Sama fyrirbærið og í upphafi "græðgisbólunnar".

Það er ekki nýtt að vaxandi einkaneysla og þensla sé drifin áfram skuldsetningu.

Nákvæmlega þetta gerðist frá haustinu 2002 eftir að skrifað var undir samninga við Alcoa um álver á Reyðarfirði. Ekkert var byrjað að vinna, svo heitið gæti fyrir austan, fyrr en sumarið eftir.

Hvernig gat þá þenslan vaðið af stað?

Jú, einn af hagfræðingum Seðlabankans kannaði hvaðan féð væri komið og komí ljós að meira en 80%  þenslunnar, sem mældist um 25 milljarðar á núvirði, kom í gegnum aukin yfirdráttarlán á krítarkortum.

Þessu fylgdu nokkur einkenni græðgisáranna eins og innflutningur stórra amerískra pallbíla.

Varla er slíkt á döfinni nú heldur eitthvað annað, sem er viðráðanlegra fyrir skuldarana?   


mbl.is Þjóðin aftur farin að taka dýr lán fyrir neyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Það byrjaði ekki  2002, gamli vinur, að einkaneyslan  væri knúin  áfram af ofurskuldsentingu. Það er miklu eldra  fyrirbæri , - jafnvel  fyrir óðaverðbólguárin. þótt  Pallbíladellan var auðvitað  fyrst og fremst vegna þess að  einhverra hluta vegna  voru  opinber gjöld á þessum bílum ofurlág, - var ekki vörugjaldið 13%? Einkum voru þessir ´bílar keyptir sem leikföng, -  ekki vinnutæki.Þetta var út í hött. Þessvegna er nú fullt af eyðsluhákum af þessu tagi á öllum bílasölum.  Ekki bið ég  guð að hjálpa eigendum þessara 25-30 lítra svelgja þegar lítraverðið verður orðið 300 krónur,s m ekki virðist langt undan.

Eiður (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 10:52

2 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

Höfum eftirfarandi í huga þegar þessi frétt er lesin:

1. Peningar keyra hagkerfið áfram, ef þá vantar stoppar allt sbr. sl. þrjú ár.

2. Með aukinni verðmætasköpun og umsvifum í hagkerfinu þarf aukið magn peninga í umferð því annars geta þeir sem mynda samfélagið ekki skipst á hinum nýju verðmætum.

3. Þessir nýju peningar koma ekki öðruvísi inn í hagkerfið en sem skuld, hvort sem er um að ræða einstaklinga, fyrirtæki eða ríki. Allt samfélagið þarf að skuldsetja sig vegna aukinna umsvifa.

4. Yfir 90% af peningunum eru búnir til að bönkum landsins án þess að það kosti þá nokkuð.

Bankar eru krabbamein samfélagsins og ef við breytum ekki um fjármálakerfi þá verður annað hrun fyrr en okkur grunar og umtalsvert meiri eymd í kjölfarið.

Ný stjórnarskrá er ekki það sem okkur vantar heldur nýtt fjármálakerfi.

www.umbot.org

Egill Helgi Lárusson, 26.2.2012 kl. 12:16

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er allt tóm vitleysa í þér, Ómar.

Það var ekki skrifað undir samning við Alcoa fyrr en 15. mars 2003. Heildar umsvif framkvæmdanna fyrir austan voru 200 miljarðar (þávirði) sem dreifðist á 4-5 ár.

Á sama tíma og í raun skemmri, dældi bankakerfið 1.400 miljörðum í hagkerfið vegna 90-100% lána til íbúðakaupa (7 föld upphæð framkvæmdakostnaðar álvers og virkjunar.)

Hluti þessara peninga í húsnæðismál, sem nánast allur fór á höfuðborgarsvæðið, fór í að byggja húsnæði sem ekki var þörf á og hluti fór alls ekki til húsbygginga, heldur beint í einkaneyslu. Þetta var lang stærsti þenslu og verðbólguvaldurinn.

Framkvæmdirnar fyrir austan voru mikið gæfuspor fyrir þjóðina og lang stærsta einstaka byggðaaðgerð sögunnar. Framkvæmdirnar voru/eru fjárfesting sem þegar er farin að skila heilmiklum arði til þjóðarinnar.

Og enn aukast fjárfestingar vegna álversins en tugmiljarða verkefni er nú að ljúka með nýrri rafskautaverksmiðju við hlið álversins. Þessi nýja verksmiðja skapar um 70 ný störf sem áður voru unnin í Noregi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.2.2012 kl. 13:14

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirbúningur að Kárahnjúkavirkjun hófst árið 1999 og framkvæmdir hófust árið 2002 en virkjunin var formlega gangsett 30. nóvember 2007.

Til verksins voru fengnar þúsundir erlendra iðnaðarmanna og aðalverktakafyrirtækið, Impregilo, er ítalskt.

Samtök atvinnulífsins í ársbyrjun 2005:


"Það er staðreynd að á atvinnuleysisskrá er ekki að finna iðnlærða byggingamenn, menn með réttindi á stórvirkar vinnuvélar eða vana byggingaverkamenn, þ.e. menn í þeim starfsgreinum sem nauðsynlega þarf til verka við virkjunarframkvæmdir.

Vinnumálastofnun hefur ítrekað staðfest þetta og nú síðast í nýrri skýrslu þar sem fram kemur það mat stofnunarinnar að gefa þurfi út 1.800 atvinnuleyfi vegna yfirstandandi og fyrirhugaðra virkjana- og stóriðjuframkvæmda.

Framboðið er einfaldlega ekki til staðar hér innanlands.
"

Þorsteinn Briem, 26.2.2012 kl. 14:21

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Framkvæmdirnar sem byrjuðu árið 2002 voru smáar í sniðum og höfðu engin sérstök efnahagsleg áhrif.

Það sem SA skrifar árið 2005 skrifast 85% á húsnæðisþenslu höfuðborgarsvæðisins, en 15% vegna framkvæmdanna fyrir austan.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.2.2012 kl. 14:50

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Langtímaskuldir Landsvirkjunar í árslok 2008 voru um þrír milljarðar Bandaríkjadala, um 360 milljarðar króna, andvirði þriggja Kárahnjúkavirkjana.

Vaxtagjöld
Landsvirkjunar árið 2008 voru 178 milljónir Bandaríkjadala, um 20 milljarðar króna.

Og árið 2008 tapaði Landsvirkjun 345 milljónum Bandaríkjadala, um 40 milljörðum króna.

Þorsteinn Briem, 26.2.2012 kl. 15:38

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Landsvirkjun stendur mjög vel fjárhagslega og skuldastaða í hlutfalli við tekjur og eignir er mjög góð.

Svona talnarunur, sem þú birtir hér reglulega, eru í bjánalegum propaganda stíl og segja minna en ekkert um raunverulega stöðu LV, en segja hins vegar töluvert um þig og skoðanir þínar, Steini Briem.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.2.2012 kl. 15:53

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun verður vart undir 146 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem Landsvirkjun sendi frá sér í janúar 2008, og fyrir þessa upphæð hefði verið hægt að kaupa sex þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, miðað við 24,2ja milljóna króna meðalverð á íbúðarhúsnæði á því svæði árið 2006, en í árslok það ár voru 8.260 íbúðir í Hafnarfirði.

Þorsteinn Briem, 26.2.2012 kl. 15:53

9 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Og hvað eru margar íbúðir óseldar á höfuðborgarsvæðinu og hvað er búið að eyða í annan kostnað við áætlaðar íbúðabyggð?

 Og síðas og ekki síst; hvaða tekjum skila þessar íbúðir til samfélagsins?

Sindri Karl Sigurðsson, 26.2.2012 kl. 16:14

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landsvirkjun, og þar með Kárahnjúkavirkjun, er í eigu ríkisins, allra Íslendinga.

Og meirihluti Íslendinga býr á höfuðborgarsvæðinu.

Búið verður í öllu því íbúðarhúsnæði, sem þar hefur verið í byggingu undanfarin ár, og íbúðarhús geta staðið í mörg hundruð ár, ef þeim er vel haldið við.

Lónið við Kárahnjúkavirkjun mun hins vegar fyllast smám saman af leir, þannig að virkjunin verður ónýt.

Og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu skapa að sjálfsögðu gríðarleg útflutningsverðmæti með vinnu í til dæmis verksmiðjum, fiskvinnslu, útgerð og ferðaþjónustu.

Þorsteinn Briem, 26.2.2012 kl. 17:32

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

25% útflutningsverðmæta allrar þjóðarinnar kemur frá Fjarðabyggð. Í Fjarðabyggð búa 4.600 manns.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.2.2012 kl. 17:50

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kárahnjúkavirkjun var reist á þenslutímum, þegar hér á Íslandi skorti ekki atvinnu.

En nokkur hundruð manns hefðu misst vinnuna og þegið hér atvinnuleysisbætur ef öll vinna við byggingu Hörpu hefði verið lögð niður þegar íslensku bankarnir OG Seðlabanki Íslands urðu GJALDÞROTA hausitið 2008.

Í stað þess fengu starfsmennirnir áfram greidd laun og hafa greitt af þeim útsvar og tekjuskatt.

Starfsmenn á öllum vinnust0ðum greiða skatt og útsvar og það gildir að sjálfsögðu einnig um þá sem nú starfa í Hörpu, bæði fasta starfsmenn og aðra. Og af starfsemi í húsinu er greiddur virðisaukaskattur.

Listamenn greiða að sjálfsögðu skatt og útsvar, rétt eins og til að mynda sjómenn.

Í sjávarplássum er alls kyns starfsemi, önnur en sjálf útgerðin, til að mynda matvöruverslanir, myndbandaleigur og bensínstöðvar.

Starfsfólkið á öllum þessum vinnustöðum greiðir tekjuskatt og útsvar. Og til að hægt sé að starfrækja vídeóleigu þarf leikara, enda þótt þeir séu ekki búsettir í viðkomandi plássi.

Á olíuborpöllum er einnig alls kyns þjónusta í boði og enginn sjómaður myndi vilja búa þar sem ekki væri boðið upp á þjónustu af nokkru tagi.

Alls kyns þjónusta er því jafn mikilvæg og alls kyns framleiðsla.


Leikari getur haft góðar tekjur af sínum starfa og er engan veginn ómerkilegri persóna fyrir þjóðarbúið en til að mynda sjómaður.

Leikarar eru jafn merkilegir í augum Ríkisskattstjóra og sjómenn. Og í sumum tilfellum hafa leikarar mun hærri tekjur en sjómenn.

Og útflutningstekjur hér á Íslandi eru meiri af þjónustu en iðnaði eða sjávarafurðum.

Þorsteinn Briem, 26.2.2012 kl. 19:38

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Steini, stendurðu í þeirri trú að innlegg annara hverfi, ef þú setur svona geðveikislegar bunur inn trekk í trekk?

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.2.2012 kl. 20:42

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Okkur ber saman, Gunnar, hvað varðar tímasetninguna á upphafi þenslunnar. Það var eftir 19. júlí 2002 þegar viljayfirlýsingin var undirrituð við Alcoa, og síðan hafa sést fánar í hálfa stöng á þessum degi á þessum slóðum en ekki 15. mars.

Það er þetta sem ég á við og segi í pistlinum.

Húsnæðissprengjan kom síðan árið eftir í kjölfar loforða Framsóknarflokksins um 90% lán, sem skóp kosningasigur hans og efndir loforðanna. 

Bankarnir, sem stjórnarflokkarnir höfðu einkavinavætt og lagt grunninn að þeim Frankenstein fjármálasukks sem á eftir fylgdi, komu auðvitað á eftir Íbúðalánasjóði með yfirboðum á húsnæðislánamarkaðnum.  

Það sem ég er að segja frá, er, að aðeins væntingarar um mikil umsvif og þenslu skóp þenslu haustið 2002, sem var að mestu leyti búin til á krítarkortum.

Ómar Ragnarsson, 27.2.2012 kl. 01:13

15 identicon

90% af SÖLUMATI er náttúrulega algjör bilun, hvað þá 100%, enda hafði sölumatið tilhneigingu til að skrallast langt yfir brunabótamat/byggingakostnað. Er ekki svona ein sæmileg virkjun föst í arðlausu húsnæði á SV-horninu. Grunar það.

Og Gunnar, telurðu útflutningsverðmætin sem söluverð á Álinu, eða söluverðið á rafmagninu?

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 08:13

16 identicon

Árlegt söluverð raforku er um 6% af stofnkostnaði Kárahnúkavirkjunar.

Af þessu þarf að greiða vexti, afborganir, rekstur og afskriftir.

Auðlintarenta er engin til eigenda auðlindarinnar, -hagurinn er allur hjá kaupanda orkunnar.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 10:20

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jón Logi, ég tel hvorki eitt né neitt með. Þetta eru opinberar tölur.

Kostnaður af Kárahnjúkavirkjun verðu uppgreiddur eftir u.þ.b. 15 ár, miðað við meðatal orkuverðs sl. 5 ára. Eftir það er "allt í lommen", því rekstrarkostnaður er mjög lítill sem hlutfall af tekjum. Fyrir utan hreinan gróða af orkusölunni, verður til miljarða virðisauki á hverju ári af starfsemi Alcoa Fjarðaáls.

Gagnrýni á orkuverð á alveg rétt á sér og nær öruggt er að það verður hærra í samningum af þessu tagi í framtíðinni. En miðað við forsendur sem voru á borðinu árið 2003, var verðið "eðlilegt". Orkuverðið verður endurskoðað árið 2020 og mun væntanlega hækka eitthvað þá.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.2.2012 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband