann verður síðan að læra af reynslu sinni-annarstaðar. Lífeyrissjóðirnir eru á sambærilegri stöðu. Trúnaður er brostinn -viðkomandi stjórar verða að hætta og læra af reynslu sinni annarstaðar...og það strax.

Sævar Helgason, 4.2.2012 kl. 15:29

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Svona menn væru komnir undir lás og slá í Englandi- þar þarf sjórnmálamaður að víkja af þingi vegna- hraðaksturs ??? Fær sætið aftur ef saklaus- hefur einhver - einhverntíma þurft að vikja af þingi- eða úr ofurlaunastöðu á 'Islandi fyrir að - ææææ eg ætlaði ekki að gambla svona en- eg ætla ekki að vikja- engin ástæða til þess !!!

Erla Magna Alexandersdóttir, 4.2.2012 kl. 18:53

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eva Joly hefur reynst vera froðusnakkur sem borin var á gullstóli Egils Helgasonar, umræðustjóra ríkisins, hingað til lands. Hún er rúin öllu trausti í heimalandi sínu, þar sem fólkið þekkir hana best. Hún er talin óheiðarleg og "all talk".

Forsetaframboð hennar í Frakklandi er sneypuför og fylgi hennar er háðung.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2012 kl. 01:17

4 identicon

Var ekki verið að dæma einn í steininn fyrir að stela ilmvatni, og marga aðra fyrir litlar sem  engar sakir. Svo koma þessir menn fram sem vissulega bera ábyrgð, rústa samfélagi.. og segja: Við verðum að læra af reynslunni.. þessir menn sem fóru með þúsundir milljóna eins og ofvaxin ungabörn í nammibúð, búin að stela peninum af ömmu og mömmu..
Þetta samfélag okkar er bara djók, og allt á kostnað almennings

DoctorE (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 11:27

5 identicon

"Minn" lífeyrissjóður er frægur af endemum fyrir að takast það einstæða afrek að klúðra hálfri ballast sinni löngu fyrir "góðærið"

Sá hinn sami er búinn að koma mér í vanskilaskrá fyrir að hafa ekki borgað síðustu ár. En á meðan (og meira en það)  hef ég reyndar safnað í  lífeyrissjóð á EES svæðinu, og í öruggri mynt.

Nú þarf ég að ákveða mig, hvort að ég geri:

A) Slít peninginum út úr erlenda sjóðnum til þess að leggja inn á íslenska aulasjóðinn

B) Segi íslenska sjóðnum stríð á hendur með málaferli ef því er að skipta, því að það sem er löggilt á EES svæðinu er í raun æðra okkar regluverki.

Æ...ég tek B

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband