Uppi á tímum ellefu Bandaríkjaforseta.

Það væri nú annað hvort að Fidel Castro skrifaði ævisögu sína. Allt frá valdatíma Eisenhowers til Obama þegar alls ellefu Bandaríkjaforsetar hafa átt sér þá ósk að lífi Castros lyki, hefur hann haldið sínu striki, þrátt fyrir tugi áætlana um að koma honum fyrir kattarnef.

Allan þennan tíma hafa verið í gildi harðar efnahagsþvinganir Bandaríkjamanna gagvart Kúbu og öflugasta stórveldi og lýðræðisríki heims hefur ekki getið komið frá einræðisstjórn Kúbu, þótt eyjan sé aðeins í um 300 kílómetra fjarlægð frá Flórída.

Viðskiptabann og efnahagsþvinganir hafa engan árangur borið í rúma hálfa öld og einungis aukið á fátækt Kúbverja, og enda þótt Castro hafi af heilsufarsástæðum ekki sömu beinu tökin á þjóðinni og hann hafði lengst af, ríkir enn harðstjórn á Kúbu og karlinn enn að sprikla eitthvað, ellefu Bandaríkjaforsetum eftir að hann kom á kommúnisku einræði á Kúbu í óþökk Bandaríkjanna.

Fyrir löngu er kominn tími til þess fyrir Bandaríkjamenn að íhuga, hvort það hefði ekki frekar getað skilað einhverjum árangri og minnkað tjón og fátækt nágranna þeirra, að slaka á viðskiptahömlunum og sjá hvort skárri kjör Kúbersku þjóðarinnar gæti ekki alveg eins aukið vilja hennar til að víkja burt alræðisstjórn Castros.

Meðan hinar hörðu aðgerðir Bandaríkjamanna eru í gildi er hætt við að stjórnvöld á Kúbu geti virkjað sárindi almennings þar gagnvart því hvernig stóri bróðir í norðri beitir afli sínu.

Úr því að 52ja ára harka hefur ekki dugað mætti alveg skoða hvort breytt aðferð skili einhverju.

En úr því sem komið er kann að sýnast skást að bíða eftir því að Castro karlinn geispi loksins golunni.

Gallinn er bara sá að bæði bróðir hans og aðrir, sem þekkja ekkert nema kommúnisma Castros og valdakerfi hans, eru hugsanlega ekkert líklegri en sá gamli til að breyta neinu.  

 


mbl.is Castro kynnir ævisögu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða skipulagi vilt þú koma á í Kúbu, Ómar. Kannski því sem ríkir í henni Mexico? Á fjórum árum hafa 34.000 verið myrtir í Mexico, það samsvarar svona circa einu mannslífi á klukkustund. Halló, eitt lík pr. klst. Eða þekkir þú einhver nágrannalönd Kúbu, sem eru stólega til fyrirmyndar? Kannski Haiti, Guatemala, Venezuela, eða Santo Domingo? Kúba er fátækt land. Útflutningur er aðalega sykur, tóbak, nikkel (Ni), fiskur, ávextir og kaffi. Það er hörð samkeppni á markaði í þessum vörum Og þá hefur verið viðskiptabann við nágrannann stóra, Uncle Sam, í hálfa öld. Kúba er svipað að stærð og Ísland, en þar búa ekki 300.000 manns, heldur meira en 11 milljónir. Hvernig heldur þú að ástandið væri hér á klakanum, væri viðskiptabann við Evrópu? Höfum einnig í huga, að jafnvel sæmilega vel menntuð þjóð eins og Íslendingar láta fámennan klíkuhóp á höfuðborgarsvæðinu taka sig í afturendann aftur og aftur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 09:49

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvernig dettur nokkrum manni í hug að reyna að fegra ímynd stjórnmálaástandsins á Kúbu?

Um 30 þúsund manns hefur verið tekin af lífi í landinu vegna pólitískra skoðana. Ekki vegna glæpa, heldur vegna skoðana sinna, auk margfalt fleiri sem setið hafa í fangelsi af sömu ástæðu. Það er ekki hægt að líkja því á nokkurn hátt við glæpaöldu og eiturlyfjastríð í Mexícó.

Tvær milljónir Kúbverja eru landflótta.  Frjálsar kosningar eru ekki í landinu. Aðeins er einn flokkur leyfður, kommúnistaflokkurinn. Er ástæða til að ræða þetta eitthvað frekar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2012 kl. 13:55

3 identicon

Gunnar, það enginn að fegra eitt né annað. Hinsvegar skal setja í "relation" það sem gerist í Kúba og nágrannalöndum. Þú virðist halda að allir þeir sem myrtir eru í Mexíco og öðrum löndum Mið-Ameríku séu bara einhverjir glæpamenn, sem hafi bara átt það skilið að vera drepnir. Ónei, flestir voru saklausir borgarar, sem voru á röngum stað á röngum tíma. En stjórnsýslan ónýt og spillt, þótt náði hafi kjöri í einhverjum fíflaleik, sem kallast kosningar.

Hvaðan annars hefur þú þessar tölur um fjölda aftaka í Kúba?

Fékkstu þetta úr einhverjum "data bank" hjá Alcoa?   

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 14:34

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sagði ekki að "bara glæpamenn" væru drepnir í Mexíkó, ég er að tala um eiturlyfjastríðið. Reyndu að efla lesskilninginn þinn og þessi Alcoa tilvísun hjá þér er afar heimskuleg en sýnir þig í réttu ljósi.... væntanlega

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2012 kl. 16:24

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það getur verið erfitt að sanna nákvæmlega hversu margir eru teknir af lífi af pólitískum ástæðum, eðli málsins samkvæmt, því böðlarnir auglýsa ekki sérstaklega afrek sín. Wikipedia segir fjöldan 15-17 þúsund, en það er auðvitað varlega áætlað.

Annars segir alfræðiritið, sem vel að merkja er ekki óskeikult, eftirfarandi:

"Strax eftir valdatöku sína lét Castro taka af lífi helstu stuðningsmenn forvera síns, einræðisherrans Batista, líklega um 600 manns. Á sjöunda áratug voru milli sjö og tíu þúsund manns teknir af lífi af stjórnmálaástæðum á Kúbu og um 30 þúsund fangelsaðir fyrir stjórnmálaskoðanir sínar. Fljótlega eftir valdatöku Castros voru settar upp vinnubúðir, til dæmis El Manbu í Camagüey-héraði, þar sem þrjú þúsund stjórnmálafangar voru vistaðir. Talið er, að samtals hafi í stjórnartíð Castros um 100 þúsund Kúbverjar setið í fangelsi eða vinnubúðum og milli 15 og 17 þúsund manns verið teknir af lífi vegna stjórnmálaskoðana sinna. Fyrsta stjórnarár Castros flýðu um 50 þúsund manns lands, aðallega menntamenn, læknar, lögfræðingar og kennarar. Samtals er talið, að um tvær milljónir Kúbverja (af ellefu) séu landflótta erlendis, aðallega í Bandaríkjunum. Castro lét fyrstu stjórnarár sín handtaka marga fyrrverandi stuðningsmenn sína, meðal annars Hubert Matos, og halda yfir þeim sýndarréttarhöld. Stofnuð var stjórnmálalögregla til að hafa gætur á hugsanlegum andstæðingum sósíalistastjórnarinnar, Dirección General de Contra-Inteligencia (DGCI), sem stundum var kölluð „Rauða Gestapó“. Flugumenn Castro myrtu ýmsa andstæðinga hans erlendis, til dæmis Elias de la Torriente í Miami og Aldo Vera í Puerto Rico. Báðir höfðu þeir barist eins og Castro gegn Batista. Castro þrengdi frá upphafi mjög að kaþólsku kirkjunni. Í maí 1959 lokaði hann öllum háskólum hennar, og í september sama ár rak hann á annað hundrað presta úr landi. Njóta Kúbverjar enn mjög takmarkaðs trúfrelsis. Stjórnvöld á Kúbu hafa líka verið mjög fjandsamleg samkynhneigðu fólki. Ritskoðun stjórnvalda bitnaði einnig á rithöfundum. Skáldið Herberto Padilla flýði Kúbu 1980 og skáldið Reinaldo Arenas, sem hafði lengi setið í fangelsi fyrir skoðanir sínar, hvarf úr landi sama ár. Castro sendi kúbverskar hersveitir til Angóla, þar sem geisaði borgarastríð 1975-1989, og féllu milli sjö og ellefu þúsund hermenn hans þar.[1]"

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2012 kl. 17:44

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta eru hrikalegar tölur þegar haft er í huga að mannfjöldinn á Kúbu er svipaður og í Svíþjóð.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2012 kl. 17:46

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þeir Íslendingar, sem ég þekki og hafa farið til Kúbu, hafa sagt mér að það eina sem haldi þessari þjóð á floti sé einstök aðlögunarhæfni, æðruleysi og nægjusemi.

Eftir 52ja ára árangursleysi harðýðgisstefnu Bandaríkjamanna, sem hefur aðein gert illt vera fyrir kúbverskan almenning, finnst mér að umheimurinn skuldi þessu fólki að auka ekki frekar á raunir þess en ógnarstjórn Castros hefur gert.

Ómar Ragnarsson, 5.2.2012 kl. 22:06

8 identicon

"Aðlögunarhæfni, æðruleysi og nægjusemi". Einkenni, sem flestar þjóðir Evrópu, þar á meðal Íslendingar, þurfa og verja að temja sér.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband